Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-febrúar 2007
Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu tvo mánuði ársins liggur nú fyrir. Þar sem uppgjörið nær aðeins til tveggja mánaða er samanburður við fyrra ár háður óvissu vegna tilfærslu greiðslna milli mánaða og á það jafnt við um tekjur og gjöld. Þetta getur valdið sveiflum í einstökum liðum.
Þetta er í annað sinn sem birtar eru mánaðartölur eftir þá veigamiklu breytingu sem gerð var á mánaðaruppgjörinu með nýju ári og lýst var í grein í vefritinu 1. mars sl. Breytingin leiðir til þess að uppgjörið gefur nákvæmari og betri mynd af stöðu ríkissjóðs í mánuðinum og er nær því að endurspegla rekstrargrunn en áður.
Samkvæmt uppgjörinu er breyting á handbæru fé frá rekstri jákvæð um 30,1 milljarð króna innan ársins, sem er 6,8 ma.kr. hagstæðari útkoma en á sama tíma í fyrra. Þá er útkoman hægstæðari en gert var ráð fyrir í áætlun fjárlaga. Tekjur reyndust um 15,4 ma.kr. meiri en í fyrra á meðan gjöldin jukust um 6,9 ma.kr. Hreinn lánsfjárjöfnuður var neikvæður um 1,6 ma.kr. en var jákvæður um 20,9 ma.kr. á sama tíma í fyrra. Viðsnúningurinn skýrist af 30,3 ma.kr. kaupum ríkissjóðs á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun.
Lántökur námu 38,5 ma.kr. á móti 1,5 ma.kr. í fyrra. Þar munar langmest um 26,9 ma.kr. lántöku vegna kaupa á Landsvirkjun. Þá voru 0,3 ma.kr. greiddir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs. Staða á sjóðs- og bankareikningum batnaði um 15,7 ma.kr. á fyrstu tveimur mánuðum ársins.
Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar – febrúar 2007
|
Í milljónum króna |
||||
|
2003 |
2004 |
2005 |
2006 |
2007 |
Innheimtar tekjur |
44.155 |
48.732 |
60.718 |
72.244 |
87.597 |
Greidd gjöld |
42.266 |
44.897 |
47.897 |
47.897 |
56.895 |
Tekjujöfnuður |
1.889 |
3.836 |
12.821 |
22.277 |
30.702 |
Söluhagnaður af hlutabr. og eignahlutum |
-425 |
- |
- |
- |
- |
Breyting rekstrartengdra eigna og skulda |
659 |
-121 |
1.117 |
1.084 |
-570 |
Handbært fé frá rekstri |
2.123 |
3.957 |
13.938 |
23.361 |
30.133 |
Fjármunahreyfingar |
333 |
-1.335 |
4.011 |
-2.469 |
-31.733 |
Hreinn lánsfjárjöfnuður |
2.456 |
2.622 |
17.948 |
20.892 |
-1.601 |
Afborganir lána |
-4.851 |
-13.878 |
-11.215 |
-8.064 |
-20.583 |
Innanlands |
-4.851 |
-22 |
-2.216 |
-8.058 |
-20.583 |
Erlendis |
- |
-13.857 |
-9.000 |
-6 |
- |
Greiðslur til LSR og LH |
-1.250 |
-1.250 |
-500 |
-660 |
-660 |
Lánsfjárjöfnuður, brúttó |
-3.645 |
-12.506 |
6.233 |
12.168 |
-22.844 |
Lántökur |
175 |
17.571 |
1.016 |
1.532 |
38.519 |
Innanlands |
4.022 |
3.218 |
-3.931 |
1.532 |
38.519 |
Erlendis |
-3.848 |
14.353 |
4.947 |
- |
- |
Breyting á handbæru fé |
-3.471 |
5.064 |
7.249 |
13.700 |
15.676 |
Innheimtar tekjur ríkissjóðs á fyrstu tveimur mánuðum ársins námu tæpum 88 ma.kr. Það er 15 ma.kr. eða 21,3% meira en á sama tíma 2006.
Skatttekjur og tryggingargjöld námu tæpum 83 ma.kr. á tímabilinu og jukust um 26,4% að nafnvirði milli ára eða 17,9% umfram verðbólgu (þá er tekjuskattur lögaðila í janúar 2006 leiðréttur fyrir tilfærslu eindaga yfir áramótin). Skattar á tekjur og hagnað einstaklinga og lögaðila námu alls tæpum 40 ma.kr. og jukust um 19,7% milli ára. Þar af nam tekjuskattur einstaklinga 15,5 ma.kr., tekjuskattur lögaðila 3,3 ma.kr. og fjármagnstekjuskattur 21 ma.kr. Janúar er aðalinnheimtumánuður fjármagnstekjuskattsins og í ár innheimtust 20 ma.kr. í janúar sem er meira en nokkru sinni áður. Tæpur milljarður innheimtist í fjármagnstekjuskatt í febrúar og er innheimtan það sem af er ári ríflega 50% meiri en í fyrra.
Innheimta almennra veltuskatta nam 33,5 ma.kr. á fyrstu tveimur mánuðunum eða um fjórðungi hærri fjárhæð en á sama tíma í fyrra, sem samsvarar 16% aukningu umfram verðbólgu. Innheimtur virðisaukaskattur var mikill í febrúar eða 14,2 ma.kr. og 24,7 ma.kr. á fyrstu tveimur mánuðunum. Vörugjöld af bifreiðum og bensíni drógust saman en aðrir einstakir veltuskattar jukust nokkuð milli ára. Innheimt tryggingagjöld námu 6,6 ma.kr. og jukust um 12,2% milli ára, eða 2,0% umfram hækkun launavísitölu á sama tíma.
Tekjur ríkissjóðs janúar – febrúar 2007
|
Milljónir króna |
|
Breyting frá fyrra ári, % |
||||
|
2005 |
2006 |
2007 |
|
2005 |
2006 |
2007 |
Skatttekjur og tryggingagjöld |
57.404 |
68.547 |
82.517 |
|
25,6 |
19,4 |
20,4 |
Skattar á tekjur og hagnað |
22.788 |
33.228 |
39.781 |
|
27,9 |
45,8 |
19,7 |
Tekjuskattur einstaklinga |
12.086 |
13.405 |
15.537 |
|
14,3 |
10,9 |
15,9 |
Tekjuskattur lögaðila |
1.375 |
5.966 |
3.280 |
|
33,0 |
333,8 |
-45,0 |
Skattur á fjármagnstekjur |
9.328 |
13.856 |
20.964 |
|
50,1 |
48,5 |
51,3 |
Eignarskattar |
2.380 |
2.016 |
1.703 |
|
50,7 |
-15,3 |
-15,5 |
Skattar á vöru og þjónustu |
26.638 |
26.973 |
33.511 |
|
22,7 |
1,3 |
24,2 |
Virðisaukaskattur |
18.659 |
18.133 |
24.718 |
|
23,3 |
-2,8 |
36,3 |
Vörugjöld af ökutækjum |
1.339 |
1.618 |
1.063 |
|
88,9 |
20,9 |
-34,3 |
Vörugjöld af bensíni |
1.374 |
1.441 |
1.331 |
|
4,8 |
4,9 |
-7,7 |
Skattar á olíu |
1.293 |
1.154 |
1.320 |
|
15,2 |
-10,8 |
14,4 |
Áfengisgjald og tóbaksgjald |
1.578 |
1.657 |
1.764 |
|
3,4 |
5,0 |
6,5 |
Aðrir skattar á vöru og þjónustu |
2.394 |
2.971 |
3.316 |
|
25,8 |
24,1 |
11,6 |
Tollar og aðflutningsgjöld |
425 |
362 |
779 |
|
7,0 |
-14,8 |
115,4 |
Aðrir skattar |
103 |
112 |
170 |
|
. |
8,9 |
52,0 |
Tryggingagjöld |
5.071 |
5.857 |
6.572 |
|
23,0 |
15,5 |
12,2 |
Fjárframlög |
120 |
111 |
95 |
|
81,0 |
-7,1 |
-14,7 |
Aðrar tekjur |
3.123 |
3.571 |
4.671 |
|
5,2 |
14,3 |
30,8 |
Sala eigna |
70 |
14 |
314 |
|
- |
- |
- |
Tekjur alls |
60.718 |
72.244 |
87.597 |
|
24,6 |
19,0 |
21,3 |
Greidd gjöld námu 56,9 ma.kr. og hækkuðu um 6,9 ma.kr. frá fyrra ári, eða 13,9%. Mest munar um 3,1 ma.kr. hækkun samgöngumála og 1,7 ma.kr. vegna almannatrygginga. Þá hækkuðu greiðslur til heilbrigðismála um 1 ma.kr. eins og greiðslur til almennrar opinberrar þjónustu. Veigamestu málaflokkarnir; heilbrigðismál, almannatryggingar og menntamál vega samtals um tvo þriðju af heildargjöldunum.
Gjöld ríkissjóðs janúar – febrúar 2007
|
Milljónir króna |
|
Breyting frá fyrra ári, % |
|||
|
2005 |
2006 |
2007 |
|
2006 |
2007 |
Almenn opinber þjónusta |
... |
5.255 |
6.250 |
|
... |
18,9 |
Þar af vaxtagreiðslur |
2.386 |
591 |
778 |
|
-75,2 |
31,6 |
Varnarmál |
... |
150 |
99 |
|
... |
-33,6 |
Löggæsla, réttargæsla og öryggismál |
... |
3.484 |
2.508 |
|
... |
-28,0 |
Efnahags- og atvinnumál |
... |
4.127 |
7.200 |
|
... |
74,5 |
Umhverfisvernd |
... |
460 |
549 |
|
... |
19,4 |
Húsnæðis- skipulags- og veitumál |
... |
72 |
65 |
|
... |
-9,9 |
Heilbrigðismál |
... |
13.812 |
14.720 |
|
... |
6,6 |
Menningar-, íþrótta- og trúmál |
... |
2.619 |
3.100 |
|
... |
18,3 |
Menntamál |
... |
7.292 |
7.776 |
|
... |
6,6 |
Almannatryggingar og velferðarmál |
... |
11.713 |
13.417 |
|
... |
14,5 |
Óregluleg útgjöld |
... |
984 |
1.212 |
|
... |
23,2 |
Gjöld alls |
47.897 |
49.967 |
56.895 |
|
4,3 |
13,9 |