Hoppa yfir valmynd
14. desember 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Tannheilbrigðisþjónusta barna verði tryggð

Velferðarvaktin
Velferðarvaktin

8. desember 2010

Heilbrigðisráðherra
Guðbjartur Hannesson

Velferðarvaktin skorar á heilbrigðisráðherra að leita allra leiða til að tryggja að börn sem búa við fátækt eða aðrar erfiðar félagslegar aðstæður fái nauðsynlega tannheilbrigðisþjónustu.

Velferðarvaktin hefur haft velferð barna í brennidepli frá því vaktin var stofnuð snemma árs 2009 í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar 10. febrúar sama ár.

Á fundi stýrihóps vaktarinnar 7. desember s.l. var fjallað um tannheilsu barna með inngangserindum frá heilbrigðisráðuneyti, Lýðheilsustöð og menntasviði Reykjavíkurborgar. Fyrir liggur að hlutfall barna sem fá árlega tannheilbrigðisþjónustu er til muna lægra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum og er meðaltal skemmdra, tapaðra eða fylltra fullorðinstanna hjá 12 ára börnum hæst á Íslandi. Vitað er um börn hér á landi sem fá ekki tannheilbrigðisþjónustu, sökum fátæktar eða annarra félagslegra erfiðleika, þrátt fyrir mikla þörf.

Velferðarvaktin skorar á heilbrigðisráðherra að leita allra leiða til að tryggja að börn sem búa við fátækt eða aðrar erfiðar félagslegar aðstæður fái nauðsynlega tannheilbrigðisþjónustu. Brýnt er að leysa þennan vanda hið fyrsta.

Á framangreindum fundi kom ennfremur fram samdóma álit um nauðsyn þess að efla forvarnir í tannvernd barna með öllum tiltækum ráðum í samstarfi við foreldra, skóla, heilsugæslu og fleiri aðila. Ennfremur var bent á að dæmi eru um að fullorðið fólk fái ekki nauðsynlega tannheilbrigðisþjónustu vegna fátæktar. 

Með góðri kveðju frá velferðarvaktinni,

Lára Börnsdóttir

formaður velferðarvaktarinnar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta