Hoppa yfir valmynd
17. september 2024 Innviðaráðuneytið

Aðgerðir verði mótaðar til að draga úr áhrifum flugs á Reykjavíkurflugvelli á nærsamfélagið

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra með forsvarsfólki frá íbúasamtökunum Hljóðmörk og starfsfólki innviðaráðuneytisins. - mynd

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra átti í gær fund með forsvarsfólki frá íbúasamtökunum Hljóðmörk. Samtökin eru nýstofnuð en markmið þeirra er að draga úr óþarfa flugumferð á Reykjavíkurflugvelli, einkum það sem snýr að einkaflugvélum, þyrlum og einkaþotum. Að samtökunum standa m.a. úr Hlíðum, Miðbæ, Vesturbæ Reykjavíkur og á Kársnesi í Kópavogi.

Ráðherra tók vel í erindi íbúasamtakanna og kvaðst geta tekið undir ýmis sjónarmið í málflutningi þeirra. Málið hafi þegar verið skoðað í ráðuneytinu og erindi íbúasamtakanna mjög þarft og gott innlegg í þessa umræðu.

Svandís upplýsti á fundinum að hún hefði ákveðið að setja af stað vinnu við að móta aðgerðir til að draga úr áhrifum flugs á nærsamfélagið. Það yrði gert annars vegar í samvinnu við Isavia og hins vegar í samráði við íbúa og hagaðila.

„Það er afar mikilvægt að eiga málefnalegt samtal um áhrif flugumferðar á nærsamfélagið hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég tel brýnt að finna nýjan samastað fyrir þyrluflug, sem hefur stóraukist á síðustu árum. Samtímis þarf að vinna að markvissum aðgerðum til að draga úr hávaða á flugvellinum, sem er alltof mikill og með öllu ólíðandi. Fundurinn með Hljóðmörk var mjög gagnlegur og ég hlakka til að vinna að úrlausn þessara mála í samvinnu við þessi samtök og öll þau sem koma að málinu,“ segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum