Hoppa yfir valmynd

27 Örorka og málefni fatlaðs fólks

Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Skilgreining málefnasviðs

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð félags- og vinnumarkaðsráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Það skiptist í fimm málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.

Örorka og málefni fatlaðs fólks

Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum

Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefna­sviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.

Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025

Heildargjöld málefnasviðs 27 Örorka og málefni fatlaðs fólks árið 2025 eru áætluð 110.469,1 m.kr. og lækka um 1.781,1 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 1,7%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 2.686,4 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 2,5%.

Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs. Gildistöku nýs örorkulífeyriskerfis var hliðrað til 1. september 2025 til að nægt svigrúm gæfist til að undirbúa þær víðtæku breytingar sem í því felast. Sú hliðrun birtist sem aðhaldsaðgerð í útgjaldabrúnni þó svo ekki sé um eiginlegt aðhald að ræða í þeim skilningi að verið sé að skerða greiðslur eða réttindi lífeyrisþega miðað við núverandi almanna­tryggingakerfi þrátt fyrir að flokkunin innan útgjaldarammans sé með þessum hætti.  

Hagræn skipting útgjalda

Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.

Örorka og málefni fatlaðs fólks

27.10 Bætur skv. lögum um almannatryggingar

Starfsemi málaflokksins er í höndum Tryggingastofnunar en stofnunin sér um framkvæmd og ábyrgð greiðslna samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Frá og með 1. september 2025 tekur gildi nýtt greiðslukerfi örorkulífeyris með nýjum bóta­flokkum örorkulífeyris, hlutaörorkulífeyris og sjúkra- og endurhæfingargreiðslum og falla þá niður greiðslur samkvæmt núverandi örorkulífeyri, tekjutryggingu örorkulífeyris, sérstakri uppbót örorkulífeyrisþega og endurhæfingarlífeyri. Innbyrðis skipting milli málaflokka 27.1 og 27.2 tekur breytingum við gildistöku nýju laganna. Fjallað er um breytingarnar á vefsíðu Stjórnarráðsins: Öll með: breytingar á örorkulífeyriskerfinu.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eins og fram kemur í umfjöllun um málefnasvið 27 í fjármálaáætlun 2025–2029 var umfjöllun um málaflokka 27.1, 27.2 og 27.4 sameinuð. Einnig voru markmið og árangursmælikvarðar vegna fyrrnefndra málaflokka endurskoðuð í samræmi við fyrirhugaðar breytingar á örorkukerfinu. Er nú ein tafla með aðgerðum/verkefnum vegna sameinaðrar umfjöllunar fyrrnefndra þriggja málaflokka.

Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis**

Markmið 1: Auðvelda þátttöku og endurkomu einstaklinga á vinnumarkað eftir áföll sem dregur úr nýgengi örorku. Þá þarf einnig að jafna kynjadreifingu

Innleiða lög um nýtt mats- og greiðslu­kerfi, fyrirbyggja þannig ótímabært brotthvarf af vinnumarkaði og auka líkur á atvinnuþátttöku.*

Félags- og vinnumarkaðs­ráðuneyti og Trygginga­stofnun

Innan ramma

Þróa og koma á laggirnar fjölbreyttum vinnumarkaðsaðgerðum.*

Félags- og vinnumarkaðs­ráðuneyti og Vinnumála­stofnun

Innan ramma

Markmið 2: Leggja aukna áherslu á getu einstaklinga til þátttöku á vinnumarkaði og jafna kynjadreifingu

Innleiða og þróa samvinnu þjónustuaðila endurhæfingar til að tryggja rétta þjónustu á réttum tíma.*

Félags- og vinnumarkaðs­ráðuneyti, Trygginga­stofnun og þjónustuaðilar skv. lögum um almanna­tryggingar

Innan ramma.

Innleiða og þróa samþætt sérfræðimat í stað örorkumats.*

Tryggingastofnun

Innan ramma

Markmið 3: Auka áherslu á starfs­endurhæfingu og jafna kynjadreifingu

Innleiða nýjar sjúkra- og endurhæfingar­greiðslur sem ætlað er að stuðla að snemmtækri íhlutun og viðeigandi endur­hæfingarúrræðum til að auka skilvirkni endurhæfingar.*

Tryggingastofnun

Innan ramma

Innleiða samhæfingarteymi sem tryggi samfellu í þjónustu og komi í veg fyrir að einstaklingar falli milli kerfa.*

Félags- og vinnumarkaðs­ráðuneyti

Innan ramma

* Fjárheimildir og aðgerðir vegna heildarendurskoðunar örorkukerfisins eru á málaflokkum 27.1 Bætur skv. lögum um almannatryggingar, 30.1 Vinnumál og atvinnuleysi og 32.4 Stjórnsýsla félagsmála.

**Nýtt kerfi örorku og endurhæfingar sem tekur gildi 1. september 2025 er að fullu fjármagnað. Verkefnin í töflunni hér að framan tengjast öll innleiðingu og/eða framkvæmd nýs kerfis. Einstaka aðgerðir verkefnisins sem eru taldir upp í töflunni hér að framan eru ekki með sérgreindar fjárheimildir.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 68.374,9 m.kr. og hækkar um 4.375 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 2.819 m.kr.

Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er fjárheimild málaflokksins aukin um 4.375 m.kr. vegna heildarendurskoðunar örorkulífeyriskerfisins, sbr. markmið nr. 1, 2 og 3. Nýtt greiðslukerfi tekur gildi 1. september 2025. Áætlaður heildar­kostnaður verkefnisins er 18,1 ma.kr. og gert er ráð fyrir að um 13,7 ma.kr. falli til á árinu 2026.
  2. Bætur almannatrygginga eru undanskildar almennri aðhaldskröfu.

27.20 Bætur skv. lögum um félagslega aðstoð, örorka

Starfsemi málaflokksins er í höndum Tryggingastofnunar en stofnunin sér um framkvæmd og ábyrgð greiðslna samkvæmt lögum um félagslega aðstoð og lögum um almannatryggingar. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl. Vísað er til umfjöllunar í málaflokki 27.1 hér að framan um nýtt kerfi örorku og endurhæfingar.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 39.126,2 m.kr. og er óbreytt frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 1.613 m.kr.

Ekki eru breytingar á hagrænni skiptingu málaflokksins.

27.30 Málefni fatlaðs fólks

Starfsemi málaflokksins snýr að almennri og sértækri þjónustu við fatlað fólk samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018. Almenn þjónusta er veitt af sveitarfélögum sem bera ábyrgð á framkvæmd og skipulagi þjónustu við fatlað fólk. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Auka réttindi fatlaðs fólks og möguleika þess til að lifa sjálfstæðu lífi með innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Verkefnið felst í því að hægt verði að nálgast með einföldum hætti upplýsingar um réttindi og þjónustu við fatlað fólk og fjölskyldur þess á einum stað, s.s. upplýsingar, umsóknareyðublöð og almenna ráðgjöf um allt sem varðar þjónustu við fatlað fólk. Aðgerð A.12 í landsáætlun um innleiðingu SRFF.

Félags- og vinnumarkaðs­ráðuneytið

Innan ramma

 

Leitað verður leiða til að auka framboð á fjölbreyttum námsleiðum, starfstengdu námi og styttri námsleiðum fyrir fatlað fólk. Aðgerð D.5 í landsáætlun um innleiðingu SRFF.

Félags- og vinnumarkaðs­ráðuneytið

Innan ramma

Útbúið verður fræðsluefni fyrir starfsfólk sem sinnir þjónustu við fatlað fólk um réttindi fatlaðs fólks og leiðir í þjónustu sem verndi sjálfsákvörðunarrétt og sjálfræði og komi í veg fyrir að nauðung sé beitt. Aðgerð A.7 í landsáætlun um innleiðingu SRFF.

Félags- og vinnumarkaðs­ráðuneytið

Innan ramma

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 81,8 m.kr. og lækkar um 1.488,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 20 m.kr.

Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 1.290,7 m.kr. vegna flutnings fjárheimildar til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna framlags ríkisins til NPA-samninga. Er millifærslan gerð í samræmi við ákvæði laga nr. 125/2022.
  2. Fjárheimild lækkar um 164,2 m.kr. vegna flutnings verkefna til forsætisráðuneytis.
  3. Fjárheimild lækkar um 18 m.kr. vegna flutnings verkefna til dómsmálaráðuneytis.
  4. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 15,6 m.kr.

27.40 Aðrar örorkugreiðslur

Starfsemi málaflokksins er í höndum Tryggingastofnunar en stofnunin sér um framkvæmd og ábyrgð greiðslna samkvæmt lögum um almannatryggingar. Greiðslur sem falla undir mála­flokkinn eru aðrar ótaldar greiðslur vegna örorku eins og greiðslur vegna vottorða, vaxta o.fl.. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl. Vísað er til umfjöllunar í málaflokki 27.1 hér að framan um nýtt kerfi örorku og endurhæfingar.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 378,9 m.kr. og hækkar um 11 m.kr. frá gildandi fjárlögum. að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 15,6 m.kr.

Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 11 m.kr. vegna reiknaðs kerfislægs vaxtar.
  2. Bætur almannatrygginga eru undanskildar almennri aðhaldskröfu.

27.50 Jöfnun á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða

Undir þennan málaflokk heyrir jöfnun á örorkubyrði lífeyrissjóða en fjárframlög hafa verið veitt úr ríkissjóði til að jafna og lækka mismunandi örorkubyrði lífeyrissjóða í samræmi við lög nr. 113/1990 um tryggingagjald.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 2.507,4 m.kr. og lækkar um 4.678,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum. Breytingar á framlaginu eru gerðar til að fjármagna að hluta fyrirhugaðar breytingar á örorkukerfi almannatrygginga líkt og fjallað hefur verið um í fjármálaáætlun.

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum