Hoppa yfir valmynd

03 Æðsta stjórnsýsla

Forsætisráðuneytið

Skilgreining málefnasviðs

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð forsætisráðherra. Það skiptist í þrjá málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og megin­markmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.

Æðsta stjórnsýsla

Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum

Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum, sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.

Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025

Heildargjöld málefnasviðs 03 Æðsta stjórnsýsla árið 2025 eru áætluð 2.795,7 m.kr. og minnka um 125,9 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 4,5%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 14,2 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 0,5%.

Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs.

Hagræn skipting útgjalda

Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.

Æðsta stjórnsýsla

03.10 Embætti forseta Íslands

Starfsemi málaflokksins er í höndum embættis forseta Íslands. Nánar er fjallað um mála­flokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, mark­mið og mælikvarða um árangur o.fl.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 380,4 m.kr. og lækkar um 3,8 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 22,3 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

03.20 Ríkisstjórn

Undir málaflokkinn falla laun ráðherra í ríkisstjórn og aðstoðarmanna þeirra. Liðurinn tekur breytingum í samræmi við fjölda ráðherra og aðstoðarmanna á hverjum tíma. Heildar­fjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 828 m.kr. og er óbreytt frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 54,7 m.kr.

03.30 Forsætisráðuneyti

Undir þennan málaflokk falla aðalskrifstofa forsætisráðuneytisins og tengd verkefni sem ekki verða auðveldlega felld undir önnur málefnasvið og málaflokka. Margar áskoranir kalla á aukna og skilvirka samhæfingu innan Stjórnarráðsins og samstarf á vettvangi ráðherranefnda. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Vönduð opinber stjórnsýsla*

Leiðbeiningarefni um vandaða stjórnsýsluhætti verður þróað áfram.

Forsætisráðuneyti

Innan ramma

Tillögur og aðgerðir til að efla traust á opinberri stjórnsýslu.

Forsætisráðuneyti

Innan ramma

Markmið 2: Aukin hagsæld og samkeppnishæfni**

Bætt umgjörð þjóðhagsmála og greining á stöðu og þróun síðustu ára.

Forsætisráðuneyti

Innan ramma

Áframhaldandi innleiðing velsældaráherslna í áætlanagerð, þ.m.t. fjárlagagerð.

Forsætisráðuneyti

Innan ramma

Áframhaldandi stefnumótun og innleiðing aðgerða sem auka sjálfbærni og samkeppnis­hæfni íslensks samfélags, m.a. úr stefnu Íslands um sjálfbæra þróun.

Forsætisráðuneyti

Innan ramma

Lokið við greiningu á samfélagslegum áhrifum fátæktar og aðgerðaáætlun mótuð.

Forsætisráðuneyti

Innan ramma

* Einföld orðalagsbreyting á markmiði 1 í fjármálaáætlun 2025–2029 til að fanga meginmarkmið vinnunnar betur.

** Markmiði 2 í fjármálaáætlun 2025–2029 hefur verið breytt vegna almennra áherslubreytinga í ljósi ráðherraskipta. Breytingin hefur ekki áhrif á fjárhagsleg markmið fjármálaáætlunar skv. 5. gr. LOF.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 1.510,3 m.kr. og lækkar um 122,1 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 63,1 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Sértæk aðhaldsráðstöfun upp á 515 m.kr. gerir ráð fyrir að framlag til viðbyggingar Stjórnarráðshússins falli niður en verði tekið upp þegar endurskoðað umfang og kostnaður við bygginguna liggur fyrir.
  2. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 35,2 m.kr. vegna tímabundinna verkefna. Í fyrsta lagi fellur niður 36 m.kr. framlag sem veitt var við 3. umræðu fjárlaga 2023 í tvö ár vegna samhæfingar um vinnslu gagna og upplýsingamiðlun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd. Í öðru lagi gengur til baka 0,8 m.kr. tímabundin lækkun ráðstöfunarfjár ráðherra.
  3. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 76 m.kr. vegna millifærslu til Mannréttinda­stofnunar Íslands vegna nýrra laga nr. 88/2024 um Mannréttindastofnun Íslands.
  4. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 15,9 m.kr. og eru 15,7 m.kr. útfærðar á aðalskrifstofu ráðuneytisins og 0,2 m.kr. á tæki og búnað forsætis­ráðuneytis.
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum