Hoppa yfir valmynd
20. janúar 2025 Matvælaráðuneytið

Óli Örn ráðinn aðstoðarmaður atvinnuvegaráðherra

Óli Örn Eiríksson er nýr aðstoðarmaður atvinnuvegaráðherra. - mynd
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur ráðið Óla Örn Eiríksson sem aðstoðarmann.

Óli Örn er viðskiptafræðingur með M.Sc. gráðu í nýsköpun og viðskiptaþróun frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS). Undanfarin ár hefur Óli Örn leitt atvinnu- og borgarþróunarteymi Reykjavíkurborgar þar sem hann hefur innleitt nýja atvinnu- og nýsköpunarstefnu, unnið að eflingu atvinnulífs í borginni og haldið utan um alþjóðleg rannsóknarverkefni. Áður starfaði Óli Örn meðal annars hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar og SÍF Group.

Óli Örn hefur þegar hafið störf.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta