Hoppa yfir valmynd
14. nóvember 2017 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Hátíðardagskrá dags íslenskrar tungu

Degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, verður fagnað í 22. sinn þann 16. nóvember næstkomandi. Mennta- og menningarmálaráðherra afhendir Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar við hátíðlega athöfn í menningarhúsinu Bergi á Dalvík af þessu tilefni.

Hátíðardagskrá dags íslenskrar tungu fer fram í menningarhúsinu Bergi á Dalvík kl. 15-16. Allir eru velkomnir.

Dagskráin er eftirfarandi:

♦ Hátíðardagskráin sett
♦ Myndband um raddir íslenskunnar
♦ Upplestur sigurvegara úr Stóru upplestrarkeppninni
♦ Ávarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, mennta- og menningarmálaráðherra
♦ Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar afhent af ráðherra
♦ Ávarp verðlaunahafa
♦ Ráðherra veitir sérstaka viðurkenningu
♦ Ávarp viðurkenningarhafa
♦ Upplestur sigurvegara úr Stóru upplestrarkeppninni
♦ Kirkjukór Dalvíkurkirkju flytur lag Jóns Nordal við ljóð Jónasar Hallgrímssonar

Kynnir: Eva María Jónsdóttir

Léttar veitingar í boði mennta- og menningarmálaráðuneytis

Á vef dags íslenskrar tungu eru upplýsingar um hluta af því sem fram fer í tilefni dags íslenskrar tungu. Á vefnum er einnig vísað á ýmsa sérvefi um Jónas Hallgrímsson, þar er hugmyndabanki kennara og yfirlit um þá sem hlotið hafa hin árlegu Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og viðurkenningar á degi íslenskrar tungu. Einnig er bent á facebook-síðu dags íslenskrar tungu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta