Sviðslistasjóður styrkir fjölbreytt verkefni um rúmlega 155 milljónir
Sviðslistaráð úthlutar í ár 98 milljónum króna til 12 atvinnusviðslistahópa og fylgja þeim 102 mánuðir úr launasjóði sviðslistafólks. 98 mánuðum var úthlutað til einstaklinga í úthlutun listamannalauna. Alls nemur stuðningur til sviðslistahópa og sviðslistafólks rúmlega 155 milljónum króna.
Hæstu úthlutun fá að þessu sinni Handbendi brúðuleikhús, Menningarfélagið Tvíeind og Áhugafélagið Díó. Áhersla var lögð á að veittir styrkir væru sem næst þeirri upphæð sem sótt var um.
Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra ávarpaði styrkþega við úthlutunina og fjallaði í máli sínu um mikilvægi aðgengis að fjölbreyttu menningarlífi.
„Í stefnu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á að auka aðgengi landsmanna að menningarlífi óháð efnahag og búsetu og verður það algjört forgangsmál hjá mér að ráðast í aðgerðir sem auka aðgengi.“
Umsóknarfrestur í Sviðslistasjóð rann út 1. október 2024. Alls bárust 115 umsóknir fyrir yfir 1,6 milljarða króna í sjóðinn og launasjóð sviðslistafólks.
Eftirtalin verkefni hljóta stuðning úr Sviðslistajóði og launasjóði sviðslistafólks árið 2025. Nánari upplýsingar og lýsingu á verkefnum má nálgast í frétt á vef Rannís.
Handbendi Brúðuleikhús ehf. 24.000.000 kr.
- 10.560.000 kr. úr Sviðslistasjóði og 24 mánuðir úr launasjóði sviðslistafólks.
- Sviðslistahópur: Handbendi Brúðuleikhús
- Forsvarsmaður: Greta Ann Clough
- Tegund verkefnis: Brúðuleikhús/barnaleikhús
- Heiti verkefnis: Rót/Rooted
Menningarfélagið Tvíeind, 22.000.000 kr.
- 11.920.000 kr. úr Sviðslistasjóði og 18 mánuðir úr launasjóði sviðslistafólks.
- Sviðslistahópur: Menningarfélagið Tvíeind
- Forsvarsmaður: Rósa Ómarsdóttir
- Tegund verkefnis: Listadans/ópera
- Heiti verkefnis: Sérstæðan
Áhugafélagið Díó, 18.500.000 kr.
- 10.660.000 kr. úr Sviðslistasjóði og 14 mánuðir úr launasjóði sviðslistafólks.
- Sviðslistahópur: Áhugafélagið Díó
- Forsvarsmaður: Aðalbjörg Þóra Árnadóttir
- Tegund verkefnis: Leiklist
- Heiti verkefnis: JÖTUNGÍMA KVEÐUR - minningarorð um mannkyn
Elefant, félagasamtök, 15.000.000 kr.
- 13.880.000 kr úr sviðslistasjóði og 2 mánuðir úr launasjóði sviðslistafólks.
- Sviðslistahópur: Elefant, félagasamtök
- Forsvarsmaður: Jónmundur Grétarsson
- Tegund verkefnis: Leiklist
- Heiti verkefnis: Þegar ég sé þig, sé ég mig 2.0
Menningarfélagið MurMur, 14.500.000 kr.
- 6.660.000 kr. úr sviðslistasjóði og 14 mánuðir úr launasjóði sviðslistafólks.
- Sviðslistahópur: Púðlur
- Forsvarsmaður: Kara Hergils Valdimarsdóttir
- Tegund verkefnis: Leiklist
- Heiti verkefnis: Púðlusafnið
Svipir ehf, 13.000.000 kr.
- 3.480.000 kr. úr sviðslistasjóði og 17 mánuðir úr launasjóði sviðslistafólks.
- Sviðslistahópur: Atvinnuleikhópurinn Svipir
- Forsvarsmaður: Þór Tulinius
- Tegund verkefnis: Leiklist
- Heiti verkefnis: Bústaðurinn
Sviðslistahópurinn Óður, 13.050.000 kr.
- 5.770.000 kr. úr sviðslistasjóði og 13 mánuðir úr launasjóði sviðslistafólks.
- Sviðslistahópur: Sviðslistahópurinn Óður
- Forsvarsmaður: Sólveig Sigurðardóttir
- Tegund verkefnis: Ópera
- Heiti verkefnis: Lucia di Lammermoor
Miðnætti leikhús, 12.000.000 kr.
- Styrkur úr sviðslistasjóði.
- Sviðslistahópur: Miðnætti
- Forsvarsmaður: Agnes Þorkelsdóttir Wild
- Tegund verkefnis: Barnaleikhús
- Heiti verkefnis: Hreiðrið
Felix Urbina Alejandre, 11.600.000 kr.
- Styrkur úr sviðslistasjóði.
- Sviðslistahópur: Beatiful Accidents- Felix Urbina
- Forsvarsmaður: Felix Urbina Alejandre
- Tegund verkefnis: Þverfaglegt/listdans.
- Heiti verkefnis: Song of the Rebel Flower (Látið Blómin Tala)
Kammeróperan ehf. 6.470.000 kr.
- Styrkur úr sviðslistasjóði.
- Sviðslistahópur: Kammeróperan
- Forsvarsmaður: Eggert Reginn Kjartansson
- Tegund verkefnis: Ópera
- Heiti verkefnis: Il Tabarro og Gianni Schicchi eftir G. Puccini
Haltáketti, félagasamtök, 3.000.000 kr.
- Styrkur úr sviðslistasjóði.
- Sviðslistahópur: VENUS
- Forsvarsmaður: Anna Guðrún Tómasdóttir
- Tegund verkefnis: Listdans
- Heiti verkefnis: VENUS: Ásmundarsalur
Barnamenningarfélagið Skýjaborg, 2.000.000 kr.
- Styrkur úr sviðslistasjóði.
- Sviðslistahópur: Bíbí & Blaka
- Forsvarsmaður: Tinna Grétarsdóttir
- Tegund verkefnis: Barnaleikhús
- Heiti verkefnis: Freedom of speech - evrópskt samstarfsverkefni fyrir unglinga
Um Sviðslistaráð
Sviðslistaráð starfar samkvæmt ákvæði 15. gr laga nr. 165/2019 um sviðslistir. Hlutverk Sviðslistasjóðs er að efla íslenskar sviðslistir og standa straum af öðrum verkefnum sem falla undir hlutverk og starfsemi á sviði sviðslista með úthlutun fjár úr sjóðnum til atvinnuhópa.