Hoppa yfir valmynd
30. nóvember 2020 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Breytingar í þágu barna – samþætting þjónustu

Í dag, 30. nóvember, mun félags- og barnamálaráðherra halda kynningarfund um frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Fundurinn, sem stendur frá kl. 13- 16, verður sýndur í beinu streymi frá Hilton Reykjavík Nordica. Hér má finna upptöku frá viðburðinum (Vimeo.com).

Á yfirstandandi kjörtímabili hefur verið unnið að undirbúningi lagaumhverfis sem miðar að því að tryggja börnum og aðstandendum þeirra, snemmbæran, samþættan stuðning þvert á kerfi. Vinnan hefur verið undir forystu félagsmálaráðuneytisins en í víðtæku og þéttu samráði við fjölmarga aðila, svo sem önnur ráðuneyti, þingmannanefnd um málefni barna, félagasamtök og einstaklinga sem hafa lagt hönd á plóg. Sett var í forgang að móta frumvarp til löggjafar þar sem kveðið er á um samþættingu þjónustu í þágu barna til þess að auka samvinnu og bæta samfellu þjónustu við börn og að hagsmunir barna skuli ávallt hafðir í fyrirrúmi.

Frumvarpið hefur nú verið mótað og mun verða lagt fyrir Alþingi á næstu dögum. Af því tilefni er boðað til opins kynningarfundar þar sem öllum þeim sem áhuga hafa geta kynnt sér hvernig frumvarpið er byggt upp, hvað felst í þeirri kerfisbreytingu sem um ræðir, hvernig og hvenær kerfisbreytingin mun koma til framkvæmda, hvað slíkar breytingar munu koma til með að kosta og síðast en ekki síst, hvaða ávinningi kerfisbreyting af þessum toga mun skila samfélaginu. Ekki er þörf á skráningu á fundinn. Hér má nálgast yfirlit yfir aðgerðirnar

DAGSKRÁ FUNDARINS

13:00 Kynningarfundur hefst

13:05 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, heldur ávarp

13:20 Najat Maalla M‘jid, sérlegur sendifulltrúi aðalritara Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn börnum, heldur ávarp

13:30 Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur, fjallar um hagrænan ávinning af innleiðingu frumvarps um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna

13:50 Stutt hlé

14:15 Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður þingmannanefndar í málefnum barna, heldur ávarp

14:20 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, formaður velferðarnefndar Alþingis og meðlimur í þingmannanefnd í málefnum barna, heldur ávarp

14:25 Anna Tryggvadóttir, yfirlögfræðingur á skrifstofu barna- og fjölskyldumála í félagsmálaráðuneytinu, fer yfir frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna

15:00 Haraldur Líndal Haraldsson, hagfræðingur, & Arnar Haraldsson, viðskiptafræðingur, kynna kostnaðarmat á innleiðingu aðgerða sem felast í frumvarpi um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna

15:20 Hjördís Eva Þórðardóttir, sérfræðingur á skrifstofu barna- og fjölskyldumála í félagsmálaráðuneytinu og verkefnastjóri Barnvæns Íslands, kynnir mælaborð um velferð barna

15:45 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra slítur kynningarfundi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta