Fundur með fulltrúa palestínsku heimastjórnarinnar
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund með Yasser Najjar, fulltrúa palestínsku heimastjórnarinnar gagnvart Íslandi, en Najjar er með aðsetur í Osló.
Á fundi sínum ræddu þeir ástand mála í Mið-Austurlöndum sem og fyrirhugaða heimsókn utanríkisráðherra til Gaza.