Hoppa yfir valmynd

26 Lyf og lækningavörur

Heilbrigðisráðuneytið

Skilgreining málefnasviðs

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð heilbrigðisráðherra. Það skiptist í þrjá mála­flokka, lyf, lækningavörur og hjálpartæki, sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.

Lyf og lækningavörur

Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum

Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefna­sviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.

Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025

Heildargjöld málefnasviðs 26 Lyf og lækningavörur árið 2025 eru áætluð 44.147,4 m.kr. og aukast um 1.336,8 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar 3,2%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 2.316,4 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 5,5%.

Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun mál­efna­sviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs.

Hagræn skipting útgjalda

Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.

Lyf og lækningavörur

26.10 Lyf

Starfsemi málaflokksins er í höndum heilbrigðisráðuneytis, Landspítala, Lyfjastofnunar og Sjúkratrygginga Íslands. Embætti landlæknis sér um eftirlit með lyfjaávísunum. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Bætt geðheilsa með því að vinna gegn mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja

Ljúka innleiðingu reglugerða sem

tengjast nýjum lyfjalögum.

Heilbrigðisráðuneyti

Innan ramma

Auka vitund og þekkingu á áhrifum lyfja (Lyf án skaða).

Heilbrigðisráðuneyti, Lyfjastofnun og embætti landlæknis

Innan ramma

Ljúka gerð lyfjalista fyrir heilbrigðis­stofnanir og heilsugæslu og innleiðingu þeirra.

 

Heilbrigðisráðuneyti og heilbrigðisstofnanir

Innan ramma

Markmið 2: Aukin gæði

Innleiða aukna lyfjafræðilega þjónustu í samræmi við niðurstöður tilraunaverkefna og tillögur hvítbókar.

Heilbrigðisráðuneyti

Innan ramma

Markmið 3: Rafvæðing til lækkunar á lyfjakostnaði

Halda áfram innleiðingu á miðlægu lyfjakorti.*

Heilbrigðisráðuneyti og embætti landlæknis

Innan ramma

* Verkefnið styður jafnframt við markmið 2.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 35.585,9 m.kr. og hækkar um 1.032,8 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 721,2 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin um alls 354,8 m.kr. til að mæta auknum kostnaði í almennum lyfjum, leyfisskyldum lyfjum og hjálpartækjum vegna lýðfræðilegra þátta (öldrun og fjölgun þjóðarinnar).
  2. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 357 m.kr. til að mæta veikleika í almennum lyfjum.
  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 321 m.kr. til að mæta kerfislægum vexti í kostnaði vegna leyfisskyldra lyfja.

26.20 Lækningatæki

Starfsemi málaflokksins er í höndum heilbrigðisráðuneytis og Lyfjastofnunar sem annast eftirlit með lækningatækjum. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl. Engin útgjöld eru reikningsfærð á fjárlagalið málaflokksins en markmið var sett fyrir mála­flokkinn í fjármálaáætlun 2025–2029.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Tryggja að ný tækni og nýjar aðferðir, sem fjármagnaðar eru af hinu opinbera, leiði til besta mögulegs árangurs fyrir sjúklinga og samfélagið

Innleiða heilbrigðistæknimat (HTA).

Heilbrigðisráðuneyti og Lyfjastofnun

Innan ramma

26.30 Hjálpartæki

Starfsemi málaflokksins er í höndum Sjúkratrygginga Íslands sem sjá að mestu um úthlutun hjálpartækja. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðar­skiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Einfalda aðgang fólks að hjálpartækjum og tryggja jafnræði við notkun þeirra

Skoða aukna aðkomu heilsugæslu að vali og ráðgjöf vegna hjálpartækja.

Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og Sjúkratryggingar Íslands

Innan ramma

Markmið 2: Bæta aðgang að heildstæðum upplýsingum um hjálpartæki

Bæta upplýsingar um hjálpartæki á vefsíðu Sjúkratrygginga Íslands til fagaðila og einstaklinga.

Sjúkratryggingar Íslands

Innan ramma

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 8.561,5 m.kr. og hækkar um 304 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 258,4 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 160 m.kr. til að mæta kerfislægum vexti í notkun hjálpartækja.
  2. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 94 m.kr. til að auka réttindi barna, sem búa á tveimur heimilum, til hjálpartækja. Einnig eru aukin réttindi til hjálpartækja í frístundum.
  3. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 50 m.kr. vegna veikleika sem m.a. ræðst af því að raunvöxtur er hærri en almenn viðmið gera ráð fyrir.
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum