Hoppa yfir valmynd

14 Ferðaþjónusta

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Skilgreining málefnasviðs

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð menningar- og viðskiptaráðherra. Einn málaflokkur heyrir undir málefnasviðið sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.

Ferðaþjónusta

Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum

Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.

Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025

Heildargjöld málefnasviðs 14 Ferðaþjónusta árið 2025 eru áætluð 2.415,3 m.kr. og aukast um 213,7 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 9,9%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 247,4 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 11,4%.

Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs.

Hagræn skipting útgjalda

Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.

Ferðaþjónusta

14.10 Ferðaþjónusta

Starfsemi málaflokksins er í höndum menningar- og viðskiptaráðuneytis, Ferðamálastofu, Flugþróunarsjóðs og Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Aukin verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið

Markaðssetning á Íslandi sem áfangastað ferðamanna.

Menningar- og viðskiptaráðuneyti

Innan ramma

Endurskoðun á regluverki fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og skilvirkt eftirlit.

Ferðamálastofa

Innan ramma

Endurskoðun á fyrirkomulagi gjaldtöku í ferðaþjónustu.

Menningar- og viðskiptaráðuneyti, fjármálaráðuneyti

Innan ramma

Opið gagnarými fyrir ferðaþjónustu og aukið samstarf stofnana um rannsóknir á sviði ferðamála.

Menningar- og viðskiptaráðuneyti

30 m.kr.

Aukin dreifing ferðamanna um landið með styrkingu á Flugþróunarsjóði.

Menningar- og viðskiptaráðuneyti

100 m.kr.

Markmið 2: Jákvæð upplifun heimamanna og ferðamanna

Aukin áhersla á sanngildi og sérstöðu íslenskrar tungu og menningar.

Menningar- og viðskiptaráðuneyti

Innan ramma

Fjármögnun og rekstur áfangastaða, ásamt endurskoðun á Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Ferðamálastofa

60 m.kr.

Áfangastaðastofur sem stoðkerfi ferðaþjónustunnar.

Ferðamálastofa

40 m.kr.

Samstarf um móttöku skemmtiferða­skipa og nýtingu innviða.

Ferðamálastofa, áfangastaðastofur

Innan ramma

Bætt öryggi ferðamanna.

Ferðamálastofa

30 m.kr.

Markmið 3: Umhverfisleg sjálfbærni í ferðaþjónustu

Innleiðing álagsstýringar á áfangastöðum ferðamanna.

Menningar- og viðskiptaráðuneyti

20 m.kr.

Þróun verkfærakistu til að meta þolmörk og bregðast við álagi á áfangastöðum ferðamanna.

Menningar- og viðskiptaráðuneyti o.fl.

20 m.kr.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 2.415,3 m.kr. og hækkar um 213,7 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 33,7 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 200 m.kr. sem er varanlegt framlag til að vinna aðgerðaáætlun ferðamálastefnu til 2030. Aðgerðaáætlun ferðamálastefnu felur í sér rúmar 40 skilgreindar aðgerðir sem unnið verður að á árunum 2024–2030, til samræmis við áherslur og markmið stefnunnar.
  2. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 100 m.kr. sem er varanlegt framlag til Flug­þróunarsjóðs til að styrkja og efla sjóðinn. Sjóðnum er ætlað að stuðla að uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi með því að styðja við reglulegt millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða, sbr. markmið 2.
  3. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 18 m.kr. þar sem tímabundin framlög samkvæmt tilmælum fjárlaganefndar í ýmis verkefni tengd ferðaþjónustu falla niður.
  4. Aðhaldskrafa málaflokksins nemur 72,2 m.kr. sem er skipt hlutfallslega niður á stofnanir og verkefni málaflokksins.
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum