Hoppa yfir valmynd
15. október 2024 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Skipað í embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu

Martha Lilja Olsen. - mynd

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags og vinnumarkaðsráðherra hefur ákveðið að skipa Mörthu Lilju Olsen framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu.

Umsækjendur um embættið voru sex talsins.

Að loknu heildarmati var það niðurstaða ráðherra að Martha Lilja Olsen félli best að þeirri lýsingu sem kæmi fram í auglýsingu og væri hæfust umsækjenda til að gegna embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu.

Martha Lilja Olsen lauk B.A.-prófi í sagnfræði með íslensku sem aukagrein árið 2003 og M.A.-prófi í hagnýtum hagvísindum árið 2006. Martha Lilja lauk diplómu á meistarastigi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands árið 2009 og MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu árið 2019 við sama skóla.

Martha Lilja hefur starfað sem skrifstofustjóri rektorsskrifstofu Háskólans á Akureyri frá árinu 2015. Þar áður starfaði hún sem deildarstjóri rekstrardeildar Skattstofu Vestfjarðaumdæmis árin 1999–2005, kennslustjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða 2006–2011 og þýðandi hjá Þýðingamiðstöð utanríkis­ráðuneytisins árin 2011–2015.

Þá hefur Martha Lilja reynslu af rekstri á sviði opinberrar stjórnsýslu og fjárhagsáætlanagerð, auk þess sem hún hefur komið að stórum verkefnum á sviði stefnumótunar.

Þá hefur Martha Lilja öðlast þekkingu og reynslu á sviði jafnréttismála með vinnu við heildarendurskoðun á jafnréttisáætlun og innleiðingu jafnlaunastaðalsins við Háskólann á Akureyri, auk þess sem hún stýrði innri úttekt jafnlaunakerfis skólans fyrstu árin.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta