Hoppa yfir valmynd
13. desember 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Langveikum börnum tryggð heimaþjónusta áfram

Samningur Sjúkratrygginga Íslands við Heilsueflingarmiðstöðina sem annast heimaþjónustu við langveik börn hefur verið framlengdur um ótiltekinn tíma. Þetta er forgangsþjónusta sem mun verða tryggð til frambúðar segir Guðbjartur Hannesson, heilbrigðisráðherra.

Ráðherra segir mikilvægt að óvissu um heimaþjónustu við langveik börn hafi verið eytt og tryggt að ekki verði rof á þjónustunni. Heilsueflingarmiðstöðin mun vinna samkvæmt óbreyttum samningi við Sjúkratryggingar Íslands sem greiðir fyrir þjónustuna, meðan leiðir til hagræðingar verða skoðaðar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta