Hoppa yfir valmynd
20. desember 2024 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ásgeir Runólfsson skipaður skrifstofustjóri á skrifstofu fjárlaga og rekstrar

Ásgeir Runólfsson. - mynd

Ásgeir Runólfsson hefur verið skipaður skrifstofustjóri á skrifstofu fjárlaga og rekstrar í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Hann er skipaður af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, settum félags- og vinnumarkaðsráðherra við skipunina.

Ásgeir er með meistarapróf í hagfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið grunnnámi í verkfræði frá sama skóla. Hann kemur úr starfi staðgengils skrifstofustjóra á skrifstofu fjármála og innri rekstrar í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Þar sá hann um að stýra teymi sem starfaði þvert á ráðuneytið sem hélt utan um fjárlagagerð og önnur verkefni tengd lögum um opinber fjármál. Áður starfaði Ásgeir m.a. í fjármála- og efnahagsráðuneytinu á skrifstofu opinberra fjármála og við stjórnendaráðgjöf hjá Capacent.

Embætti skrifstofustjóra á skrifstofu fjárlaga og rekstrar var auglýst laust til umsóknar þann 3. september sl. og bárust alls 16 umsóknir. Fjórir umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Ráðgefandi hæfnisnefnd sem skipuð var samkvæmt 19. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011, lagði mat á hæfni umsækjenda. Að loknu heildarmati á gögnum málsins og viðtölum við þrjá umsækjendur var það mat ráðherra að Ásgeir Runólfsson væri hæfastur til að gegna embætti skrifstofustjóra.

Bjarni Benediktsson, starfandi félags- og vinnumarkaðsráðherra, ákvað að víkja sæti við meðferð og töku ákvörðunar vegna skipunarinnar og gerði það á grundvelli vanhæfis. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tók þá við málinu að undangenginni tillögu forsætisráðherra þess efnis og staðfestingu forseta.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta