Hoppa yfir valmynd

08 Sveitarfélög og byggðamál

Innviðaráðuneytið

Skilgreining málefnasviðs

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð innviðaráðherra. Það skiptist í tvo málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og megin­markmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.

Sveitarfélög og byggðamál

Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum

Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.

Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025

Heildargjöld málefnasviðs 08 Sveitarfélög og byggðamál árið 2025 eru áætluð 37.352,1 m.kr. og aukast um 1.812 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024 eða sem svarar til 5,4%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 3.557,4 m.kr. milli ára eða sem svarar til 10,5%.

Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs.

Hagræn skipting útgjalda

Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.

Sveitarfélög og byggðamál

08.10 Framlög til sveitarfélaga

Starfsemi málaflokksins er í höndum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem er á ábyrgð innviða­ráðherra. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Sveitarfélög á Íslandi verði öflug og sjálfbær og ýti undir lýðræðislega virkni íbúa

Heildarendurskoðun sveitarstjórnarlaga, m.a. ákvæða um fjármálaviðmið í rekstri sveitarfélaga, íbúalýðræði, þátttöku í atvinnurekstri og stöðu landshluta­samtaka.

Innviðaráðuneyti

Innan ramma

Endurskoðun regluverks Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að stuðla að markvissari og réttlátari úthlutun.1

Innviðaráðuneyti

Innan ramma

Þróun mælaborðs yfir tölfræði á sviði jafnréttismála sveitarfélaga, t.a.m. lýðræðislega forystu, starfsmannahald, þjónustu og samsetningu íbúa.2

Innviðaráðuneyti

Innan ramma

Átak til að stuðla að markvissari árangri sveitarfélaga á sviði umhverfis- og loftslagsmála.3

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

Innan ramma

Markmið 2: Sjálfstjórn og ábyrgð sveitarfélaga virt og tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu

Heildarstefnumótun og upphaf náins samstarfs ríkis og sveitarfélaga um stafræna þjónustu í gegnum island.is.4

Samband íslenskra sveitarfélaga, innviðaráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti

Innan ramma

 

Þróun viðmiða um lágmarksþjónustu sveitarfélaga, þ.e. hvaða viðmið um þjónustu sveitarfélag þurfi að veita til að uppfylla lágmarksrétt íbúa til þjónustu.5

Innviðaráðuneyti

Innan ramma

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 35.358,1 m.kr. og hækkar um 1.836,4 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 1.738,9 m.kr.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 2.295,6 m.kr. til lögbundins framlags í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og þar af eru 1.738,9 m.kr. vegna almennra verðlagsbreytinga í samræmi við þjóðhagsspá.
  2. Fjárheimild til sérstakra viðbótarframlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hækkar um 1.290,7 m.kr. vegna flutninga fjárheimilda á 25% framlagi ríkisins vegna NPA-samninga frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
  3. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 11 m.kr.

08.20 Byggðamál

Málaflokkurinn skiptist í sex liði sem heyra undir innviðaráðherra, þ.e. byggðaáætlun, sóknaráætlanir landshluta, Byggðastofnun, atvinnuráðgjafa á landsbyggðinni, jöfnun flutningskostnaðar og Grindavíkurnefnd. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármála­áætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Jafna aðgengi að þjónustu

Skilgreina hvað felst í opinberri þjónustu með það að markmiði að jafna aðgengi og þjónustustig. Jafnframt að greina heildar­kostnað vegna þjónustusóknar.

Innviðaráðuneyti

Innan ramma

Styrkja rekstur dagvöruverslana í minni byggðarlögum til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu.

Innviðaráðuneyti

Innan ramma

Jafna aðgengi landsmanna að heilbrigðis­þjónustu með því að nýta ákvæði í lögum um Menntasjóð námsmanna og fjölga þannig sérfræðingum á heilbrigðissviði á landsbyggðinni.6

Heilbrigðisráðuneyti

Innan ramma

Markmið 2: Jafna tækifæri til atvinnu

Búsetufrelsi eflt með fjölgun atvinnu­tækifæra og auknum fjölbreytileika starfa á landsbyggðinni, m.a. með því að störf hjá ríkinu verði ekki staðbundin nema eðli starfsins krefjist þess sérstaklega.

Innviðaráðuneyti

Innan ramma

Afhendingaröryggi raforku aukið og aðgengi að áreiðanlegri orku á landsvísu jafnað með jarðstrengjavæðingu dreifi­kerfis og þrífösun.7

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

Innan ramma

Markmið 3: Stuðla að sjálfbærri þróun byggða um land allt

 

Spornað við viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðarlögum, m.a. í gegnum verkefnið Brothættar byggðir.

Innviðaráðuneyti

Innan ramma

 

Mótuð verði heildræn nálgun á aðlögun sveitarfélaga að áhrifum loftslags­breytinga.8

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

Innan ramma

 

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 1.994 m.kr. og lækkar um 24,4 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 17,9 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins lækkar alls um 155 m.kr. vegna tímabundinna framlaga sem falla niður. Um er að ræða 120 m.kr. framlag vegna sóknaráætlana landshluta og 35 m.kr. framlag vegna atvinnuráðgjafa á landsbyggðinni.
  2. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 19,4 m.kr. og er skipt hlutfallslega niður á stofnanir og verkefni málaflokks.
  3. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 151,6 m.kr. vegna Framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkurbæjar.

1 Verkefnið styður við húsnæðisstefnu.

2 Verkefnið styður við aðgerð C.16 um jafnrétti í sveitarstjórnum í byggðaáætlun.

3 Verkefnið styður við byggðaáætlun, samgönguáætlun, landsskipulagsstefnu og húsnæðisstefnu.

4 Verkefnið styður við húsnæðisstefnu.

5 Aðgerðin styður við aðgerð A.15 í byggðaáætlun um jafnt aðgengi að þjónustu.

6 Verkefnið styður við heilbrigðisstefnu og menntastefnu.

7 Verkefnið styður við orkustefnu og nýsköpunarstefnu.

8 Verkefnið styður við stefnu um aðlögun að loftslagsbreytingum, landsskipulagsstefnu og tillögur um landsáætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum.

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum