Hoppa yfir valmynd

17 Umhverfismál

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið
Matvælaráðuneytið

Skilgreining málefnasviðs

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og matvælaráðherra. Það skiptist í fimm málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.

Umhverfismál

Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum

Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.

Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025

Heildargjöld málefnasviðs 17 Umhverfismál árið 2025 eru áætluð 37.397,4 m.kr. og aukast um 2.781,2 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 8,2%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 3.750 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 11,1%.

Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs.

Hagræn skipting útgjalda

Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.

Umhverfismál

17.10 Náttúruvernd, skógrækt og landgræðsla

Frá og með 1. janúar 2025 er starfsemi málaflokksins í höndum nýrrar Náttúruverndar­stofnunar, sem kom til með sameiningu Vatnajökulsþjóðgarðs og hluta af starfsemi Umhverfis­stofnunar, Lands og skógar sem fer með viðfangsefni landgræðslu og skógræktar, en sú stofnun fellur undir viðfangsefni matvælaráðuneytis, og Þjóðgarðsins á Þingvöllum sem var felldur undir viðfangsefni forsætisráðuneytisins þann 1. september sl. Nánar er fjallað um mála­flokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Að bæta ástand áfangastaða innan náttúruverndarsvæða

Úthlutun styrkja til uppbyggingar innviða á ferða­mannastöðum í samræmi við landsáætlun um innviði til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

Innan ramma

Áframhaldandi styrking náttúruverndarsvæða og efling landvörslu til að bæta þjónustu á þeim.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

Innan ramma

Reglubundið mat á ástandi skilgreindra áfanga­staða innan náttúruverndarsvæða.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

Innan ramma

Markmið 2: Að auka árlegt umfang uppgræðslu og endurheimtar vistkerfa og nýskógræktar

Innleiðing reglugerðar nr. 670/2024 um sjálfbæra landnýtingu.

Land og skógur

Innan ramma

Mótun gæðaviðmiða fyrir val á landi og framkvæmd skógræktar.*

Land og skógur

Innan ramma

Rannsóknir, þróun og efling þekkingar á samspili landnotkunar, loftslagsmála og líffræðilegrar fjöl­breytni.*

Land og skógur

Innan ramma

Forathugun á byggingu fræhúss fyrir framleiðslu á lerki.

Land og skógur

Innan ramma

* Verkefnið styður jafnframt við markmið 1 í málaflokki 17.5 um að draga úr nettólosun gróðurhúsa­lofttegunda í samræmi við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 8.667,3 m.kr. og hækkar um 1.496,3 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 373,1 m.kr.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 1.200,9 m.kr. vegna sameiningar Vatna­jökuls­þjóðgarðs og hluta Umhverfisstofnunar inn í nýja Náttúruverndarstofnun. Við sam­einingu flytjast umræddar fjárheimildir frá Umhverfisstofnun úr málaflokki 17.50 Stjórnsýsla umhverfismála yfir í þennan málaflokk er ný stofnun tilheyrir.
  2. Hækkun á sértekjuáætlun nemur 376,7 m.kr. Um er að ræða tekjuaukningu hjá Þjóð­garðinum á Þingvöllum og Náttúruverndarstofnun (þ.e. þess hluta sem kom frá Vatnajökulsþjóðgarði).
  3. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 20,5 m.kr. vegna niðurfelldrar tímabundinnar fjárheimildar til verkefnisins um Vernd Breiðafjarðar.
  4. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 60 m.kr. Við útdeil­ingu á aðhaldskröfu málaflokksins er beitt hlutfallslegri skiptingu niður á fjárlagaliði að teknu tilliti til stöðu og áhættumats. Lögð er sérstök áhersla á að standa vörð um þau verkefni og stofnanir sem hafa lítið fjárhagslegt svigrúm.

17.20 Rannsóknir og vöktun á náttúru Íslands

Starfsemi málaflokksins er í höndum nýrrar Náttúrufræðistofnunar sem kom til með sam­einingu Náttúrufræðistofnunar Íslands, Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn og Land­mælinga Íslands þann 1. júlí sl. Auk þess kemur Veðurstofa Íslands að starfsemi málaflokksins. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Að efla vöktunarkerfi vegna náttúruvár

 

Átak í gerð áhættu- og hættumats vegna eldgosa á Reykjanesi.

Veðurstofa Íslands

400 m.kr.

Bætt vöktun náttúruvár með áreiðanlegri og lengri og viðvörunartíma og bættu rekstraröryggi vöktunar­kerfa.

Veðurstofa Íslands

Innan ramma

Styrking reksturs og fjölgun mælabúnaðar fyrir veður-, vatna- og jarðskjálftakerfi auk mats á náttúru­vá.

Veðurstofa Íslands

Innan ramma

Endurnýjun og uppbygging veðursjárkerfis.

Veðurstofa Íslands

Innan ramma

Greining og uppbygging upplýsingatækni innviða.*

Veðurstofa Íslands

Innan ramma

Markmið 2: Að efla rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga

 

Rannsóknir, vöktun og miðlun á loftslagsbreytingum og þeim afleiðingum sem þær kunna að valda.

Veðurstofa Íslands

Innan ramma

Rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga á súrnun sjávar.

Hafrannsóknastofnun

Innan ramma

Vöktun náttúruverndarsvæða undir álagi ferða­manna.**

Náttúrufræðistofnun

Innan ramma

* Með auknum áskorunum í vöktun náttúru Íslands skapast nýjar áskoranir og ógnir við upplýsingakerfi sem bregðast þarf við. Áætlað er að hefja ítarlega greiningu á uppbyggingu upplýsingatækniinnviða á Veðurstofu Íslands en verkefnið er í takt við markmið í stjórnarsáttmála um mikilvægi stafrænna innviða við stefnumótun og ákvarðanatöku.

**Verkefnið „Vöktun náttúruverndarsvæða“ styður jafnframt við markmið 1 í málaflokki 17.1 um að bæta ástand áfangastaða innan náttúruverndarsvæða.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 5.751,1 m.kr. og hækkar um 364 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 309,1 m.kr.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 393,2 m.kr. vegna sameiningar Landmælinga Íslands við nýja Náttúrufræðistofnun. Við sameiningu flytjast umræddar fjárheimildir Landmælinga Íslands af málefnasviði 06 Hagskýrslugerð og grunnskrár yfir á málefnasvið 17 Umhverfismál og undir þennan málaflokk.
  2. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 400 m.kr. en um er að ræða tímabundið fjárfestingarframlag til Veðurstofu Íslands vegna átaks við gerð áhættu- og hættumats vegna eldgosa á Reykjanesi.
  3. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 38,2 m.kr. vegna styrkingar Veðurstofu Íslands vegna ýmissa verkefna.
  4. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 25 m.kr. sem skýrist annars vegar af 21 m.kr. aukningu vegna líffræðilegrar fjölbreytni og 4 m.kr. vegna Surtseyjar.
  5. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 205 m.kr. vegna niðurfellingar á tímabundnu framlagi til úrbóta í innviðum í kjölfar óveðurs í desember 2019.
  6. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 48 m.kr. vegna tímabundins framlags til reksturs náttúrustofa.
  7. Sértekjuáætlun málaflokksins lækkar um 182 m.kr. er skýrist að mestu leyti af lækkun sértekna hjá Veðurstofu Íslands.
  8. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 64,9 m.kr. Við útdeil­ingu á aðhaldskröfu málaflokksins er beitt hlutfallslegri skiptingu niður á fjárlagaliði að teknu tilliti til stöðu og áhættumats. Lögð er sérstök áhersla á að standa vörð um þau verkefni og stofnanir sem hafa lítið fjárhagslegt svigrúm.

17.30 Meðhöndlun úrgangs

Starfsemi málaflokksins er m.a. í höndum Endurvinnslunnar hf. og Úrvinnslusjóðs. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Að auka endurvinnslu heimilisúrgangs

 

Framkvæmd sérstakrar söfnunar á heimilisúrgangi.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, sveitar­félög, Úrvinnslusjóður o.fl.

Innan ramma

Fjárhagslegur stuðningur við verkefni sem efla hringrásarhagkerfi.

Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti

Innan ramma

Framkvæmd aðgerða á grundvelli stefnunnar „Í átt að hringrásarhagkerfi, stefna í úrgangsmálum 2021–2032“.

Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti o.fl.

Innan ramma

Framkvæmd úrgangsforvarnastefnu.

Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti og Umhverfisstofnun

Innan ramma

Framkvæmd aðgerða á grundvelli aðgerðaáætlunar í plastmálefnum frá árinu 2020.

Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti o.fl.

Innan ramma

Framkvæmd aðgerða gegn matarsóun á grundvelli aðgerðaáætlunar gegn matarsóun frá árinu 2021.

Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti, Umhverfisstofnun o.fl.

Innan ramma

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 11.096,7 m.kr. og hækkar um 870 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 2,1 m.kr.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins vegna Endurvinnslunnar hækkar um 600 m.kr. Byggt er á áætlun um magnaukningu og hækkun á skila- og umsýslugjaldi.
  2. Fjárheimild málaflokksins vegna Úrvinnslusjóðs er aukin um 90 m.kr. vegna áætlunar um magnaukningu og hækkun á úrvinnslugjaldi.
  3. Tekjuáætlun málaflokksins hækkar um 180 m.kr. Um er að ræða breytingu á vaxta­tekjum Úrvinnslusjóðs.

17.40 Varnir gegn náttúruvá

Einn ríkisaðili, Ofanflóðasjóður, tilheyrir málaflokknum. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Að tryggja fullnægjandi öryggi fyrir íbúa landsins gegn ofanflóðum

Framkvæmdir í Bíldudal, á Flateyri, á Seyðis­firði og í Neskaupstað.

Ofanflóðasjóður

737 m.kr.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 3.961,5 m.kr. og hækkar um 137 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 13,6 m.kr.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 737 m.kr. Um er að ræða þrenns konar breyt­ingar á fjárheimildum. Í fyrsta lagi er um að ræða árlega 100 m.kr. hækkun fjár­heimildar tímabilið 2023–2027 til að mæta uppfærslu á framkvæmdarkostnaði, 500 m.kr. aukningu fjárheimilda samkvæmt fyrri fjármálaáætlun og 137 m.kr. vegna þess að sjóðurinn var skertur um þá fjárhæð á síðasta ári vegna kaupa ríkissjóðs á skólahúsnæði í Bíldudal en nú gengur sú skerðing til baka.
  2. Á móti lækkar fjárheimild málaflokksins um 600 m.kr. Um er að ræða niðurfellingu á tilfærslu fjármagns sem átti að falla til á árinu 2030 samkvæmt fjármálaáætlun 2024–2028 en var í fjárlögum 2024 flýtt vegna aðkallandi framkvæmda í Neskaupstað í kjölfar snjóflóða.

17.50 Stjórnsýsla umhverfismála

Starfsemi málaflokksins er í höndum aðalskrifstofu umhverfis-, orku- og loftslags-ráðuneytis, Umhverfis- og orkustofnunar og úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þær breytingar hafa orðið á stofnanaskipulagi málaflokksins að ný stofnun, Umhverfis- og orkustofnun, starfar frá 1. janúar 2025 og frá sama tíma hættir Umhverfisstofnun starfsemi. Þá flyst Stofnun Vilhjálms Stefánssonar undir starfsemi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar­ráðuneytisins sem hluti af Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Loftslagsmál eru snar þáttur í stjórnsýslu umhverfismála. Undir þennan málaflokk falla fjárheimildir til loftslagsaðgerða og loftmengunarmála. Umfangsmestu verkefni á sviði lofts­lagsmála eru stefnumótun og eftirfylgni fyrir kolefnishlutlaust Ísland, aðgerðaáætlun í lofts­lagsmálum sem snýr að samdrætti í losun og aðlögunaráætlun vegna áhrifa loftslagsbreytinga.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingar sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum og markmið um kolefnishlutleysi Íslands

Stefnumótun um kolefnishlutlaust Ísland og verkstjórn og framkvæmd aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum.

Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti

Innan ramma

Styrking stjórnsýslu loftslagsmála, upplýsinga­gjöf og samþætting þvert á málefnasvið.

Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti

Innan ramma

Samtal við ESB um hert markmið í loftslags­málum og innleiðing regluverks því tengdu.

Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti

Innan ramma

Úrbætur á losunarbókhaldi fyrir landnotkun, breytta landnotkun og skógrækt (LULUCF) í samræmi við reglur ESB og Loftslagssamnings SÞ.

Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti,
Umhverfisstofnun, Land og skógur

Innan ramma

Rannsóknir á kolefnisforða, losun og bindingu í jarðvegi og gróðri.

Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti, Land og skógur

Innan ramma

Útfærðar reglur fyrir starfsemi fyrirtækja varð­andi kolefnisföngun og varanlega geymslu kolefnis.

Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti

Innan ramma

Samstarf við bændur um loftslagsvænni landbúnað.

Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti

Innan ramma

Markmið 2: Að efla viðnámsþrótt íslensks samfélags og lífríkis gagnvart loftslagsvá

Unnin verði áætlun um aðlögun íslensks samfélags að loftslagsbreytingum.

Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti

Innan ramma

Markmið 3: Að efla náttúruvernd, m.a. með friðlýsingu náttúruverndarsvæða

Stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir friðlýst svæði.

Umhverfis- og orkustofnun

Innan ramma

Fræðslu- og kynningarverkefni innan þjóð­garða og annarra verndarsvæða.

Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti

Innan ramma

Kortlagning óbyggðra víðerna.

Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti

Innan ramma

Undirbúningur að stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands.

Umhverfis, orku- og lofts­lagsráðuneyti

Innan ramma

Endurskoðun stefnu um verndun líffræðilegrar fjölbreytni.

Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti

Innan ramma

Markmið 4: Að efla hreinsun fráveitu.

Átak í fráveitumálum sveitarfélaga.

Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti

Innan ramma

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 7.920,8 m.kr. og lækkar um 86,1 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 270,9 m.kr.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 829,9 m.kr. sem skýrist af sameiningu Orkustofnunar og hluta Umhverfisstofnunar inn í nýja Umhverfis- og orkustofnun. Við sameiningu flytjast umræddar fjárheimildir Orkustofnunar af málefnasviði 15 Orkumál yfir á málefnasvið 17 Umhverfismál og þennan málaflokk er ný stofnun fellur undir.
  2. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 1.200,9 m.kr. sem skýrist af tilfærslu hluta Umhverfisstofnunar inn í nýja Náttúruverndarstofnun. Við sameiningu flytjast umræddar fjárheimildir frá Umhverfisstofnun yfir í málaflokk 17.10 er ný stofnun tilheyrir.
  3. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 225,4 m.kr. vegna sameiningar Loftslagssjóðs við nýjan Loftslags- og orkusjóð. Við þessa sameiningu flytjast umræddar fjárheimildir Loftslagssjóðs úr þessum málaflokki yfir á málefnasvið 15 Orkumál og málaflokk 15.10 Stjórnun og þróun orkumála en nýr sjóður fellur undir viðfangsefni þessa málaflokks.
  4. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 65 m.kr. en um að ræða varanlega aukningu almenns útgjaldasvigrúms úr fyrri fjármálaáætlun til ráðstöfunar í náttúrumiðaðar lausnir í loftslagsmálum.
  5. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 99,8 m.kr. en annars vegar er um er að ræða 61,8 m.kr. hækkun á almennu útgjaldasvigrúmi frá fyrri fjármálaáætlun og hins vegar um 38 m.kr. almenna hækkun útgjaldasvigrúms frá árinu 2023 er frestað var í tvö ár.
  6. Sértekjuáætlun málaflokksins lækkar um 16,5 m.kr. er skýrist að mestu leyti af 26,4 m.kr. lækkun sértekna hjá aðalskrifstofu ráðuneytisins og 12,4 m.kr. hækkun tekna hjá Umhverfis- og orkustofnun (þ.e. þess hluta sem áður tilheyrði Umhverfisstofnun).
  7. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 100 m.kr. en um er að ræða niðurfellingu á tímabundnu framlagi til hringrásarhagkerfisins.
  8. Fjárheimild málaflokksins hækkar tímabundið um 1.100 m.kr. vegna ráðstöfunar losunarheimilda til flugfélaga. Á móti lækka fjárheimildir um 500 m.kr. vegna niður­fellingar á tímabundnu framlagi svokallaðs sveigjanleikaákvæðis.
  9. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 107,6 m.kr. Við útdeilingu á aðhaldskröfu málaflokksins er beitt hlutfallslegri skiptingu niður á fjár­lagaliði að teknu tilliti til stöðu og áhættumats. Lögð er sérstök áhersla á að standa vörð um þau verkefni og stofnanir sem hafa lítið fjárhagslegt svigrúm.
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum