Hoppa yfir valmynd

29 Fjölskyldumál

Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Forsætisráðuneytið
Heilbrigðisráðuneytið
Mennta- og barnamálaráðuneytið
Dómsmálaráðuneytið
Innviðaráðuneytið
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Skilgreining málefnasviðs

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð félags- og vinnumarkaðsráðherra, heilbrigðis­ráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, forsætisráðherra, innviðaráðherra og dómsmálaráðherra. Það skiptist í sjö málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafn­framt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.

Fjölskyldumál

Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum

Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefna­sviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.

Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025

Heildargjöld málefnasviðs 29 Fjölskyldumál árið 2025 eru áætluð 74.847,4 m.kr. og aukast um 10.540,3 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 16,7%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 11.732,3 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 18,6%.

Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs.

Hagræn skipting útgjalda

Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.

Fjölskyldumál

29.10 Barnabætur

Málaflokkurinn tekur til barnabóta sem eru tekjutengdar bætur sem greiddar eru með börn­um yngri en 18 ára. Fjárhæð barnabóta ræðst af fjölda og aldri barna á heimili, hjúskaparstöðu foreldra og tekjum þeirra. Barnabætur eru tekjutengdar til að ná því fram að stuðningur barna­bóta sé mestur hjá þeim fjölskyldum sem þurfa mest á stuðningi að halda en meginmarkmið barnabóta er að vinna gegn fátækt barna. Barnabætur byggjast á A-lið 68. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og annast Skatturinn umsýslu barnabóta. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Auka stuðning við tekjulága foreldra

Áfram verði unnið að greiningum og vöktun á greiddum barnabótum með það fyrir augum að markmið kerfisins viðhaldist.

Fjármála- og efnahags­ráðuneyti

Innan ramma

Fjárhæðir barnabóta og skerðingarmörk verða hækkuð.

Fjármála- og efnahags­ráðuneyti

2 ma.kr.

Markmið 2: Gagnsætt og fyrirsjáanlegt barnabótakerfi

Unnið verði að breytingum á fyrirfram­greiðslu barnabóta á fæðingarári barns þannig að biðtími barnabóta verði aldrei lengri en fjórir mánuðir.

Fjármála- og efnahags­ráðuneyti og Skatturinn

Innan ramma

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 21 ma.kr. og hækkar um 5 ma.kr. frá gildandi fjárlögum. Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan mála­flokksins.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 5 ma.kr. vegna hækkunar barnabóta. Breytingin er gerð í tengslum við stuðning stjórnvalda vegna kjarasamninga á almennum vinnu­markaði í mars 2024 þar sem ákveðið var að hækka útgjöld til barnabóta um samtals 5 ma.kr. í tveimur skrefum. Gert er ráð fyrir að útgjöld til barnabóta hækki um 3 ma.kr. árið 2024 og aftur um 2 ma.kr. árið 2025. [HJ1][MBB2]Markmið aðgerðanna er að verja kaupmátt og lífskjör launafólks með áherslu á barnafjölskyldur og skapa forsendur fyrir stöðugleika í efnahagsmálum.
  2. Málaflokkurinn er undanþeginn aðhaldskröfu.

29.20 Fæðingarorlof

Starfsemi málaflokksins er í höndum Fæðingarorlofssjóðs sem er í vörslu Vinnu­málastofnunar. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðar­skiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Jöfn nýting foreldra á rétti til fæðingarorlofs

Hækkun mánaðarlegra hámarksgreiðslna úr Fæðingarorlofssjóði til foreldra í fæðingarorlofi úr 700 þús.kr. í 800 þús.kr. vegna barna sem fæðast, eru frumættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á tímabilinu 1. janúar til og með 31. desember 2025.

Félags- og vinnumarkaðs­ráðuneyti

2,5 ma.kr.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 26.445,4 m.kr. og hækkar um 2.343,9 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 41 m.kr.

Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu málaflokksins.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 2,5 ma.kr. sem byggist m.a. á aðgerðum stjórnvalda til stuðnings kjarasamningum um að hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði hækki í áföngum til ársins 2026 úr 600 þús.kr. í 900 þús.kr.
  2. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 150 m.kr. vegna millifærslu fjárheimildar vegna umsýslukostnaðar Vinnumálastofnunar hjá Fæðingarorlofssjóði til stofnunarinnar sjálfrar. Tilgangurinn er að einfalda framsetningu á rekstri stofnunarinnar í fjárlögum.
  3. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 1,5 m.kr.

29.30 Bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, fjölskyldur

Málaflokkurinn tekur til greiðslna samkvæmt lögum nr. 99/2007, um félagslega aðstoð. Um er að ræða heimildargreiðslur sem eru háðar mati hverju sinni. Málaflokkurinn tekur einnig til mæðra- og feðralauna og endurgreiðslu umtalsverðs kostnaðar við læknishjálp og lyf. Tryggingastofnun annast framkvæmd málaflokksins. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 638 m.kr. og breytist ekki frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 26,3 m.kr.

29.40 Annar stuðningur við fjölskyldur og börn

Starfsemi málaflokksins er í höndum umboðsmanns skuldara, Ráðgjafar- og greiningar­stöðvar, Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með sam­þætta sjón- og heyrnarskerðingu, Barna- og fjölskyldustofu, umboðsmanns barna og Inn­heimtustofnunar sveitarfélaga. Auk þess falla lög um samþættingu þjónustu í þágu far­sæld­ar barna, meðlög, sorgarleyfi og greiðslur til stuðnings fjölskyldum langveikra eða alvarlega fatlaðra barna undir málaflokkinn. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Bætt lífsgæði eldra fólks

Aðgerðir um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu heim stuðla að skil­greindri samþættri þjónustu sem ríki og sveitarfélög bera ábyrgð á og veitt er fólki sem býr í heimahúsi. Þær aðgerðir eru í samræmi við þingsályktun um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023–2027.

Lögð er áhersla á að íbúar upplifi að þjónustuúrræði styðji við búsetu þeirra heima og stefnt er að því að hægt verði að treysta á að eitt þjónustuúrræði taki við af öðru þegar þjónustuþörf eykst. Sex heilbrigðisumdæmi og 22 sveitar­félög taka þátt í þróunarverkefni sam­þættingar.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti

Innan ramma*

Aðgerðir sem stuðla að heilbrigðri öldrun og því að eldra fólk þurfi síðar eða síður á dvöl í sértækum þjónustu­úrræðum að halda eru í samræmi við þingsályktun um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023–2027. Aðgerðir snúa að alhliða heilsueflingu, m.a. með auknum og öruggum upplýsingum um alla virkni, s.s. hreyfingu og félagsstarf, m.a. með því að efla island.is sem mið­stöð upp­lýsinga um heilsueflingu eldra fólks.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti

Innan ramma*

Þingsályktun um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023–2027, aðgerðir B.3, C.1 og C.3, stuðla að auknum áreiðanlegum rafrænum upplýsingum um málefni eldra fólks.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

Innan ramma*

Markmið 2: Stigskipt þjónusta fyrir börn og fjölskyldur endurskipulögð

Innleiða lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Mennta- og barnamálaráðuneyti

Innan ramma

Framfylgja þingsályktun um stefnu og framkvæmdaáætlun um farsæld barna.

Mennta- og barnamálaráðuneyti

Innan ramma

Vinna að þróun og innleiðingu mæla­borðs sem er ætlað að tryggja betri yfirsýn yfir velferð barna.

 

Mennta- og barnamálaráðuneyti

 

Innan ramma

Innleiða aðgerðir þar sem leitast verður við að koma í veg fyrir og grípa inn í ofbeldi meðal barna.

Mennta- og barnamálaráðuneyti og Barna- og fjölskyldustofa

 

Innan ramma

Markmið 3: Ásættanlegur biðtími fyrir þjónustu fyrir börn

Sérstakar aðgerðir til að bregðast við löngum biðtíma eftir þjónustu við börn.

Barna- og fjölskyldustofa og Ráðgjafar- og greiningarstöð

Innan ramma

*Aðgerðir vegna markmiðs nr. 1 vegna þingsályktunar um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023–2027 eru fjármagnaðar en fjárheimildir eru ekki sundurliðaðar á einstaka verkefni í eins og þau birtast í töflunni hér að framan.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 18.070,8 m.kr. og hækkar um 3.073,4 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 736,7 m.kr.

Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 3.750 m.kr. til gjaldfrjálsra skólamáltíða. Verkefnið er hluti af aðgerðum stjórnvalda vegna kjarasamninga á almennum markaði.
  2. Fjárheimild málaflokksins er aukin tímabundið um 200 m.kr. vegna aðgerðaáætlunar um samræmingu þjónustu við eldra fólk sem er eitt verkefna í stjórnarsáttmála, sbr. markmið nr. 1.
  3. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 14,8 m.kr. vegna hækkunar á sértekjum sem hækka um sömu fjárhæð.
  4. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 298,8 m.kr. vegna tímabundinna verkefna sem falla niður.
  5. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 100 m.kr. vegna aukinna verkefna tengdum farsæld barna á aðalskrifstofu ráðuneytis mennta- og barnamála á málaflokki 22.30.
  6. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 161,3 m.kr. vegna flutnings samnings við Krýsuvíkursamtökin frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti til heilbrigðisráðuneytis.
  7. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 14 m.kr. vegna ráðstöfunar útgjaldasvigrúms málaflokksins hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.
  8. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 317,3 m.kr.

29.50 Bætur til eftirlifenda

Málaflokkurinn tekur til barnalífeyris vegna andláts foreldris samkvæmt lögum um almannatryggingar. Þá tekur málaflokkurinn til maka- og umönnunarbóta, dánarbóta og barna­lífeyris vegna menntunar samkvæmt lögum um félagslega aðstoð en þar er um að ræða heimildar­greiðslur sem eru háðar mati hverju sinni. Tryggingastofnun annast framkvæmd málaflokksins. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 590,5 m.kr. og breytist ekki frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 24,3 m.kr.

29.60 Bætur vegna veikinda og slysa

Starfsemi málaflokksins er í höndum Sjúkratrygginga Íslands. Nánar er fjallað um mála­flokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Auka tryggingavernd þeirra sem sinna umönnunarstörfum

Meta hvort fjölgun er á umsóknum eða sam­þykktarhlutfalli og meta hvort grípa þurfi til ráðstafana vegna lagabreytinga.

Heilbrigðisráðuneyti og Sjúkratryggingar Íslands

Innan ramma

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 3.000,3 m.kr. og lækkar um 0,1 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 119,8 m.kr.

Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu málaflokksins.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Varasjóður málaflokksins, 0,1 m.kr., fellur niður tímabundið vegna sértækra aðhalds­ráðstafana.

29.70 Málefni innflytjenda og flóttafólks

Starfsemi málaflokksins er í höndum félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Einnig falla undir mála­flokkinn endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, og eru þær greiðslur á ábyrgð félags- og vinnumarkaðsráðuneytis. Endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna 15. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002, falla undir mála­flokkinn en greiðslurnar eru á ábyrgð mennta- og barnamálaráðuneytis. Enn fremur sinnir Vinnumálastofnun nú verkefnum vegna flóttafólks eftir að starfsemi Fjölmenningarseturs var sameinuð starfsemi Vinnumálastofnunar árið 2023. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Aukin tækifæri flóttafólks til félagslegrar þátttöku og virkni í íslensku samfélagi

Haldið áfram með verkefni sem hófst árið 2024 og er til tveggja ára í tengslum við þjónustu Vinnumála­stofnunar við flóttafólk þar sem áhersla er lögð á virkni, þ.m.t. íslenskunám, starfsþjálfun og náms- og starfsráðgjöf.

Vinnumálastofnun

Innan ramma

Unnið verði að því að samningar komist á fyrir árslok 2024 um framkvæmd sértæks verkefnis til þriggja ára í tengslum við félagsstarf fyrir flóttafólk. Markmið verkefnis­ins er að auka tækifæri flóttafólks til félagslegrar þátttöku og að vinna gegn félagslegri einangrun.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

Innan ramma

Markmið 2: Hækkandi hlutfall flóttafólks sem nýtur þjónustu í samræmdri móttöku flóttafólks

Áframhaldandi vinna í samráði við sveitarfélög um framtíðar­fyrirkomu­lag hvað varðar móttöku flóttafólks.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

Innan ramma

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 5.102,4 m.kr. og hækkar um 123,1m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 243,9 m.kr.

Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin tímabundið um 150 m.kr. vegna aðgerðaáætlunar ríkisstjórnar frá febrúar 2024 um inngildingu innflytjenda og flóttafólks í íslenskt samfélag.
  2. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 7,5 m.kr. vegna flutnings verkefna frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti til forsætisráðuneytis.
  3. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 19,4 m.kr.
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum