Hoppa yfir valmynd

Fylgirit með fjárlagafrumvarpi 2025

Yfirlit fylgirits fjárlaga eru í fyrsta sinn birt á gagnvirku skýrsluformi. 

Hægt er að hala niður gögnunum með því að smella á „export“ og velja á hvaða formi gögnin eru sótt (excel eða pdf). Einnig er í flestum skýrslunum hægt að velja ákveðið málefnasvið, málaflokk eða viðfang með því að smella á „parameters“ og haka við þau málefnasvið, málaflokk eða viðföng sem skýrslan á að sýna.

Forsendur fjárveitinga samkvæmt reiknilíkönum

Til samræmis við 19. gr. laga um opinber fjármál er í þessu yfirliti greint frá forsendum fjárveitinga sem byggjast á reiknilíkönum eða sérstökum reiknireglum, auk þess sem greint er frá fyrirhuguðum breytingum á líkönum eða reglum. Hér á eftir er lýsing á þeim reiknilíkönum, reiknireglum og helstu stikum sem notuð eru við skiptingu fjárheimildar í fjárveitingar til ríkisaðila fyrir eftirfarandi málefnasvið á útgjaldahlið:

  • 20 Framhaldsskólastig
  • 21 Háskólastig
  • 23 Sjúkrahúsþjónusta
  • 24 Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa
  • 25 Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta

20 Framhaldsskólastig

Reiknilíkan framhaldsskóla gegnir því hlutverki að skipta fé sem fjárveitingavaldið veitir til skólanna og styðja við fagleg, fjárhagsleg og pólitísk markmið. Við vinnu frumvarps til fjárlaga 2025 voru nemendatölur uppfærðar miðað við fyrirliggjandi gögn. Vakin er athygli á því að unnið er að uppfærslu á reiknilíkani framhaldsskóla sem kann að leiða til breytinga við 2. umræðu frumvarpsins.Gert er ráð fyrir að uppfærðar forsendur reiknilíkans verði kynntar fyrir Alþingi fyrir 2. umræðu svo þingheimur hafi tækifæri til að kynna sér þær fyrir samþykkt fjárlaga.Meginmarkmið með endurskoðun líkansins er að gera það einfaldara og gagnsærra og jafnframt að það styðji við breytingar sem orðið hafa í framhaldsskólakerfinu á síðastliðnum árum.

Verðflokkar námsbrauta

 

Verðflokkar námsbrauta frh.

 

Líkanið er samansett af eftirfarandi fjórum þáttum: Nám og kennsla, þjónustuframlag, önnur framlög til skóla og útskriftarframlag.

Við skiptingu fjárveitinga til framhaldsskóla í fjárlögum ársins 2018 voru annar og fjórði þáttur virkjaðir að hluta til og í fjárlögum ársins 2019 var fyrsti þátturinn virkjaður. Við breytingu í fjárlögum 2019 var talning framhaldsskólanemenda framkvæmd með nýju móti og framlagið tók mið af fyrirkomulagi námsbrautar í stað áfanga:

Nemandi í fullu námi. Fram til fjárlaga ársins 2018 var miðað við einingar nemenda sem skiluðu sér til prófs í lok annar. Það kölluðust ársnemendur. Nú er miðað við fjölda nemenda þremur vikum eftir upphaf annar og 60 einingar á ári, eins og kveðið er á um í aðalnámskrá. Þar sem starfsnám er yfirleitt skipulagt þannig að starfsnámsnemendur skila síður 30 einingum á önn en bóknámsnemendur skilgreinist starfsnámsnemandi í verðflokki 4, 5, 6 og 7 í fullu námi, ef skráðar námseiningar hans eru 80% af fullu námi eða meira. Nemendur í fullu námi eru aldrei fleiri en höfðatala nemenda í viðkomandi skóla.

Framlag til náms og kennslu. Námsbrautum er skipt í 11 verðflokka og tekur framlag til hvers flokks mið af fjárheimild málefnasviðs framhaldsskólastigs á hverjum tíma. Náms­brautalýsingar voru verðmetnar á grundvelli eldra reiknilíkans þar sem m.a. var tekið tillit til launa, hópastærða, húsnæðis og tækjabúnaðar.

21 Háskólastig

Í samræmi við áherslur stjórnvalda um aukin gæði og eflingu háskólastarfs hefur staðið yfir endurskoðun á forsendum fjármögnunar háskóla. Í september 2023 kynnti háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra til sögunnar nýtt fjármögnunarlíkan háskóla. Í kjölfarið voru drög að nýjum reglum um fjárframlög til háskóla birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Hinn 27. júní 2024 birtust reglur um fjárframlög til háskóla, nr. 755/2024, að teknu tilliti til þeirra umsagna sem bárust í samráðsgátt stjórnvalda. Reglurnar leystu af eldri reglur um fjárveitingar til háskóla, nr. 646/1999.

Markmið nýrra reglna er að auka gagnsæi í fjárveitingum til háskóla og hvetja til aukinna gæða í kennslu og rannsóknum. Með reglunum fylgir ítarleg greinargerð, Árangurstengd fjármögnun háskóla,sem ætlað er að varpa ljósi á þær breytur sem saman mynda nýja og árangurstengda fjármögnun háskóla.

Árangurstengd fjármögnun skiptist í þrennt: kennsluhluta, rannsóknahluta og stefnumiðaðar fjárveitingar undir yfirheitinu samfélagslegt hlutverk. Sjálfstætt starfandi háskólar sem innheimta skólagjöld fá úthlutað sem nemur 75% af því fjármagni sem þeir ella fengju vegna kennslu og rannsókna. Aðeins Háskólinn í Reykjavík innheimtir skólagjöld skólaárið 2024–2025. Vert er að nefna að þó að þessar tilteknu forsendur liggi til grundvallar árangurstengdri fjármögnun fá háskólar eina heildarupphæð frá hinu opinbera og hafa sjálf­dæmi um skiptingu fjárframlagsins innan hvers skóla. Í töflu hér að neðan má sjá hvernig framlag ríkisins árið 2025 til hvers skóla skiptist og samanburð við framlag ríkisins árið 2024.

framlag ríkisins árið 2025

* Tölurnar í töflunni eru lokatölur, eftir að skerðing hefur verið reiknuð og endurúthlutað.

Kennsluhluti

Kennsluhlutinn dreifir 60% af fjárveitingu ríkisins til háskóla og skiptist í framlög vegna ársverka nemenda og brautskráningarframlög. Ársverk nemenda eru skilgreind sem 60 ECTS-einingar sem nemandi lýkur með fullnægjandi árangri. Í stað 15 reikniflokka er nú notast við fjóra flokka, sbr. neðangreinda stuðla, sem leiðir til eftirfarandi verðgilda á hvert nemendaígildi eftir flokki miðað við þær forsendur sem fylgja hér að neðan til fjárlaga 2025:

Í stað 15 reikniflokka er nú notast við fjóra flokka

* Verð í töflunni eru fyrir skerðingu framlaga vegna kennslu og rannsókna.

Flokkun námsleiða í ofangreinda reikniflokka í fjárlagafrumvarpi 2025 má sjá í töflu neðar. Í mörgum tilfellum þegar námsleiðir eru náskyldar, eins og „Enska“ og „Akademísk enska“, er aðeins önnur þeirra í upptalningunni þótt greitt sé með báðum:

Flokkur A

Flokkur B

Flokkur C

Flokkur D

Í kennsluhluta ernotast við þriggja ára meðaltal ársverka nemenda til þess að draga úr of miklum sveiflum í fjárveitingum til háskóla á milli ára. Greitt er fyrir loknar einingar. Greitt er fyrir þær einingar sem nemendur ljúka við háskóla, þ.m.t. skiptinemar við skólann. Ekki er greitt fyrir loknar einingar sem nemandi lýkur við annan skóla. Samningar ríkis við sjálfstætt starfandi háskóla kveða á um nemendaþök og ekki er greitt með nemendum umfram þak. Ársverk nemenda dreifa 70% kennsluhluta eða 42% af heild.

Brautskráningarframlög nema 30% af kennsluhluta (18% af heild) og fara greiðslur eftir tegund prófs, sbr. neðangreinda stuðla, sem leiðir til eftirfarandi verðgilda á hverja tegund útskrifta miðað við þær forsendur sem fylgja hér að neðan til fjárlaga 2025:

Flokkun brautskráningar

Sjá nánari umfjöllun um brautskráningarframlög í greinargerð. Í töflunum hér að neðan má sjá hvernig kennsluhlutinn skiptist og forsendur um ársverk nemenda og brautskráningar hvers skóla sem framlög byggja á.

Breytur kennsluhluta

Hér koma töflur með meðaltölum skólaáranna 2021–2022 til 2023–2024. Hluti af nýjustu tölunum eru áætlanir en í þeirra stað verða rauntölur í fylgiriti fjárlaga.

Eftirfarandi sýnir meðalfjölda ársverka nemenda síðustu þriggja ára eftir háskóla og reikniflokki námsleiðar.

Ársverk nemenda

* Athugum að hér er um óskerta útreikninga að ræða. Sjálfstætt starfandi háskólar með skólagjöld eru skertir og skerðingin dreifist hlutfallslega jafnt til allra skóla.

Eftirfarandi tafla sýnir meðalfjölda brautskráninga síðustu tveggja skólaára eftir háskóla og tegund brautskráningar. Brautskráningar úr meistaranámi og viðbótarnámi á meistarastigi hafa verið vegnar m.t.t. fjölda eininga námsleiðar, sbr. stuðla í flokkum brautskráninga.

Brautskráningar, meðaltal 2022-2023

Rannsóknahluti

Rannsóknahlutinn dreifir 15% af fjárframlagi ríkis til háskóla. Dreifingin byggir á birtinga­tölfræði, brautskráningum doktorsnema og erlendum styrkjum. Í töflunum hér að neðan má sjá hvernig hlutinn skiptist og forsendur undirbreytna sem framlög byggjast á og hvernig framlög vegna rannsóknahluta dreifast.

Breytur rannsóknahluta

Rannsóknahluti, upphæðir

Birtingatölfræði

Gagnagrunnur Scopus hefur upplýsingar um tímarit og bækur. Tólinu SciVal er beitt til að greina birtingar á tímabilinu 1.1.2021–31.12.2023. Greindir eru sex ólíkir mælikvarðar skv. meðfylgjandi töflu.

Birtingatölfræði

Erlendir styrkir

Þær erlendu styrkáætlanir sem liggja til grundvallar fjárveitingu 2025 eru eftirfarandi samstarfsáætlanir Evrópusambandsins og áætlanir Nordforsk. Litið er til verkefna sem hefjast á tímabilinu 1.1.2019–31.12.2023.

  • Horizon 2020
  • Horizon Europe
  • Erasmus +
  • LIFE
  • Digital Europe
  • Nordforsk

Þetta er ekki tæmandi listi yfir erlendar sértekjur háskóla vegna styrkja en gefur vísbend­ingu um umfang. Styrkir úr þessum áætlunum eiga það sameiginlegt að bera með sér ótvíræð gæðamerki enda mikil samkeppni um þá. Framlagið í gegnum fjármögnunarlíkanið er reiknað þannig: Nordforsk-styrkjum á tímabilinu er breytt úr norskum krónum í evrur með gengi 10,5346, sem er meðalgengið á fyrrgreindu styrktímabili. Síðan eru allar evrur, sem hver skóli hefur fengið úr þessum áætlunum á tímabilinu, lagðar saman og samtalan fundin fyrir alla skólana. Þá er reiknuð út prósentuhlutdeild hvers skóla af heildinni.

Erlendir styrkir

Stefnumiðaðar fjárveitingar, samfélagslegt hlutverk

Stefnumiðaðar fjárveitingar, samfélagslegt hlutverk, dreifa fjórðungi af fjárframlagi ríkisins til háskóla í samræmi við þær forsendur sem tilgreindar eru hér að neðan.

Samfélagslegt hlutverk

Efling byggða og fjarnám, 12,8%.

Í samræmi við byggðasjónarmið og áherslur um að menntun sé gert hátt undir höfði í öllum landshlutum, sem og í samræmi við velsældaráherslur ríkisstjórnarinnar, verður fjármagni sér­staklega úthlutað til háskóla sem halda úti staðnámi á landsbyggðinni auk Háskólans á Bifröst vegna sterkra tengsla við landsbyggðina og áherslu á fjarnám.

Efling byggða og fjarnám

Sókn í STEAM, 12%.

Hlutfall háskólamenntaðra nemenda sem lokið hafa námi í raunvísindum, tæknigreinum, verkfræði, listum eða stærðfræði („STEAM“-greinum) er lægra á Íslandi en á Norður­lönd­unum. Ljóst er að þörfin fyrir fólk með þessa menntun mun aukast mikið í náinni framtíð sam­hliða frekari staf- og sjálfvirknivæðingu í samfélaginu. Markmið stjórnvalda er að hækka hlut­fall háskólamenntaðra nemenda sem ljúka námi í raunvísindum, tæknigreinum, verkfræði, list­um og stærðfræði. Markmiðið samræmist áherslu ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmálanum um að búa íslenskt samfélag undir aukna tæknivæðingu, fjölga fólki með fjölbreyttan bakgrunn með tækni-, lista- og raungreinamenntun og auka samkeppnishæfni með því að hlúa að skapandi hugsun, þekkingu og vísindum. Framlagið skiptist í jöfnum hlutföllum á milli þriggja skóla, HÍ, HR og LHÍ, á grundvelli þess náms sem þeir bjóða upp á.

Sókn í STEAM

Stefna háskóla, 20%.

Fjárveiting er tengd við stefnumótun skólanna og fjármagn ætlað innleiðingu hennar. Í fyrstu dreifist fjármagn sem fall af úthlutun úr kennslu- og rannsóknalíkani en mun framvegis ráðast af hve vel innleiðing gengur, umfangi stefnu o.s.frv.

Stefna háskóla

Stuðningur við fámennar, mikilvægar grunngreinar, 4%.

Kennsluhluti fjármögnunarlíkansins er fjöldadrifinn en ekki er raunhæft að allar náms­greinar geti staðið undir sér í slíku kerfi. Sumar námsgreinar eru fámennar en þjóðhagslega mikilvægar, fyrir ýmsar sakir.

Prósentu af heildarfjármagni verður varið í stuðning við fámennar, mikilvægar grunn­greinar. Forsendur þess að geta fengið þennan stuðning eru þær að sambærileg námsleið sé ekki kennd við annan skóla á Íslandi, að fámennið sé viðvarandi, að námsleiðin sé ekki í hæsta reikniflokki og að skólinn þiggi ekki þegar sértækan byggðastuðning í fjármögnunarlíkaninu. Fyrir fjárlagafrumvarp 2025 fellur Háskóli Íslands einn undir þessi skilyrði.

Stuðningur við fámennar, mikilvægar grunngreinar

Kennsluauki, 20%.

Þessi liður dreifist í samræmi við fjölda skráðra nemenda og er ætlað að koma til móts við þá staðreynd að öllum nemendum fylgir kostnaður, ekki einungis þeim sem standast námsmat. Notast er við tölur frá Hagstofu Íslands. Útreikningar fyrir fjárlagafrumvarp 2025 miðast við fjölda skráðra nema haustið 2023.

Kennsluauki

Rannsóknarauki, 20%.

Þessi liður dreifist að tveimur fimmtu eftir ritrýndum birtingum í íslenskum tímaritum og þremur fimmtu eftir ársverkum akademískra starfsmanna. Taldar voru ritrýndar greinar í eftirfarandi íslenskum tímaritum á tímabilinu 2020–2022:

Rannsóknarauki

Ef höfundur að ritrýndri grein í einu þessara tímarita er merktur háskóla fær háskólinn stig. Þótt höfundarnir séu margir fær háskólinn aðeins eitt stig. Séu höfundar að einni grein frá þremur háskólum fær hver háskóli eitt stig.

Upplýsingar um ársverk akademískra starfsmanna eru meðaltal áranna 2020–2022.

Rannsóknarauki

Innleiðing, 11,2%.

Til að gefa háskólum færi á að aðlagast nýrri fjármögnun er sérstakt innleiðingarframlag. Framlagið fjarar út með tímanum og fjármagnið færist yfir á aðrar stefnumótandi fjárveitingar. Fyrir fjárlagafrumvarp 2025 er innleiðingin reiknuð að lokum, þegar búið er að dreifa 97,2% af heildar­framlagi. Innleiðingin jafnar alla háskóla upp að fjárlögum 2024 og dreifir rest eftir hlutföllum úr kennslu- og rannsóknarhluta. Reiknað er með að innleiðing minnki með hverju ári og dreifist á aðra liði fjármögnunarlíkans.

Innleiðing

Í töflunum hér að neðan má sjá hvernig stefnumiðaðar fjárveitingar skiptast og forsendur undirbreytna sem framlög byggjast á, sjá nánar í greinargerð.

Samfélagslegt hlutverk

23 Sjúkrahúsþjónusta

Meðal markmiða heilbrigðisstefnu til ársins 2030 eru skilvirk þjónustukaup. Undir það markmið fellur t.a.m. innleiðing á nýju fjármögnunarkerfi sjúkrahúsþjónustu, sem m.a. byggist á DRG (Diagnosis Related Groups, þ.e. flokkun samkvæmt greiningu), alþjóðlegu flokkunar­kerfi sjúkdóma, til kaupa á allri sjúkrahúsþjónustu. Fyrir utan DRG-fjármögnun er sjúkrahús­þjónusta fjármögnuð með þrennum hætti: Sérstök fyrirmæli – kostnaður sem fellur til við klín­íska þjónustu sem ekki fellur að DRG-kerfinu vegna ófyrirsjáanleika, t.a.m. í eftirspurna­sveiflum og mismunandi legu-/meðferðartíma (dæmi: geðheilbrigðisþjónusta og bráða­móttaka). Skipulagskostnaður – nær yfir menntun, rannsóknir og fasteignir að undanskildum þeim sem falla undir DRG-fjármögnun. Önnur fjármögnun – utanaðkomandi fjármögnun eins og greiðslur vegna þjónustu við ósjúkratryggða.

DRG-kerfinu er ætlað að skapa hvata til að stytta legutíma, auka framleiðni og lækka þar með kostnað í heilbrigðiskerfinu til framtíðar. Frá og með árinu 2022 hefur klínísk starfsemi Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri verið reiknuð m.t.t. fjármagns samkvæmt þessu kerfi, þ.e. í samræmi við umfang þjónustu.

Þjónustutengd fjármögnun byggist á því að þjónusta sjúkrahúsanna er greind niður í flokka samkvæmt sjúkdómaflokkunarkerfi. Hver flokkur lýsir umfangi þeirrar þjónustu sem liggur að baki, t.d. vegna tiltekinna aðgerða eða meðferðar við tilteknum sjúkdómum. Umfangið er mælt í svokölluðum DRG-einingum. Greiðslur fyrir aðgerð eða meðferð ráðast af fjölda DRG-eininga þar sem einingaverðið er fast og fyrir liggur hversu margar DRG-einingar hver aðgerð eða meðferð felur í sér að meðaltali.

Þjónustutengd fjármögnun hefur verið rúmlega 50% af heildarfjármögnun sjúkrahúsanna skv. fjárlögum undanfarinna ára. Framleiðsluáætlanir Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri hljómuðu upp á samtals 49.301 einingu á árinu 2024 og munu áætlanir ársins 2025 byggja á þeim grunni að teknu tilliti til launa- og verðlagsbreytinga og aðhaldskröfu ársins 2025 við útreikning. 

Samkvæmt samningum milli Sjúkratrygginga, Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri er greitt aukalega fyrir framleiðslu umfram framleiðsluáætlun að fullu upp að 4% en 30% fyrir framleiðslu eftir það upp að því hámarki sem ákvarðað er í fjárlögum. Fjárlagaliður fram­leiðslutengdrar fjármögnunar, eða svokallaður DRG-pottur, er til staðar fyrir þessi tilfelli.  Nemur potturinn 1.646 m.kr. á árinu 2025. Mikilvægt er að í kerfinu sé innbyggður hvati til að takast á við aukna eftirspurn eftir þjónustu og stuðla að skilvirkari framleiðslu. Gert er ráð fyrir áfram verði unnið að mótun framtíðarsýnar og stefnu fyrir DRG-kerfið á árinu 2025 í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið og Sjúkratryggingar.

Á næstu misserum verður unnið að því að skoða möguleika þess að sjúkrahús heilbrigðis­stofnana á landsbyggðinni, og eftir atvikum aðrir þjónustuveitendur, verði fjármögnuð á þennan hátt.

24 Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Í heilsugæslu eru tvö fjármögnunarlíkön, þ.e. fyrir höfuðborgarsvæðið annars vegar og landsbyggðina hins vegar. Fjármögnunarlíkan fyrir heilsugæslur á landsbyggðinni tók gildi í ársbyrjun 2021 og er í grunninn byggt upp á sama hátt og kerfið sem verið hefur við lýði á höfuðborgarsvæðinu frá 2017, en þó með nokkrum nauðsynlegum viðbótum.

Samkvæmt kerfunum endurspeglar framlag til rekstrar hverrar stöðvar fjölda einstaklinga sem skráðir eru á stöðina, auk þess sem tekið er tillit til ýmissa þátta eins og sjúkdómsbyrði og félagslegra aðstæðna einstaklinga ásamt viðmiðum sem snúa að gæðum þjónustunnar. Til­gangur kerfanna er að auka gæði og skilvirkni í þjónustu heilsugæslustöðva landsins. Kostn­aður vegna húsaleigu er fyrir utan reiknilíkönin sem og gjöld vegna heimahjúkrunar, heil­brigðisþjónustu við fanga, sjúkraflutninga, geðheilsuteyma og sérnámsstöðugildi lækna og hjúkrunarfræðinga.

 Skipting heildarfjármuna til heilsugæslustöðva byggja á þáttum sem sjá má í eftirfarandi töflum. Frá því að líkanið tók gildi á höfuðborgarsvæðinu hefur fjárframlag til geðheilbrigðis­þjónustu verið aukið jafnt og þétt.

Í samræmi við Heilbrigðisstefnu til ársins 2030 var nýju átaksverkefni, sem snýr að heilsu­vernd og heilsueflingu eldra fólks og einstaklinga með fjölþættan og/eða langvinnan heilsu­vanda, bætt við árið 2020, auk þess sem fjármagn vegna félagsþarfavísitölu var aukið á árinu.

Fjármögnunarlíkönin ná til 51 heilsugæslustöðvar, 19 eru innan höfuð­borgar­svæðis­líkansins (fjórar í einkarekstri) og 32 innan landsbyggðarlíkansins. Heilsugæslu­stöðvarnar á landsbyggðinni  heyra undir sex heilbrigðisstofnanir og eru margar þeirra með minni stöðvar (heilsugæslusel) sem hafa takmarkaðan opnunartíma og eru starfsstöðvar á lands­byggðinni í heild sinni 56. Árið 2023 tók til starfa ný einkarekin heilsugæslustöð í Reykjanesbæ og fyrir liggur undirrituð viljayfirlýsing við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um opnun nýrrar heilsu­gæslustöðvar í Suðurnesjabæ á árinu 2025. Heilsugæslu Grindavíkur hefur aftur á móti verið lokað tímabundið.

Fjárheimildir til starfsemi heilsugæslustöðva, án fyrrgreindra þátta sem eru utan kerfis, eru áætlaðar rúmlega 27 ma.kr. á árinu 2025 og þar af er áætlaður rúmlega helmingur fjár­magnsins til dreifingar innan höfuðborgarsvæðislíkansins og tæplega helmingur til dreifingar innan landsbyggðarlíkansins. Verður fjárheimildunum dreift eftir þeim þáttum reiknilíkananna sem sjá má í meðfylgjandi töflum.  

Fjármögnunarlíkan heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu

Í janúar 2022 setti heilbrigðisráðherra á laggirnar starfshóp með það að markmiði að skila tillögum að breytingum við núverandi lýsingar fjármögnunarlíkananna. Í kjölfarið voru gerðar umtalsverðar breytingar sem tóku gildi í ársbyrjun 2022. Þar má helst nefna aukið vægi félags­þarfavísitölu, breytt greiðslufyrirkomulag vegna vísitölunnar og uppfærsla á útreikningi hennar; breytt greiðslufyrirkomulag vegna túlkaþjónustu; sérstakar greiðslur vegna stofnunar miðlægs lyfjakorts; ný gæðaviðmið í stað fjögurra sem falla út og breyttur útreikningur á hlut­deild veittrar þjónustu. Þá er bætt við sérstöku virðisaukaskattsálagi fyrir einkareknar heilsu­gæslustöðvar sem fá ekki endurgreiddan virðisaukaskatt á sama hátt og opinberar stöðvar. Samhliða þessum breytingum var fjármagn til dreifingar innan kerfanna aukið um 1,3 ma.kr. á föstu verðlagi. 

Fjármögnunarlíkan heilsugæslu á landsbyggðinni

25 Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta

Í gildi eru samningar milli Sjúkratrygginga Íslands við rekstraraðila hjúkrunarheimila um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila. Samningarnir gilda til loka mars 2025. Samningarnir taka til þjónustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum á hjúkrunarheimilum sem ekki eru með fastar fjárveitingar. Þeir byggjast á einingarverðum sem ráðast af eftirfarandi þáttum:

  • Grunngjald fyrir dvalarkostnað, grunnheilbrigðisþjónustu og hjúkrunarþjónustu.
  • Breytileiki milli heimila byggir á hjúkrunarþyngd íbúa í hjúkrunarrýmum sem miðast við RUG-stuðul sem reiknaður er út frá vegnu meðaltali hjúkrunarþyngdar íbúa í svokölluðu RAI-mati.
  • Húsnæðisgjald reiknast út frá stærð heimilis en auk þess er álag reiknað vegna óhagræðis í rekstri minni heimila.
  • Sérstakar greiðslur eru vegna sérhæfðrar þjónustu, vegna langvinnra sjúkdóma, dvalar á sjúkrastofnunum og annarra kostnaðarútlaga sem hjúkrunarheimilin þurfa að greiða. Sér­stök ákvæði eru í samningnum um meðhöndlun þessara liða.

Rekstrar- og þjónustusamningar1

 

Rekstrargrunnur, m.kr. Áb. 2024 2025 2026 2027 Gildir til
04 Utanríkismál
 
 
 
 
 
 
04.10 Utanríkisþjónusta og stjórnsýsla utanríkismála 60 99 99 99
Neytendastofa,tæknil. reglur um vörur og fjarþjónustu UTN 3 3 3 3 Ótímab.
Samningur við Securitas um öryggisgæslu UTN 57 96 96 96 Ótímab.
04.20 Utanríkisviðskipti 1.164 1.234 1.304 1.374
Samningur við Íslandsstofu UTN 1.164 1.234 1.304 1.374 2024
04.30 Samstarf um öryggis- og varnarmál 2.730 2.667 2.667 2.667
Samningur við Ríkislögreglustjóra UTN 125 62 62 62 2025
Samningur við Landhelgisgæslu Íslands UTN 2.605 2.605 2.605 2.605 2026
05 Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla
 
 
 
 
 
 
05.10 Skattar og innheimta 979 940 940 940
Skattvinnslukerfi FJR 550 520 520 520 Ótímab.
Tollvinnslukerfi FJR 429 420 420 420 Ótímab.
05.30 Fjármálaumsýsla ríkisins 1.084 1.084 1.084 1.084
Tekjubókhaldskerfi FJR 415 415 415 415 Ótímab.
Fjárhags- og mannauðskerfi FJR 669 669 669 669 Ótímab.
05.40 Stjórnsýsla ríkisfjármála 2.256 2.422 2.439 2.477
Samningur um rafræna auðkenningu . FJR 180 198 228 228 2024
Aðild að NIIS FJR 130 130 130 130 Ótímab.
Samningur um Microsoft hugbúnaðarleyfi FJR 1.720 1.858 1.895 1.933 2026
Hagstofa og Kjararannsókn.nefnd opinb. FJR 14 14 14 14 2027
Rannís FJR 50 50 2025
Lánaumsýsla ríkisins FJR 162 172 172 172 Ótímab.
07 Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar
 
 
 
 
 
 
07.20 Nýsköpun, samkeppni og þekkingargreinar 30 30 30
Kvikmyndamiðstöð Íslands (endurgreiðslukerfi) MVF 30 30 30 2026
08 Sveitarfélög og byggðamál
 
08.20 Byggðamál 241 203 201 199
Samningar við sjö landshlutasamtök um atvinnuþ. IRN 241 203 201 199 2027
09 Almanna- og réttaröryggi
 
 
 
 
 
 
09.10 Löggæsla 860 910 910 910
Neyðarlínan DMR 687 725 725 725 2026
Slysavarnarfélagið Landsbjörg DMR 173 185 185 185 2026
10 Rétt. einstakl., trúmál og stjórnsýsla dómsmála
 
 
 
 
 
 
10.40 Stjórnsýsla dómsmálaráðuneytis 17 17 17 17
Íslensk ættleiðing DMR 17 17 17 17 2024
11 Samgöngu- og fjarskiptamál
11.10 Samgöngur 13.024 18.746 11.175 10.240
Áætlunarakstur á landsbyggðinni IRN 1.580 1.580 2025
Flugleið Bíldudalur IRN 223 195 2025
Flugleið Gjögur IRN 73 62 2025
Flugleið Grímsey IRN 45 11 2025
Flugleið Hornafjörður IRN 342 420 420 278 2027
Flugleið Húsavík IRN 14 2024
Flugleið Vestmannaeyjar IRN 20 2024
Flugleið Vopnafjörður - Þórshöfn IRN 132 33 2025
Rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldur IRN 901 300 2025
Rekstur Grímseyjarferjunnar Sæfara IRN 240 240 2025
Rekstur Hríseyjarferjunnar Sævar IRN 180 180 2025
Rekstur Mjóafjarðarferjunnar Björgvin IRN 40 40 25 2026
Rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfur IRN 818 818 818 2026
Samgöngusáttmáli á höfuðborgarsvæðinu IRN 2.505 6.721 6.771 6.821 2033
Samningur um Vaktstöð siglinga IRN 342 342 2025
Samtök sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu IRN 906 3.141 3.141 3.141 2027
Þjónustusamningur við Isavia innanlands IRN 4.663 4.663 2025
11.30 Stjórnsýsla innviðaráðuneytis 84 87 86 85
Slysavarnarskóli sjómanna IRN 84 87 86 85 2029
12 Landbúnaður
12.20 Rannsóknir, þróun og nýsköpun í landbúnaðarmál 482 592 592 496
Matís ohf./Þjónustusamningur um matvælaranns. MAR 482 592 592 496 2024
14 Ferðaþjónusta
14.10 Ferðaþjónusta 43 23
Ferðamálastofa MVF 18 18 2025
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu MVF 25 5 2025
17 Umhverfismál
17.50 Stjórnsýsla umhverfismála 26 26 28 28
Samningur um grænfánaverkefnið URN 26 26 28 28 2026
18 Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál
18.20 Menningarstofnanir 1.284 1.291 1.279 1.266
Harpa - tónlistar- og ráðstefnuhús MVF 1.269 1.276 1.264 1.251 2046
Þjóðleikhúsið MVF 15 15 15 15 2028
18.30 Menningarsjóðir 36 34 34
Rannsóknamiðstöð Íslands - RANNÍS MVF 36 34 34 2026
19 Fjölmiðlun
19.10 Fjölmiðlun 6.105 6.495 6.795 7.055
Ríkisútvarpið MVF 6.105 6.495 6.795 7.055 2027
20 Framhaldsskólastig
20.10 Framhaldsskólar 8.085 8.527 7.946 7.946
Fisktækniskóli Íslands ehf MRN 75 75 75 75 2026
Keilir, frumgreinanám og annað nám á framh.sk. MRN 409 409 2024
Kvikmyndaskóli Íslands MRN 160 160 2024
Menntaskóli Borgarfjarðar MRN 309 334 334 334 2024
Myndlistarskólinn í Reykjavík MRN 167 178 178 178 2024
Tækniskólinn MRN 5.218 5.529 5.529 5.529 2024
Verzlunarskóli Íslands MRN 1.734 1.831 1.831 1.831 2025
Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins MRN 12 12 2027
21 Háskólastig
21.10 Háskólar og rannsóknastarfsemi 8.445 9.747 9.676 9.606
Þjónustusamningur við Háskólann á Bifröst HVIN 750 946 946 946 2027
Þjónustusamningur við Háskólann í Reykjavík HVIN 5.102 5.547 5.547 5.547 2027
Listaháskóli Íslands, kvimyndanám HVIN 141 141 71 2026
Þjónustusamningur við Listaháskóla Íslands HVIN 1.994 2.648 2.648 2.648 2026
Þekkingarsetur Vestmanneyja HVIN 37 28 28 28 2023
Háskólafélag Suðurlands HVIN 31 32 32 32 2023
Þekkingarsetur Suðurnesja HVIN 27 28 28 28 2023
Háskólasetur Vestfjarða HVIN 149 154 154 154 2023
Textílmiðstöð Íslands HVIN 26 27 27 27 2023
Þekkingarnet Þingeyinga HVIN 67 70 70 70 2023
Austurbrú HVIN 121 126 126 126 2023
23 Sjúkrahúsþjónusta
23.10 Sérhæfð sjúkrahúsþjónusta 59.232 62.609 66.177 69.949
Samningur við Landspítala um þjón. HRN 51.506 54.442 57.545 60.825 2027
Samningur við Sjúkrahúsið á Akureyri um þjón. HRN 7.727 8.167 8.632 9.124 2027
24 Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa
24.20 Sérfræðiþjónusta og hjúkrun 28.843 30.306 30.306 30.306
Samningur sérgreinalækna HRN 13.390 14.072 14.072 14.072 2028
Barnalæknaþjónustan ehf. HRN 158 166 166 166 2024
HUH heimilislæknar utan heilsugæslu HRN 137 144 144 144 Ótímab.
Samningar um myndgreiningu HRN 2.200 2.312 2.312 2.312 2024
Samningar um sýnarannsóknir HRN 1.384 1.455 1.455 1.455 Ótímab.
Samningur um heilbrigðisþjónustu í fangelsum HRN 127 134 134 134 Ótímab.
Augasteinsaðgerðir HRN 126 132 132 132 2024
Biðlistaaðgerðir HRN 1.000 1.056 1.056 1.056 2024
Sérhæfð heimahjúkrun barna HRN 42 44 44 44 2024
Samningar um tannlækningar HRN 9.715 10.192 10.192 10.192 2029
Ljósmæður í heimaþjónustu HRN 565 598 598 598 2024
24.30 Sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun 8.505 8.989 8.989 8.989
Samningar um sjúkraþjálfun HRN 7.680 8.118 8.118 8.118 2029
Samningar um iðjuþjálfun HRN 39 41 41 41 2024
Endurhæfing fatlaðra Kópavogi HRN 115 121 121 121 2025
Talmeinafræðingar HRN 561 593 593 593 2024
Þverfagleg endurhæfing - Þraut hf. HRN 109 116 116 116 2023
24.40 Sjúkraflutningar 3.571 3.790 3.790 3.790
Samningur um sjúkraflug HRN 650 680 680 680 2026
Samningar um sjúkraflutninga HRN 2.610 2.786 2.786 2.786 2027
Samningur við Rauða kross Íslands um útv. HRN 311 324 324 324 2024
24.10 Heilsugæsla 6.386 7.033 7.033 7.033
Samningur um þjónustu heilsugæslu, Lágmúla HRN 666 732 732 732 2024
Læknavaktin samningur um vaktþjónustu . HRN 819 831 831 831 2024
Samningur um þjónustu heilsugæslu, Salastöðin HRN 708 778 778 778 2024
Samningur um þjónustu heilsugæslu, Höfði HRN 1.024 1.152 1.152 1.152 2024
Samningur um þjónustu heilsugæslu, Höfði HRN 100 107 107 107 2024
Samningur um þjónustu heilsugæslu,Urðarhvarf HRN 472 519 519 519 2024
Samningur um heimahjúkrun í Reykjavík HRN 2.598 2.915 2.915 2.915 2024
25 Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta
25.10 Hjúkrunar- og dvalarrými 49.688 55.734 55.734 55.734
Akureyri, leiga á hjúkr.heimili HRN 137 142 142 142 2052
Bolungarvík, leiga á hjúkr.heimili HRN 29 30 30 30 2054
Borgarbyggð, leiga á hjúkrunarheimili HRN 101 104 104 104 2052
Múlaþing, leiga á hjúkrunarheimili HRN 90 93 93 93 2054
Garðabær, leiga á hjúkrunarheimili HRN 170 177 177 177 2052
Hafnarfjörður, leiga á hjúkrunarheimili HRN 163 169 169 169 2058
Ísafjarðarbær, leiga á hjúkrunarheimili HRN 88 91 91 91 2054
Mosfellsbær, leiga á hjúkrunarheimili HRN 92 95 95 95 2052
Reykjanesbær, leiga á hjúkrunarheimili HRN 167 174 174 174 2053
Safnatröð, leiga á hjúkrunarheimili HRN 104 108 108 108 2058
Samningar SÍ við hjúkrunarheimilin HRN 46.675 52.547 52.547 52.547 2025
Sóltún, Reykjavík HRN 1.874 2.003 2.003 2.003 2027
25.20 Endurhæfingarþjónusta 6.352 6.580 6.580 6.580
SÁÁ HRN 1.479 1.529 1.529 1.529 2024
HL stöðvarnar, Reykjavík og Akureyri HRN 84 89 89 89 2024
Reykjalundur HRN 2.534 2.660 2.660 2.660 2024
Hlein HRN 238 250 250 250 2024
Heilsustofnun NLFÍ Hveragerði, endurhæfing HRN 1.129 1.196 1.196 1.196 2024
Samningur um sjúkraþjálfun fyrir fatlaða HRN 114 121 121 121 2025
Endurhæfingarstöð Styrktarfélags lamaðra HRN 323 342 342 342 2023
Ljósið HRN 329 279 279 279 2024
Alzheimersamtökin HRN 81 86 86 86 2024
Parkinsonsamtökin HRN 40 28 28 28 2024
29 Fjölskyldumál
29.40 Annar stuðningur við fjölskyldur og börn 81 84 84 84
Samingur um rekstur sambýlis á Kópavogsbr. FRN 81 84 84 84 2028
35 Alþjóðleg þróunarsamvinna
35.10 Þróunarsamvinna 847 847 847 847
GRÓ Þekkingarmiðstoð þróunarríkja - framlag UTN 847 847 847 847 2023
Samtals
210.538
231.144
226.841
229.801

1Vakin er athygli á því að þar sem samningsupphæð vantar getur ýmist verið um tímabundinn samning að ræða eða eftir á að taka ákvörðun um endurnýjun samnings.

Styrktar- og samstarfssamningar1

 

Rekstrargrunnur, m.kr. Áb. 2024 2025 2026 2027 Gildir til
04 Utanríkismál
 
 
 
 
 
 
04.10 Utanríkisþjónusta og stjórnsýsla utanríkismála
91 88 82 18
Mannréttindaskrifstofa Íslands, samstarfssamningur UTN 4


2024
Samstarfssamningur við Alþjóðamálastofnun UTN 6 6

2025
Fulbright stofnunin á Ísl., norðurslóðasamstarf UTN 4 3 3 3 2026
Norðurslóðanet Íslands UTN 29 29 29
2026
Norska utanríkisráðuneytið, samvinna um rannsóknir á UTN 21 22 22
2026
Háskólinn á Akureyri - samstarf um norðurslóðasverke UTN 12 12 12
2026
Hringborð Norðurslóða - samkomulag um samstarf. UTN 15 15 15 15 2026
07 Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar
 
 
 
 
 
 
07.20 Nýsköpun, samkeppni og þekkingargreinar
379 379 274 141
Háskólinn á Bifröst ses. MVF 20 20

2026
Hönnunarsafn Íslands. MVF 10 10

2025
Íslandsstofa (Film in Iceland) MVF 15 15 15
2026
Íslandsstofa (Skapandi Ísland). MVF 35 35

2025
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs MVF 40 40

2025
Auðna Tæknitorg. HVIN 50 50 50 50 2024
Tæknisetur þjónustusamningur HVIN 118 118 118
2026
Klak Innovit HVIN 20 20 20 20 2026
FabLab - Háskólafélag Suðurlands Selfossi HVIN 5 5 5 5 2026
FabLab - Þekkingarsetur Vestmannaeyja HVIN 12 12 12 12 2026
FabLab - Höfn í Hornarfirði. HVIN 5 5 5 5 2026
FabLab - Neskaupstaður HVIN 5 5 5 5 2026
FabLab - Þekkingarnet Þingeyinga Húsavík HVIN 5 5 5 5 2026
FabLab - Fabey Akureyri HVIN 5 5 5 5 2026
FabLab - Hátæknisetur Sauðárkróki HVIN 5 5 5 5 2026
FabLab - Menntaskólinn á Ísafirði. HVIN 5 5 5 5 2026
FabLab - Akraneskaupstaður HVIN 5 5 5 5 2026
FabLab - Fjölbrautaskólinn í Breiðholti HVIN 14 14 14 14 2026
FabLab - Fjölbrautaskóli Suðurnesja HVIN 5 5 5 5 2026
08 Sveitarfélög og byggðamál
 
 
 
 
 
 
08.20 Byggðamál
751 620 623 424
Byggðaáætlun, styrktarsamningar v/ aðgerð A.9 IRN 15 15 15
2026
Byggðaáætlun, styrktarsamningar v/ aðgerð C.1 IRN 135 135 170
2026
Byggðaáætlun, styrktarsamningar v/aðgerð A.10. IRN 20 15 10
2026
Innviðauppbygging í Langanesbyggð, staða verkefnisst. IRN 8 8

2025
Rannsóknasetur í byggða- og sveitarstjórnarmálum. IRN 12 12

2025
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, styrktarsamningur me IRN 3 3

2025
Sóknaráætlanir landshluta IRN 558 432 428 424 2029
09 Almanna- og réttaröryggi
 
 
 
 
 
 
09.10 Löggæsla
12 12 12 12
Rannsóknarmiðstöð H.Í í jarðskjálftafræðum. DMR 12 12 12 12 Ótímab.
10 Rétt. einstakl., trúmál og stjórnsýsla dómsmála
 
 
 
 
 
 
10.20 Trúmál
4.343 4.507 4.507 4.507
Þjóðkirkja Íslands DMR 4.343 4.507 4.507 4.507 2034
12 Landbúnaður
 
 
 
 
 
 
12.10 Stjórnun landbúnaðarmála
18.352 18.937 18.812 18.812
Búnaðarlagasamningur. MAR 1.781 1.842 1.834 1.834 2026
Samningur um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuaf MAR 1.111 1.149 1.144 1.144 2026
Samningur um starfsskilyrði nautgriparæktar MAR 8.934 9.215 9.150 9.150 2026
Samningur um starfsskilyrði sauðfjárræktar MAR 6.526 6.732 6.685 6.685 2026
13 Sjávarútvegur og fiskeldi
 
 
 
 
 
 
13.20 Rannsóknir, þróun og nýsköpun í sjávarútvegi
3 3 3 3
Framlag til Hafréttarstofnunar. MAR 3 3 3 3 Ótímab.
14 Ferðaþjónusta
 
 
 
 
 
 
14.10 Ferðaþjónusta
38 21


Hagstofa Íslands (Ferðaþjónustureikningar) MVF 15 15

2025
Íslenski ferðaklasinn. MVF 15 4

2025
Vegagerðin / Varða /Myndastopp MVF 8 2

2025
15 Orkumál
 
 
 
 
 
 
15.10 Stjórnun og þróun orkumála
85 85 85 85
Orkubú Vestfjarða, framl.kostn.raforku, Flatey URN 17 17 17 17 2026
RARIK, framl.kostn. Raforku, Grímsey URN 60 60 60 60 2026
RARIK, framl.kostn. Raforku, Grímsstaðir. URN 8 8 8 8 2026
18 Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál
 
 
 
 
 
 
18.10 Safnamál
74 256 464 246
Akureyrarbær MVF 10 10

2025
Rekstrafélagið Gríma (Listasafns Sigurjóns Ólafssona MVF 20 20 20
2026
Síldarminjasafn Íslands ses. MVF 17 17 17
2026
Skagafjörður (Menningarhús í Skagafirði) MVF 27 209 428 246 2027
18.20 Menningarstofnanir
144 145 64

Fischersetur á Selfossi MVF 4 4 4
2026
Listahátíð í Reykjavík MVF 51 51 51
2026
Snorrastofa MVF 52 52

2025
Stórsveit Reykjavíkur. MVF 7 8 9
2026
Vesturfarasetrið ses MVF 30 30

2025
18.30 Menningarsjóðir
212 212 48

List án landamæra MVF 6 6

2025
Rithöfundasamband Íslands MVF 8 8 8
2026
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands MVF 8 8

2025
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. MVF 40 40 40
2026
Tónlistarmiðstöð MVF 150 150

2025
18.40 Íþrótta- og æskulýðsmál
1.152 1.152 1.114 1.114
Afrekssjóður ÍSÍ MRN 392 392 392 392 2024
Bandalag íslenskra skáta. MRN 43 43 43 43 2024
Bridgesamband Íslands. MRN 14 14 14 14 2027
Ferðasjóður ÍSÍ. MRN 127 127 127 127 2024
Íþrótta- og ólympíusamband Íslands MRN 272 272 272 272 2024
Íþróttasamband fatlaðra MRN 40 40 40 40 2024
KFUM og KFUK á Íslandi. MRN 40 40 40 40 2024
Lyfjaeftirlit Íslands MRN 38 38

2025
Landssamband æskulýðsfélaga. MRN 12 12 12 12 2024
Skáksamband Íslands MRN 39 39 39 39 2024
Ungmennafélag Íslands. MRN 136 136 136 136 2024
20 Framhaldsskólastig
 
 
 
 
 
 
20.10 Framhaldsskólar
902 702 600 125
Dansrækt JSB. MRN 53



Fjölsmiðjan á Akureyri. MRN 5 5 5 5
Fjölsmiðjan í Kópavogi MRN 33 33 33 33
Fjölsmiðjan Suðurnesjum MRN 5 5 5 5
Iðan fræðslusetur. MRN 82 82 82 82
Klassíski listdansskólinn. MRN 55



Listdansskóli Íslands MRN 61



Ljósmyndaskólinn ehf. MRN 40



Lýðskólinn á Flateyri MRN 60 60


Menntaskólinn í tónlist. MRN 475 475 475

Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) MRN 16 16


Slysavarnaskóli sjómanna, MRN 6



Verkiðn, Skills Ísland - keppni í iðn-& verkgr. MRN 10 26


21 Háskólastig
 
 
 
 
 
 
21.10 Háskólar og rannsóknastarfsemi
103 102 93 86
Þekkingarsetur Kaupvangi, Vopnafirði. HVIN 13 14 14 14 2023
Þekkingarsetur Nýheimar ses HVIN 27 28 28 28 2023
Menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna. HVIN 32 29 29 29 2026
Landssamtök íslenskra stúdenta HVIN 12 12 12 12 2028
Samband íslenskra námsmanna erlendis HVIN 3 3 3 3 2027
Skapa.is - Nýsköpunargátt HVIN 2 2

2025
Nýmennt - Inspiring the future HVIN 14 14 7
2026
22 Önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamá
 
 
 
 
 
 
22.20 Framhaldsfræðsla og menntun óflokkuð á skólast
353 363


Farskóli Norðurlands vestra FRN 32 33

2025
Framvegis, miðstöð um símenntun í Reykjavík FRN 27 28

2025
Fræðslumiðstöð Vestfjarða. FRN 31 32

2025
Fræðslunet Suðurlands. FRN 48 49

2025
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. FRN 45 46

2025
Mímir, símenntun FRN 58 60

2025
Símenntunarstöð á Vesturlandi FRN 41 42

2025
Símenntunarstöð Eyjafjarðar FRN 43 45

2025
Viska, miðst. fræðslu- og símenntunar, Vestmannaeyju FRN 28 29

2025
22.10 Leikskóla- og grunnskólastig
169 163 18 18
UNICEF samningur um Réttindaskóla (02-720-131) MRN 20 20


Grænfánaverkefni - Landvernd. MRN 18 18 18 18
Heimili og skóli - starfsemi MRN 21 21


Skóla- og frístundasvið Rvk,borgar (22.1 og 29.4) (M MRN 6



Fjölís (Markmið er að heimila öllum skólastigum, ljó . MRN 104 104


29 Fjölskyldumál
 
 
 
 
 
 
29.40 Annar stuðningur við fjölskyldur og börn
589 546 277 277
Samningar vegna aðstoðar við þolendur ofbeldis og re FRN 319 277 277 277 Ótímab.
Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi ART verkefni MRN 30 30

2024
Hafnarfjarðarbær um reynsluverkefni um farsæld barna MRN 40 40

2024
ÍSÍ um svæðisbundinn stuðning við íþróttahéruð. MRN 200 200

2025
30 Vinnumarkaður og atvinnuleysi
 
 
 
 
 
 
30.10 Vinnumál og atvinnuleysi
1.084 555 555 555
VIRK starfendurhæfingarsjóður FRN 1.084 555 555 555 Ótímab.
30.20 Vinnumarkaður
71 74 74 74
Hagstofa Íslands, samningur um vinnumarkaðsrannsókni . FRN 71 74 74 74 Ótímab.
32 Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála
 
 
 
 
 
 
32.20 Jafnréttismál
84 84 52 52
Kvenréttindafélag Íslands, ráðgjöf, fræðsla ofl. um. FOR 12 12 12 12 2027
Menntamálastofnun - heitir nú Miðstöð menntunar og s FOR 6 6

2025
Samband íslenskra sveitarfélaga – forvarnarfulltrúi FOR 16 16

2025
Samtökin 78 FOR 40 40 40 40 2027
Women Political Leader (WPL) - Heimsþing kvenleiðtog FOR 10 10

2025
32.40 Stjórnsýsla félagsmála
14 15 15 15
Hagstofa Íslands, samningur um gerð félagsvísa FRN 14 15 15 15 Ótímab.
35 Alþjóðleg þróunarsamvinna
 
 
 
 
 
 
35.10 Þróunarsamvinna
6.172 5.815 5.299 5.288
Jarðhitasamstarf við Alþjóðabankannn - ESMAP UTN 58 55 55 55 2023
Jafnréttissamstarf við Alþjóðabankann - UFGE. UTN 55 55 55 55 2023
Mannréttindasamstarf við Alþjóðabankannn - HRIE . UTN 58 28 28 28 2024
Samstarf um bláa hagkerfið Alþjóðabankinn - PROBLUE . UTN 55 55 55 55 2024
UNRWA (Palestínuflóttamannaaðstoð S.þj.) UTN 110 110 110 110 2028
WCLAC (Women‘s Centre for Legal Aid and Counseling) UTN 14 14 14 14 2023
PMRS (Palestinian Medical Relief Society ). UTN 14 14 14 14 2023
WFP (Matvælaáætlun S.þj.). UTN 200 200 200 200 2023
WFP (Matvælaáætlun S.þj.) - Sýrland. UTN 50 50 50 50 2024
OCHA (United Nations Office for the Coordination of UTN 120 120 120 120 2023
UNFPA (Mannfjöldasjóður S.þj.) - Jemen. UTN 40 40 40 40 2023
WFP (Matvælaáætlun S.þj.) - Jemen. UTN 40 40 40 40 2023
OCHA (United Nations Office for the Coordination of UTN 40 40 40 40 2023
CERF (Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna) UTN 120 120 120 120 2023
OCHA svæðasjóður (CBPF) - Sýrland (Lebanon Huma. . UTN 60 60 60 60 2024
OCHA svæðasjóður (CBPF) - Sýrland (Syria Huma. UTN 60 60 60 60 2026
UNHCR (Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna) UTN 72 69 69 69 2023
UNFPA (Mannfjöldasjóður SÞ) - Sýrland UTN 30 28 28 28 2024
OCHA (United Nations Office for the Coordination of UTN 40 40 40 40 2024
UNHCR (Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna) - Afg UTN 40 40 40 40 2024
WFP (Matvælaáætlun S.þj.) - Afganistan. UTN 40 40 40 40 2024
ICRC (Alþjóðaráðs Rauða krossins) UTN 30 30 30 30 2024
Styrktarfélagið Broskallar, Menntun í ferðatösku. UTN 20 5

2025
Stelpur Rokka - Stelpur rokka áfram í Tógó. UTN 3


2024
Rammasamningur Barnaheilla um verkefni á sviði mannú UTN 70


2024
Rammasamningur Barnaheilla um verkefni á sviði þróun . UTN 60


2024
Rammasamningur Hjálparstarf kirkjunnar um verkefni á . UTN 90


2024
Rammasamningur Hjálparstarf kirkjunnar um verkefni á . UTN 50


2024
Rammasamningur Rauða krossins á Íslandi um verkefni . UTN 140


2024
Rammasamningur Rauða krossins á Íslandi um verkefni . UTN 130


2024
Rammasamningur SOS barnaþorp um verkefni á sviði þró UTN 90


2024
Rammasamningur við landsnefnd UNICEF á Íslandi um ky UTN 12 12

2025
Rammasamningur við Félag Sþ á Íslandi um kynningarmá  UTN 12 12

2025
Rammasamningur við landsnefnd UN Women á Íslandi UTN 15 15

2025
Rammasamningar við frjáls félagasamtök UTN
648 692 693 Ótímab.
GEF - Global Equality Fund UTN 100 100 100 100 2028
GCF (Green Climate Fund) UTN 86 110 110 110 2024
UNDP (Þróunaráætlun S.þj.) Climate Promise UTN 70 70 70 70 2023
Aðlögunarsjóðurinn (Adaptation fund). UTN 85 85 85 85 2023
SE4ALL (UNOPS). UTN 55 55 55 55 2023
ITC (International Trade Centre ) - She trades UTN 14 14 14 14 2028
UNFPA (Mannfjöldasjóður S.þj.) afnám kynfæralimlesti  UTN 28 28 28 28 2025
Systematic Observation Financial Facility (SOFF). UTN 28 28 28 28 2024
Eyðimerkursamningur Sameinuðu þjóðanna (UNCCD) UTN 7 7 7 7 2023
UN - DPPA (United Nations, Department of Political A UTN 20 20 20 20 2026
UN Women - kjarnaframlag UTN 180 180 180 180 2023
UN Women - eyrnamerkt Jórdaníu UTN 50 50 50 50 2024
UNICEF (Barnahjálp S.þj ) UTN 130 130 130 130 Ótímab.
UNICEF/UNFPA - FGMC sjóður. UTN 28 28 28 28 2025
UNICEF - jafnréttissjóður UTN 28 28 28 28 2024
FAO (Matvæla- og landbúnaðarstofnunar S.þj.) UTN 15 15 15 15 Ótímab.
IOM (The International Organization for Migration) - UTN 2 2 2 2 Ótímab.
UNFPA (Mannfjöldasjóður S.þj.) - kjarnaframlag UTN 210 210 210 210 Ótímab.
OHCHR (Office of the United Nations High Commissione UTN 80 80 80 80 2023
UNDP (Þróunaráætlun S.þj.) UTN 30 30 30 30 Ótímab.
UNESCO (Menningarmálastofnun S.þj. ) UTN 51 51 51 51 2023
Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífsins - ýmsir samningar UTN 125 73 25 13 2026
Malaví - Mangochi hérað grunnþjónusta UTN 250 250 250 250 2023
Sierra Leone - UNICEF WASH í sjávarbyggðum UTN 267 267

2026
Nkhotakota - héraðsverkefni. UTN 550 550 550 550 2027
Úganda - Namayingo byggðarþróun. UTN 350 350 350 350 2023
Skólamáltíðir í Malaví WFP UTN 80 80 80 80 2024
Malaví - UNFPA. UTN 90 90 90 90 2026
Verkefni UNFPA í Úganda vegna fæðingarfistils UTN 70 70 70 70 2026
Úganda - Buikwe byggðaþróun UTN 420 200

2025
NAI, árlegt stofnframlag UTN 5 5 5 5 Ótímab.
UNICEF NEXUS Úganda UTN 98 98 98 98 2023
Sierra Leone - Alþjóðabankinn - bláa hagkerfið UTN 50 50 50 50 2024
Skólamáltíðir í Sierra Leone WFP. UTN 62 62 62 62 2024
UNFPA - (Mannfjöldasjóður S.þj.) Stuðningur við bætt UTN 140 140 140 140 2025
ENDEV - Malaví UTN 60


2024
Mannréttindastofnun Malaví - samningur. UTN 16


2024
UNHCR (Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna) - Sýr UTN 50 50 50 50 2026
UNHCR (Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna) - Jem UTN 40 40 40 40 2025
WFP (Matvælaáætlun SÞ) - Mið-Sahel UTN 30 30 30 30 2023
UNHCR (Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna) - Mið UTN 30 30 30 30 2023
OCHA svæðasjóður (CBPF) - Mið-Sahel. UTN 30 30 30 30 2023
OCHA svæðasjóður (CBPF) - Palestína (oPt Humanitaria . UTN 25 30 30 30 2023
Samtals
 
35.175
34.832
33.069
31.850
 

1Vakin er athygli á því að þar sem samningsupphæð vantar getur ýmist verið um tímabundinn samning að ræða eða eftir á að taka ákvörðun um endurnýjun samnings.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum