31 Húsnæðis- og skipulagsmál
Skilgreining málefnasviðs
Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð innviðaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Það skiptist í tvo málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2022–2024. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.
Útgjaldarammi - heildaryfirlit og breytingar eftir tilefnum
Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum, sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.
Heildargjöld málefnasviðs 31 Húsnæðis- og skipulagsmál árið 2024 eru áætluð 25.022,8 m.kr. og aukast um 5.884,9 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2023 eða sem svarar til 31,2%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 6.161,4 m.kr. milli ára eða sem svarar til 32,7 %.
Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhaldsráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Útgjöld ríkissjóðs.
Útgjaldarammi - hagræn skipting útgjalda
Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2021 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.
31.10 Húsnæðismál
Starfsemi málaflokksins fellur undir húsnæðisbætur, stofnframlög, vaxtabætur og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.
Helstu verkefni 2024 |
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
Markmið 1: Aukið jafnvægi á húsnæðismarkaði þar sem fjölbreytt framboð íbúða mætir þörf og þróun húsnæðis- og leiguverð er stöðug. |
||
Auka framboð íbúða og hlutfall hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. Stutt verði við tekjulága einstaklinga í gegnum lánveitingar Húsnæðissjóðs, þ.m.t. hlutdeildarlán. |
Innviðaráðuneyti, HMS |
Lánsfjárheimild í 5.gr. fjárlaga |
Auka stuðning við óhagnaðardrifin húsnæðisfélög með stofnframlögum með það að markmiði að auka framboð á leiguíbúðum á viðráðanlegu verði fyrir tekjulægri heimili. |
HMS |
5.700 m. kr. |
Markmið 2: Skilvirk stjórnsýsla og bætt starfsumhverfi mannvirkjagerðar stuðlar að auknum gæðum, öryggi, rekjanleika og hagkvæmni íbúðaruppbyggingar í jafnvægi við umhverfið |
||
Uppbygging stafrænna lausna til að bæta rauntímaupplýsingar um húsnæðismarkað, s.s. húsnæðisgrunnur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. |
HMS |
Innan ramma |
Mótun rannsóknarumhverfis mannvirkjagerðar og nýsköpunar í gegnum Ask – mannvirkjarannsóknarsjóð til að auka þekkingu og mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar, auk aðgerða til lækkunar kolefnisspors.* |
HMS |
37,5 m.kr. |
Markmið 3: Aukið húsnæðisöryggi þar sem húsnæðisstuðningi er beint til þeirra sem standa höllum fæti á húsnæðismarkaði og sköpuð eru skilyrði til að öll hafi aðgengi að öruggu og góðu húsnæði með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði. |
||
Endurskoðun húsaleigulaga m.a. til að bæta húsnæðisöryggi leigjenda. |
Innviðaráðuneyti |
Innan ramma |
Ný miðlæg leiguskrá íbúðarhúsnæðis. |
HMS |
Innan ramma |
Markmið 4: Framboð íbúða stuðlar að virkum vinnumarkaði og styður við öflug atvinnusóknarsvæði um land allt |
||
Gerð íbúðaþarfagreiningar, þ.e. greina þörf á nýjum íbúðum til að mæta áætlaðri eftirspurn á grundvelli fólksfjölgunar, óuppfylltri íbúðaþörf og niðurstöðum húsnæðisáætlunar. |
HMS og sveitarfélög |
Innan ramma |
* Verkefnið styður jafnframt við markmið í málaflokki 31.20
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 24.312,9 m. kr. og hækkar um 5.997,7 m. kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 245,4 m.kr. þ.a. nemur tekjuheimild til að standa undir launa- og verðbótum 33,7 m.kr. Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.
Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
- Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er fjárheimild málaflokksins aukin um 5.700 m.kr. vegna aukinna stofnframlaga, sbr. markmið nr. 1. Helstu verkþættir á næsta ári er aukin uppbygging íbúða innan almenna íbúðakerfisins.
- Fjárheimild til húsnæðisbóta lækkar um 500 m.kr. á milli ára þar sem áætluð fjölgun bótaþega í kjölfar hækkana tekjumarka og grunnfjárhæða hefur ekki raungerst.
- Fjárheimild til uppbyggingar á Aski, samkeppnissjóði um bygginga- og mannvirkjarannsóknir, er aukin tímabundið að fjárhæð 37,5 m. kr á móti framlagi sem fellur niður.
- Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 161,9 m. kr. og er útfært hlutfallslega niður á stofnanir og verkefni málaflokks.
31.20 Skipulagsmál
Starfsemi málaflokksins fellur undir Skipulagsstofnun og Skipulagssjóð. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðar-skiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur, o.fl. Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.
Helstu verkefni 2024 |
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
|
Markmið 1: Gagnsæ og skilvirk stjórnsýsla með áherslu á stafrænar lausnir |
|||
Endurskoðun verklags til að auka skilvirkni í málsmeðferð erinda. |
Skipulagsstofnun |
Innan ramma |
|
Innleiðing stafræns deiliskipulags og áframhaldandi þróun skipulagsgáttar. |
Skipulagsstofnun |
Innan ramma
|
|
Markmið 2: Mótun stefnu á svæðis- og landvísu |
|||
Gerð strandsvæðisskipulaga í Eyjafirði og Skjálfanda. |
Skipulagsstofnun |
Innan ramma |
|
Framfylgd aðgerða landsskipulagsstefnu. |
Innviðaráðuneyti Skipulagsstofnun |
Innan ramma |
|
Markmið 3: Vönduð skipulagsgerð byggð á traustum gögnum |
|||
Styrkja leiðbeinandi hlutverk Skipulagsstofnunar við sveitarfélög við skipulagsgerð og afgreiðslu skipulagstillagna.
|
Skipulagsstofnun |
Innan ramma |
|
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 709,9 m.kr. og lækkar um 112,8 m. kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 31,1 m. kr., þ.e. nemur tekjuheimild til að mæta launa- og verðbótum 2,2 m.kr. Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.
Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
- Fjárheimild málaflokksins lækkar um 85,0 m.kr. Um er að ræða tímabundna fjárheimild til skipulagssjóðs sem fellur niður.
- Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 17,7 m.kr. og er útfært hlutfallslega á stofnanir og verkefni málaflokks.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.