Hoppa yfir valmynd

31 Húsnæðis- og skipulagsmál

Innviðaráðuneytið
Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skilgreining málefnasviðs

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð innviðaráðherra og fjármála- og efnahags­ráðherra. Það skiptist í tvo málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.

Húsnæðis- og skipulagsmál

Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum

Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum, sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.

Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025

Heildargjöld málefnasviðs 31 Húsnæðis- og skipulagsmál árið 2025 eru áætluð 26.851 m.kr. og aukast um 2.054,1 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024 eða sem svarar til 8,4%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 2.318,7 m.kr. milli ára eða sem svarar til 9,5%.

Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhalds-markmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs.

Hagræn skipting útgjalda

Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.

Húsnæðis- og skipulagsmál

31.10 Húsnæðismál

Starfsemi málaflokksins fellur undir húsnæðisbætur, stofnframlög, vaxtabætur og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingar sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Jafnvægi verður á húsnæðismarkaði þar sem fjölbreytt framboð íbúða mæti þörf og þróun húsnæðis- og leiguverðs sé stöðug

Samningar við sveitarfélög um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á grundvelli rammasamnings ríkis og sveitarfélaga.

HMS

Innan ramma

Fjölgun íbúða með minna vistspori með kort­lagningu á húsnæði sem mætti endurnýta til búsetu.

Innviðaráðuneyti

Innan ramma

Land eða húsnæði í eigu ríkisins verði nýtt til að hraða uppbyggingu íbúða.

Fjármála- og efnahags­ráðuneyti, innviðaráðuneyti

Innan ramma

Markmið 2: Skilvirkari stjórnsýsla og gæði íbúða í jafnvægi við umhverfið

Aukin réttarvernd neytenda vegna byggingargalla.

Innviðaráðuneyti,
HMS

Innan ramma

Kolefnislosun bygginga verði reiknuð út, upplýsingum skilað inn og kolefnislosun takmörkuð.

HMS

Innan ramma

Mótun rannsóknarumhverfis mannvirkjagerðar.

HMS

Innan ramma

Markmið 3: Húsnæðisöryggi og jafnrétti landsmanna í húsnæðismálum

Endurskoðun lánaheimilda, m.a. skv. lögum um húsnæðismál, með tilliti til almannaþjónustu­hlutverks hins opinbera á húsnæðismarkaði.

Innviðaráðuneyti

Innan ramma

Skoðað verði hvernig húsnæðisstuðningur geti nýst í auknum mæli til að auka framboð öruggra og góðra íbúða með viðráðanlegum húsnæðis­kostnaði.

Innviðaráðuneyti

Innan ramma

Markmið 4: Framboð íbúða stuðlar að virkum vinnumarkaði og styður við öflug atvinnu­sóknarsvæði um land allt

Tryggð byggð – samstarfsvettvangur um húsnæðisuppbyggingu á landsbyggðinni.

HMS

Innan ramma

Greint verði hvar skortur á leiguhúsnæði standi atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni fyrir þrifum.

HMS

Innan ramma

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 26.036,8 m.kr. og hækkar um 1.978,5 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 236,5 m.kr.,

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða, en 50 m.kr. verða færðar af launum og öðrum gjöldum yfir á tilfærslur, samtals 100 m.kr., vegna framlaga til Asks mannvirkjasjóðs.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild til húsnæðisbóta hækkar um 2.500 m.kr. á milli ára, en grunnfjárhæðir húsnæðisbóta voru hækkaðar 1. júní 2024, auk þess sem bætt var við tveimur flokkum, og hækka bætur nú þar til fjöldi einstaklinga í heimili telur sex eða fleiri í stað fjögurra áður.
  2. Tímabundin framlög til Asks mannvirkjasjóðs að fjárhæð 37,5 m.kr. falla niður.
  3. Tímabundin framlög vegna vaxtaniðurgreiðslna til Bríetar verða 67 m.kr. en voru áður 50 m.kr.
  4. Framlög til sértæks húsnæðisstuðnings vegna náttúruhamfara í Grindavík að fjárhæð 450 m.kr. falla niður.
  5. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 40,2 m.kr. og er útfært hlutfallslega niður á stofnanir og verkefni málaflokks.

31.20 Skipulagsmál

Starfsemi málaflokksins fellur undir Skipulagsstofnun og Skipulagssjóð. Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Vernd umhverfis og náttúru

Unnið verði að leiðbeiningum um hvernig draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu kolefnis með skipulagsgerð.

Skipulagsstofnun

Innan ramma

Unnið verði að leiðbeiningum um landslags­greiningu svo að skipulagsákvarðanir um ráðstöfun lands taki mið af þeim gæðum sem felast í landslagi.

Skipulagsstofnun

Innan ramma

Unnið verði að því að ákvarðanataka um nýtingu hafsvæða verði skýr og skilvirk.

Innviðaráðuneyti

Innan ramma

Forgangsröðun verkefna vegna skipulags strandsvæða.

Innviðaráðuneyti, Skipulagsstofnun

Innan ramma

Markmið 2: Velsæld samfélags

Bæta aðgengi að upplýsingum um möguleika á uppbyggingu húsnæðis í skipulagsáætlunum til að stuðla að jafnvægi milli framboðs og eftir­spurnar eftir húsnæði.

Skipulagsstofnun

Innan ramma

Skipulagsgerð styðji við markmið um kolefnis­hlutleysi.

Skipulagsstofnun

Innan ramma

Unnið verði að því að einfalda ferla í skipulags­gerð og byggingarmálum þannig að til verði einn heildstæður, samþættur og skilvirkur ferill með stafræna þróun að leiðarljósi.

Innviðaráðuneyti

Innan ramma

Markmið 3: Samkeppnishæft atvinnulíf

Styrkt verði leiðbeinandi hlutverk Skipulags­stofnunar við sveitarfélög við skipulagsgerð og afgreiðslu skipulagstillagna.

Skipulagsstofnun

Innan ramma

Gerð verði strandsvæðisskipulög í Eyjafirði og Skjálfanda.

Skipulagsstofnun

Innan ramma

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 814,3 m.kr. og eykst um 75,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema samtals 28,1 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild til Skipulagsstofnunar hækkar um 13 m.kr. Um er að ræða tímabundið framlag til að styðja við stofnunina vegna aukinna verkefna.
  2. Fjárheimild til Skipulagssjóðs hækkar um 62 m.kr. Um er að ræða lögbundin framlög til sveitarfélaga sem annast skipulagsmál sín sjálf.
  3. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 4,4 m.kr. og er útfærð hlutfallslega á stofnanir og verkefni málaflokks.
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum