Hoppa yfir valmynd

33 Fjármagnskostnaður, ábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skilgreining málefnasviðs

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra. Það skiptist í þrjá málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.

Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum

Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum, sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.

Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025

Heildargjöld málefnasviðs 33 Fjármagnskostnaður, ábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar árið 2025 eru áætluð 177.272,8 m.kr. og lækka um 1.922,6 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 1,1%.

Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs.

Hagræn skipting útgjalda

Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.

Fjármagnskostnaður, ábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar

33.10 Fjármagnskostnaður

Starfsemi málaflokksins er í höndum fjármála- og efnahagsráðherra. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Viðhalda sjálfbærni skulda ríkissjóðs

Hagstæð fjármögnun ríkissjóðs með jöfnu afborgunarferli og lágmörkun áhættu.

Fjármála- og efnahags­ráðuneyti

Innan ramma

Uppbygging áhættustýringar fyrir ríkissjóð.

Fjármála- og efnahags­ráðuneyti

Innan ramma

Markmið 2: Lágmörkun fjármagnskostnaðar að teknu tilliti til áhættu

Endurfjármögnun útistandandi skulda þegar tækifæri gefast á betri vaxtakjörum.

Fjármála- og efnahags­ráðuneyti

Innan ramma

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 98.095,6 m.kr. og lækkar um 1.011,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum.

Ekki er um breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins er hækkuð um 7.764,7 m.kr. vegna innlendra lána án verð­bóta.
  2. Verðbætur á höfuðstól verðtryggðra lána ríkissjóðs lækka um 9.414,8 m.kr.
  3. Vextir af erlendum lánum hækka um 638,5 m.kr.

33.20 Ríkisábyrgðir

Starfsemi málaflokksins er á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

 

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Draga úr ríkisábyrgðum

Endurlána ríkisfyrirtækjum og sjóðum í stað þess að heimila lántökur með ríkisábyrgð.

Fjármála- og efnahags­ráðuneyti

Innan ramma

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 110 m.kr. og er óbreytt frá gildandi fjárlögum.

33.30 Lífeyrisskuldbindingar

Starfsemi málaflokksins er á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

 

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Minnka ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar

Ríkissjóður greiði 10,4 ma.kr. inn á lífeyrisskuldbindingar sínar.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

Innan ramma

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 79.067,2 m.kr. og lækkar um 911 m.kr. frá gildandi fjárlögum. Hrein lífeyrisskuldbinding ríkissjóðs hækkaði  um 58.359 m.kr. á árinu 2023 og stóð í 928.612 m.kr. í árslok 2023. Hækkunina má helst rekja til launa­hækkana opinberra starfsmanna en vísitala lífeyrisskuldbindinga fyrir opinbera starfsmenn hækkaði um 10% á árinu 2023. Gert er ráð fyrir að heildarlífeyrisskuldbinding ríkissjóðs vegna B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins nái hámarki um þessar mundir en fari svo lækkandi sem leiðir til lækkandi gjaldfærslu að jafnaði á næstu árum.

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum