Hoppa yfir valmynd

32 Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Heilbrigðisráðuneytið
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Skilgreining málefnasviðs

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð heilbrigðisráðherra og félags- og vinnu­markaðs­ráðherra. Það skiptist í fjóra málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjár­málaáætlun.

Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum

Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.

Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025

Heildargjöld málefnasviðs 32 Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála árið 2025 eru áætluð 12.263,5 m.kr. og lækka um 310,1 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 2,6%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 334,1 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 2,8%.

Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs.

Hagræn skipting útgjalda

Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.

32.10 Lýðheilsa, forvarnir og eftirlit

Starfsemi málaflokksins er í höndum heilbrigðisráðuneytis, embættis landlæknis, Geisla­varna ríkisins og Lyfjastofnunar. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Efling heilsu og heilbrigðra lifnaðarhátta

Innleiðing aðgerða á sviði lýðheilsu- og geðheilbrigðisstefnu.

Heilbrigðisráðuneyti og embætti landlæknis

Innan ramma

Sameiginlegt átak til að draga úr út­breiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi.

Heilbrigðisráðuneyti og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Innan ramma

Hvatning og stuðningur við heilsueflingu og forvarnir sem hluta af allri heilbrigðis­þjónustu.

Heilbrigðisráðuneyti, embætti landlæknis, heilbrigðisstofnanir og Heilsugæsla höfuðborgar­svæðisins

Innan ramma

Innleiðing krabbameinsáætlunar með hliðsjón af heilbrigðisstefnu, lýðheilsu­stefnu og krabbameinsáætlun ESB.

Heilbrigðisráðuneyti og heilbrigðisstofnanir

Innan ramma

Markmið 2: Aukið öryggi sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks

Mannaflaþörf greind fyrir fjölmennustu heilbrigðisstéttir í heilbrigðisþjónustunni.

Yfirlit um stöðu mönnunar uppfært í rauntíma.

Heilbrigðisráðuneyti

Innan ramma

Gefnar verða út faglegar lágmarkskröfur fyrir ákveðin svið heilbrigðisþjónustu.

Heilbrigðisráðuneyti og embætti landlæknis

Innan ramma

Vinna við endurbætur klínískra leiðbeininga.

Heilbrigðisráðuneyti, embætti landlæknis og LSH

Innan ramma

Markmið 3: Aukin gæði og efling rafrænnar heilbrigðisþjónustu

Áfram unnið að samþættingu á rafrænni sjúkraskrá og innleiðingu verkefna á sviði stefnu um stafræna heilbrigðisþjónustu.

Embætti landlæknis

Innan ramma

Áfram unnið að samþættingu á rafrænni sjúkraskrá, stafrænni skráningu og stafrænum skilum heilbrigðisgagna. Unnið að sameiningu Sögugrunna.

Heilbrigðisráðuneyti

Innan ramma

Aukið við fjarheilbrigðisþjónustu á öllum stigum heilbrigðisþjónustu.

Heilbrigðisráðuneyti og embætti landlæknis

Innan ramma

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 3.422,8 m.kr. og lækkar um 250,1 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 179,8 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Niðurfellt er 150 m.kr. einskiptisframlag í fjárlögum 2024 til þróunar rafrænnar sjúkra­skrár.
  2. Niðurfellt er 20 m.kr. einskiptisframlag í fjárlögum 2024 til Lýðheilsusjóðs.
  3. Útgjöld málaflokksins lækka um 25,2 m.kr. vegna samsvarandi breytinga á sértekju­áætlunum stjórnsýslustofnana.
  4. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 34,7 m.kr. og er aðhald útfært hlutfallslega niður á stofnanir og verkefni málaflokksins.
  5. Lækkun á framlagi til samkeppnis- og styrktarsjóða nemur 5 m.kr. og er hluti af sér­tækum aðhaldsaðgerðum.
  6. Sérstök viðbótaraðhaldskrafa nemur 15,2 m.kr. og er útfærð hlutfallslega niður á stofnanir og verkefni málaflokksins.

32.20 Jafnréttismál

Starfsemi málaflokksins hefur verið á ábyrgð forsætisráðuneytis frá árinu 2019. Í samræmi við breytingar á forsetaúrskurði nr. 6/2022 frá 26. ágúst 2024, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, flytjast jafnréttis- og mannréttindamál frá forsætis­ráðuneyti til félags- og vinnumarkaðsráðuneytis frá 1. september 2024. Samhliða ­­­flytjast Jafn­réttisstofa og kærunefnd jafnréttismála til félags- og vinnumarkaðsráðuneytis. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tæki­færi, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Launajafnrétti verði náð – kynbundnum launamun verði útrýmt

Tryggja áframhaldandi framfylgd jafn­launavottunar í samræmi við lög nr. 150/2020, um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

 

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

 

Innan ramma

Unnið að og fylgt eftir tillögum aðgerða­hóps um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

 

Innan ramma

Markmið 2: Sporna við kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni

Framfylgd verkefna í þingsályktun nr. 37/150 um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.

 

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og

Jafnréttisstofa

 

Innan ramma

Markmið 3: Réttindi hinsegin fólks tryggð

Framfylgd verkefna í aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

Innan ramma

 

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 386,7 m.kr. og lækkar um 19 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 17,8 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 12 m.kr. vegna tímabundins framlags til Sam­tak­anna '78 sem fellur niður.
  2. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 3 m.kr. vegna millifærslu til nýrrar Mann­réttindastofnunar Íslands sem tekur til starfa samkvæmt lögum nr. 88/2024.
  3. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 4 m.kr.

32.30 Stjórnsýsla heilbrigðismála

Starfsemi málaflokksins er í höndum heilbrigðisráðuneytis, Sjúkratrygginga Íslands og vísindasiðanefndar. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðar­skiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Skilvirk stjórnsýsla heilbrigðismála

 

Unnið að vöruhúsi gagna. Inn­leiðing Power BI mælaborða á heilbrigðisstofnunum.

Heilbrigðisráðuneyti og heilbrigðisstofnanir

Innan ramma

Markmið 2: Efling vísindarannsókna í heilbrigðisþjónustu

 

Undirbúningur að stofnun heilbrigðisvísindasjóðs.

Heilbrigðisráðuneyti

Innan ramma

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 4.446 m.kr. og lækkar um 23,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 240,5 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Útgjöld málaflokksins hækka um 0,4 m.kr. vegna samsvarandi breytinga á sértekju­áætlunum stjórnsýslustofnana.
  2. Niðurfellt er tímabundið 5,3 m.kr. framlag til Alzheimersamtakanna.
  3. Tímabundin lækkun ráðstöfunarfjár ráðherra um 1 m.kr. gengur til baka.
  4. Almennt útgjaldasvigrúm málaflokksins er 25 m.kr.
  5. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 41,9 m.kr. og er aðhald útfært hlutfallslega niður á stofnanir og verkefni málaflokksins.
  6. Sérstök viðbótaraðhaldskrafa á aðalskrifstofu heilbrigðisráðuneytisins nemur 2,8 m.kr.

32.40 Stjórnsýsla félagsmála

Starfsemi málaflokksins er í höndum aðalskrifstofu félags- og vinnumarkaðsráðuneytis, auk þess sem rekstur úrskurðarnefndar velferðarmála, Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála og Tryggingastofnunar fellur undir málaflokkinn. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á
fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Skilvirkari stjórnsýsla félagsmála

Fjölbreytt fræðsla fyrir starfsfólk ráðu­neytis, t.d. um „EKKÓ“ og samskipti á vinnustað og námskeið um gagna­greiningu, framleiðni o.fl.

Félags- og vinnumarkaðs­ráðuneyti

Innan ramma

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 4.008 m.kr. og lækkar um 17,4 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 206,1 m.kr.

Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Útgjaldasvigrúm málaflokksins er aukið um 100 m.kr.
  2. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 30 m.kr. vegna hækkunar á sértekjum sem hækka um sömu fjárhæð.
  3. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 90 m.kr. vegna lækkunar á hluta innleiðingarkostnaðar vegna nýs kerfis örorku og endurhæfingar, sbr. umfjöllun í málaflokkum 27.1 og 30.1.
  4. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 14,1 m.kr. vegna tímabundinna verkefna sem falla niður.
  5. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 49,3 m.kr.
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum