Hoppa yfir valmynd
11. desember 2024 Matvælaráðuneytið

Ísland og Færeyjar semja um fiskveiðihagsmuni

Ísland og Færeyjar hafa náð samkomulagi um fiskveiðar fyrir árið 2025. Ríkin semja um skiptingu fiskveiðihagsmuna til eins árs í senn innan rammasamnings sem undirritaður var af utanríkisráðherrum ríkjanna í október 2022.

Á ársfundi ríkjanna sem fór fram föstudaginn 6. desember var ákveðið að endurtaka fyrirkomulag skiptinga frá fyrri árum. Eins og áður munu bæði ríki hafa heimild til að veiða kolmunna og norsk-íslenska síld í lögsögum hvors annars. Færeysk skip fá enn fremur leyfi til veiða á 5.600 tonnum af botnfiski á Íslandsmiðum. EInnig úthlutun loðnu ef kvóti verður gefinn út til veiða á loðnu, Ísland fær að auki heimild til veiða á 1.300 tonnum af makríl í færeyskri lögsögu.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta