Hoppa yfir valmynd
18. október 2024 Dómsmálaráðuneytið

Svavar Pálsson settur sýslumaður á Austurlandi

Dómsmálaráðherra hefur sett Svavar Pálsson, sýslumanninn á Norðurlandi eystra, tímabundið sem sýslumann á Austurlandi frá 1. nóvember 2024 til og með 31. október 2025. Lárus Bjarnason, skipaður sýslumaður á Austurlandi lætur frá sama tíma af embætti fyrir aldurs sakir. Lárus var skipaður bæjarfógeti og síðar sýslumaður í Norður-Múlasýslu árið 1989 og síðan sýslumaður á Austurlandi árið 2015.

Svavar Pálsson mun gegna báðum embættunum á framangreindu tímabili.
Sú ákvörðun að setja sýslumann yfir tvö embætti samræmist áherslum yfirvalda í málefnum sýslumanna, þar á meðal að bæta þjónustuna við almenning með því að fella niður áhrif umdæmismarka og auka hagkvæmni við rekstur embættanna. Þannig hefur Kristín Þórðardóttir, sýslumaðurinn á Suðurlandi, verið sett tímabundið yfir embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum frá október 2023 og Birna Ágústsdóttir yfir sýslumannsembættið á Vesturlandi frá júní 2024.

Innan umdæmisins á Norðurlandi eystra getur almenningur nálgast þjónustu sýslumanns á fimm starfsstöðvum; Á Akureyri, Húsavík, Siglufirði, Þórshöfn og Dalvík. Á Austurlandi er þjónustan aðgengileg á Seyðisfirði, Eskifirði, Egilsstöðum og Vopnafirði. Um þjónustu og starfsstöðvar sýslumannsembættanna er nánar fjallað á vefsíðu embættanna,

island.is/syslumenn


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta