Hoppa yfir valmynd
24. ágúst 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Ný reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri

Ný reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19 hefur tekið gildi. Með reglugerðinni er einstaklingum sem eru metnir minna útsettir fyrir COVID-19 veirunni heimilað að sæta smitgát í stað sóttkvíar í samræmi við endurskoðaðar leiðbeiningar sóttvarnalæknis.

Einstaklingur sem viðhefur smitgát skal takmarka samneyti við aðra eins og hægt er, og þá sérstaklega viðkvæma einstaklinga. Smitgát felur jafnframt í sér að einstaklingi ber að fylgjast vel með einkennum COVD-19 og fara í sýnatöku ef þau koma fram. Á fyrsta degi smitgátar skal einstaklingur einnig fara í hraðpróf og síðan aftur á fjórða degi. Þegar niðurstaða úr seinna hraðprófinu liggur fyrir er smitgát einstaklings aflétt.

Með reglugerðinni er auk þess gerð breyting sem tekur gildi 30. ágúst nk., og kveður á um að einstaklingur með yngra COVID-19 smit en 180 daga gömlu, sé ekki skylt að framvísa vottorði um neikvæða niðurstöðu PCR-prófs eða hraðprófs við byrðingu erlendis og komuna til landsins. Eigi einstaklingur jafnframt tengsl við Ísland þarf hann ekki að sæta sýnatöku innan tveggja daga frá komu. Undanþágan á þó einungis við ef framvísað er vottorði sem staðfestir jákvæða niðurstöðu úr PCR-prófi og er eldra en 14 daga gamalt.

Sjá reglugerð hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta