Hoppa yfir valmynd

23 Sjúkrahúsþjónusta

Heilbrigðisráðuneytið

Skilgreining málefnasviðs

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð heilbrigðisráðherra. Það skiptist í þrjá mála­flokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og megin­markmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.

Sjúkrahúsþjónusta

Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum

Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefna­sviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.

Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025

Heildargjöld málefnasviðs 23 Sjúkrahúsþjónusta árið 2025 eru áætluð 176.020,4 m.kr. og aukast um 5.742,3 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 3,6%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 15.027 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 9,3%.

Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun mál­efnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs.

Hagræn skipting útgjalda

Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.

Sjúkrahúsþjónusta

23.10 Sérhæfð sjúkrahúsþjónusta

Starfsemi málaflokksins er í höndum heilbrigðisráðuneytis, Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Þess má geta að í lögum um heilbrigðisþjónustu heitir sérhæfð sjúkrahúsþjónusta nú 3. stigs þjónusta. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðar­skiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Efla mönnun

Vinna áfram með þær tillögur sem enn eru í vinnslu frá vinnu fjögurra vinnuhópa frá árinu 2020, m.a. í samstarfi með Landsráði um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu.

Heilbrigðisráðuneyti

Innan ramma

Áfram unnið að greiningu á mönnun heilbrigðiskerfisins og hugað að breytingum tengt verkaskiptingu heilbrigðisstarfsmanna.

Heilbrigðisráðuneyti og stofnanir sem sinna sjúkrahúsþjónustu

Innan ramma

Unnið að mannauðsstefnu í heilbrigðis­þjónustu.

Heilbrigðisráðuneyti

Innan ramma

Vinnu við meðferðarkjarna haldið áfram skv. áætlun ásamt framkvæmdum við nýbyggingu endurhæfingardeildar við Grensás.*

Nýr Landspítali ehf.

-951 m.kr.

Framkvæmdir hefjast við byggingu nýrrar legudeildarbyggingar SAk.

Nýr Landspítali ehf.

1.174 m.kr.

Markmið 2: Sjúklingar fái heilbrigðisþjónustu á réttu þjónustustigi

Vinna áfram að eflingu fjölþættra úrræða fyrir sjúklinga utan sérgreinasjúkrahúsa.

Heilbrigðisráðuneyti og heilbrigðisstofnanir

Innan ramma

Vinna úr tillögum starfshóps um stöðu markmiðs í heilbrigðisstefnu um rétta þjónustu á réttum stað.

Heilbrigðisráðuneyti

Innan ramma

Markmið 3: Sjúklingar í brýnni þörf fái heilbrigðisþjónustu innan ásættanlegs biðtíma

Vinna að því að koma á fót samræmdum biðlistum fyrir sem flesta þætti þjónustu innan sérgreinasjúkrahúsa.

Embætti landlæknis, LSH og Sjúkrahúsið á Akureyri

Innan ramma

Áframhaldandi vinna við útvistun þeirra verkefna sem leysa má á öðrum þjónustu­stigum en sérgreinasjúkrahúsum og auka þannig getu sérgreinasjúkrahúsa til að anna þeim verkefnum sem þau ein geta leyst.

Heilbrigðisráðuneyti, LSH, Sjúkrahúsið á Akureyri og SÍ

Innan ramma

* Fjárveitingar til verkefna geta verið breytilegar á milli ára. Sem dæmi getur lækkun fjárveitingar endur­speglað að tímabundin fjárveiting fellur niður eða lækkun í samræmi við áætlun eins og endurspeglast í fjármálaáætlun.

 

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 154.299,8 m.kr. og hækkar um 5.310,7 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 8.104 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins er lækkuð um 951 m.kr. í samræmi við framkvæmdaáætlun Nýs Landspítala sem hljóðar upp á um 23,2 ma.kr. á árinu.
  2. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 1.174 m.kr. vegna byggingar nýrrar legudeildar við Sjúkrahúsið á Akureyri.
  3. Reiknaður raunvöxtur í veittri þjónustu innan málaflokksins vegna fjölgunar og öldrunar þjóðarinnar er 2.137,9 m.kr.
  4. Almennt útgjaldasvigrúm málaflokksins er 980 m.kr.
  5. Útgjaldaheimild málaflokksins er aukin um 1.767,6 m.kr. vegna samsvarandi breyt­inga á rekstrar­tekjum stofnana.
  6. Fjárheimild málaflokksins er aukin tímabundið um 300 m.kr. vegna átaks í lýðheilsu­tengdum aðgerðum.
  7. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 1.000 m.kr. til styrkingar ýmissa verkefna í heilbrigðisþjónustunni. Nánari útfærsla mun liggja fyrir við afgreiðslu fjárlaga.
  8. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 800 m.kr. til þjónustutengdrar fjármögnunar (DRG).
  9. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 906 m.kr. vegna niðurfellinga tímabundinna fjárveitinga og millifærslna á aðra málaflokka.
  10. Hlutdeild málaflokksins í afkomubætandi ráðstöfunum ríkissjóðs er samtals 989,6 m.kr. Aukin hagræðing í sameiginlegum innkaupum á heilbrigðisvörum er 618,2 m.kr. (4%) lækkun á ný, aukin verkefni í fjármálaáætlun 2025–2029 170 m.kr. og tíma­bundin niðurfelling fjárveitingar varasjóðs mála­flokksins 201,4 m.kr.
  11. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 2,2 m.kr.

23.20 Almenn sjúkrahúsþjónusta

Starfsemi málaflokksins er í höndum heilbrigðisstofnana í heilbrigðisumdæmum. Þess má geta að í lögum um heilbrigðisþjónustu heitir almenn sjúkrahúsþjónusta nú 2. stigs þjónusta. Land­spítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri veita 2. stigs sjúkrahúsþjónustu fyrir íbúa sem búa í heilbrigðisumdæmum höfuðborgarsvæðisins og á Norðausturlandi en allar fjárveitingar til þessara tveggja stofnana eru undir málaflokki 23.1. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjár­mála­­áætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mæli­kvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Efla aðgengi sjúklinga að skilgreindri sérhæfðri heilbrigðisþjónustu á heilbrigðisstofnunum

Skýra verklag um veitingu sér­hæfðrar heilbrigðis­þjónustu á heilbrigðis­stofnunum í sam­starfi heilbrigðisstofnana, Sjúkra­trygg­inga Íslands og sérhæfðra sjúkrahúsa.

Heilbrigðisráðuneyti, heilbrigðisstofnanir, Landspítali, Sjúkra­tryggingar og Sjúkrahúsið á Akureyri

Innan ramma

Unnið að stefnumótun um stafrænar lausnir við veitingu heilbrigðisþjónustu.

Heilbrigðisráðuneyti

Innan ramma

Markmið 2: Efla sérhæfða ráðgjafarþjónustu til stuðnings við fagaðila sem sinna börnum og unglingum í heimabyggð

Skýra verklag og samvinnu innan 2. stigs þjónustu og við sér­greina­sjúkrahús.

Heilbrigðisstofnanir, Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri

Innan ramma

Þróa sérhæfða ráðgjöf og hand­leiðslu til heilbrigðis­stofnana á landsvísu, m.a. vegna geðheil­brigðisþjónustu og tryggja þannig aðgengi að sérhæfðri þjónustu þegar við á.

Heilbrigðisstofnanir, Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri

Innan ramma

Markmið 3: Sjúklingar komist í liðskiptaaðgerðir innan ásættanlegs biðtíma miðað við viðmið embættis landlæknis

Eftirfylgni við innleiðingu nýs vinnulags varðandi liðskipta­aðgerðir samkvæmt niðurstöðum starfshóps frá því í mars 2022.

Heilbrigðisráðuneyti, embætti landlæknis, Landspítali, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigðis­stofnun Vesturlands

Innan ramma

Samningar um liðskiptaaðgerðir til lengri tíma á vegum Sjúkra­trygginga.

Heilbrigðisráðuneyti, Sjúkratryggingar

Innan ramma

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 17.338,5 m.kr. og hækkar um 347,7 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 1.078,5 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 142 m.kr. vegna endurheimtar heilbrigðis­starfsfólks og endurreisnar heilbrigðiskerfisins eftir Covid-19.
  2. Reiknaður raunvöxtur í veittri þjónustu innan málaflokksins, m.a. vegna fjölgunar og öldrunar þjóðarinnar, er 280 m.kr.
  3. Útgjaldaheimild málaflokksins hækkar um 29 m.kr. vegna samsvarandi breytinga á rekstrartekjum.
  4. Hlutdeild málaflokksins í afkomubætandi ráðstöfunum ríkisins er samtals 103,3 m.kr., aukin hagræðing í opinberum innkaupum 81,8 m.kr. og tímabundin niður­felling varasjóðs málaflokksins 21,5 m.kr.

23.30 Erlend sjúkrahúsþjónusta

Starfsemi málaflokksins er í höndum Sjúkratrygginga Íslands sem sjá um samningagerð við erlend sjúkrahús ásamt því að hafa milligöngu um greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu milli landa þar sem milliríkjasamningar gilda. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða á árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Aðgerðir sem áður voru gerðar erlendis á grundvelli biðtímareglugerðarinnar eru framkvæmdar hérlendis

Stytta biðlista með fjölgun aðgerða sem framkvæmdar eru hér á landi, bæði á vegum opinberra aðila og einkaaðila. Áætlun verði gerð um flutning aðgerða til landsins m.t.t. nýtingar bjarga hérlendis, þ.m.t. fjár­magns sem nú er nýtt til þjónustu erlendis.

Heilbrigðisráðuneyti og Sjúkratryggingar Íslands, sjúkrahús og heilbrigðis­stofnanir

Innan ramma

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 4.382,1 m.kr. og hækkar um 83,9 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa-, gengis- og verðlags­breyt­ingum en þær nema 102,2 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Reiknaður raunvöxtur í veittri þjónustu innan málaflokksins er 83,9 m.kr.
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum