Hoppa yfir valmynd

07 Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Matvælaráðuneytið
Menningar- og viðskiptaráðuneytið
Forsætisráðuneytið

Skilgreining málefnasviðs

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð fjögurra ráðherra. Forsætisráðherra ber ábyrgð á starfsemi Vísinda- og nýsköpunarráðs. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ber ábyrgð á vísindum, nýsköpun og hugverkaiðnaði. Menningar- og viðskiptaráðherra ber ábyrgð á málefnum skapandi greina og faggildingar ásamt endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar og hljóðritunar á tónlist. Matvælaráðherra ber ábyrgð á málefnum Matvælasjóðs. Málefnasviðið skiptist í tvo málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðar­sýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.

07 Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum

Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.

Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025

Heildargjöld málefnasviðs 07 Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar árið 2025 eru áætluð 37.725,1 m.kr. og aukast um 4.606,7 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 14%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 4.778,9 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 14,5%.

Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs.

Hagræn skipting útgjalda

Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.

Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

07.10 Vísindi og samkeppnissjóðir í rannsóknum

Málaflokkurinn nær yfir starfsemi Vísinda- og nýsköpunarráðs, samkeppnissjóði á sviðum vísinda og nýsköpunar, s.s. Rannsóknasjóð, Tækniþróunarsjóð og Innviðasjóð, stefnumótandi fjármögnun, svo sem Markáætlun, og Matvælasjóð, og samstarfsáætlanir ESB 2021–2027. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl. Tengsl eru milli áskorana, tækifæra, markmiða og verkefna í málaflokki 7.1 og á málefnasviði 21.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Vísindastarf á heimsmælikvarða

Innleiðing nýrra laga um samkeppnissjóði í rann­sóknum og nýsköpun, með áherslu á einföldun, aðgengileika, aukna skilvirkni og betri þjónustu.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

Innan ramma

Mat á árangri af Vegvísi um rannsóknarinnviði og upphaf annars Vegvísis ásamt stefnumótun um framtíðarfyrirkomulag fjármögnunar vísinda- og tækniinnviða.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

Innan ramma

Stefna um opin vísindi og aðgerðaáætlun um opinn aðgang að rannsóknagögnum og niðurstöðum sett í framkvæmd.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

Innan ramma

Markmið 2: Hagnýting hugvits og nýskapandi lausnir á brýnum samfélagslegum áskorunum

Nýr áherslusjóður taki við af Markáætlun til að styðja við áherslur stjórnvalda í vísindum og nýsköpun gagnvart brýnum samfélagslegum áskorunum.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

Innan ramma

Aðgerðir í þágu hagnýtingar rannsókna í jarðrækt með uppbyggingu jarðræktarmiðstöðvar við Land­búnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og fiskeldis og rannsóknaraðstöðu við Háskólann á Hólum á Sauðár­króki, sbr. málefnasvið 21.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti og matvælaráðuneyti

Innan ramma

Stuðningur við þróun og hagnýtingu máltæknilausna í gegnum Markáætlun í tungu og tækni í samræmi við markmið máltækniáætlunar 2.0.

Menningar- og viðskiptaráðuneyti

Innan ramma

Innleiðing aðgerða í þágu hagnýtingar hugvits og nýskapandi lausna í samræmi við framtíðarsýn Vísinda- og nýsköpunarráðs.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti og forsætisráðuneyti

Innan ramma

Markmið 3: Virkt alþjóðlegt samstarf á sviði menntunar, vísinda og nýsköpunar

Stóraukin framlög og aðgerðir til að efla þátttöku inn­lendra aðila í Samstarfsáætlun ESB, t.d. Horizon Europe, Erasmus+, Digital Europe og InvestEU.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti í samstarfi við önnur ráðuneyti

 

956,7 m.kr.

Markviss þátttaka og hagsmunagæsla stjórnvalda og stofnana í alþjóðasamstarfi og stefnumörkun á sviði vísinda, menntunar og nýsköpunar.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

 

Innan ramma

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 12.776,6 m.kr. og hækkar um 516,9 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 113,9 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 956,7 m.kr. til standa straum af kostnaði Íslands við þátttöku í rammaáætlun ESB um menntun, rannsóknir og tækniþróun. Kostnaðarhlutdeild Íslands eykst milli ára því hún ræðst af landsframleiðslu aðildarríkja sem hefur aukist meira að meðaltali á Íslandi en í öðrum löndum sem eiga aðild að áætluninni.
  2. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 79,6 m.kr. vegna þess að tímabundið aðhald fyrri ára á Rannsóknasjóð, Tækniþróunarsjóð og Innviðasjóð gengur til baka.
  3. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 537,5 m.kr. og munar þar mest um aðgerðir ríkisstjórnarinnar um lækkun fjárframlaga í samkeppnis- og styrktarsjóði hins opinbera. Rannsóknasjóður fær hlutfallslega minnsta lækkun sjóða á málefnasviðinu.

07.20 Nýsköpun, samkeppni og þekkingargreinar

Málaflokkurinn nær yfir stuðningsumhverfi og aðgerðir í þágu nýsköpunar, hugvitsiðnaðar og skapandi greina. Undir málaflokkinn heyra m.a. Nýsköpunarsjóðurinn Kría, Hugverkastofa, styrkir til nýsköpunarfyrirtækja í formi skattendurgreiðslna vegna rannsókna og þróunar og endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar og hljóðritunar á tónlist.

Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl. Tengsl eru milli áskorana, tækifæra, markmiða og verkefna í málaflokkum 07.20 og 11.20 Fjarskipti.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Bætt samkeppnisstaða í alþjóðlegu samhengi

 

Aukin fjárfesting í nýsköpun með auknum framlögum til endurgreiðslna vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar fyrirtækja, og innleiðing nýs regluverks um endurgreiðslur og framkvæmd þeirra í takti við niðurstöður úttektar OECD.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytiog fjármála- og efnahagsráðuneyti

631 m.kr.

 

Nýr sjóður, Nýsköpunarsjóðurinn Kría, settur á stofn með áherslu á skilvirkan, opinberan stuðning við fjármögnun sprota- og nýsköpunarfyrirtækja.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

Innan ramma

 

Þróun Rannsóknaseturs skapandi greina.

Menningar- og viðskiptaráðuneyti

Innan ramma

 

Áframhaldandi stuðningur við kvikmyndagerð og hljóðritun tónlistar á Íslandi í formi endurgreiðslna á framleiðslukostnaði.

Menningar- og viðskiptaráðuneyti

3.569 m.kr.

 

Markmið 2: Aukin hagnýting tæknilausna í þágu samfélagslegra áskorana

 

Mótun heildstæðrar löggjafar á sviði gervi­greindar. Framkvæmd aðgerðaáætlunar um gervigreind, m.a. til að auka skilvirkni í opin­berum rekstri.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

Innan ramma

 

Samstarfsverkefni háskóla, heilbrigðisstofnana og atvinnulífs um innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðisvísindum, þ.m.t. innleiðing gervi­greindar, í samræmi við aðgerðaáætlun í gervi­greind.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti

 

Innan ramma

 

Stefna og aðgerðaáætlun um sjálfbæran iðnað.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

Innan ramma

 

Markmið 3: Ný og fjölbreytt störf skapist í þekkingargreinum

 

Aðgerðir til að auka þátttöku kvenna í fjárfest­ingarumhverfi nýsköpunar, m.a. í gegnum Nýsköpunarsjóðinn Kríu.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytiog Nýsköpunarsjóðurinn Kría

Innan ramma

 

 

Fjölgun háskólanemenda, m.a. í heilbrigðis­vísindum, STEM-greinum og þróun raunfærni­mats á háskólastigi (sbr. málaflokk 21.1).

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

Innan ramma

 

Markvissar aðgerðir, s.s. einföldun regluverks og íslenskunám, sem auðvelda aðgengi erlendra sérfræðinga og fjölskyldna þeirra að því að starfa og búa á Íslandi.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

Innan ramma

 

Stuðningur við starfsemi stafrænna smiðja (FabLab) og frumkvöðlasetra um land allt.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

 

Innan ramma

 

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 24.948,5 m.kr. og hækkar um 4.089,8 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 58,3 m.kr. 

Ekki er um breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða. 

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar: 

  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 3.569,1 m.kr. í formi tímabundins framlags til endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar á Íslandi í samræmi við fyrirliggjandi vilyrði til endurgreiðslna á árinu 2025.
  2. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 53,2 m.kr. þar sem tímabundnar aðgerðir vegna hönnunarstefnu ganga til baka. Aðgerðirnar voru fjármagnaðar af tíma­bundnu fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar til menningarmála.
  3. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 15 m.kr. þar sem tímabundið framlag til Hönnunarsjóðs gengur til baka. Aðgerðin var fjármögnuð af tímabundnu fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar til menningarmála.
  4. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 2.631,2 m.kr. í samræmi við aukna fjár­festingu fyrirtækja í rannsóknum og þróun sem ríkið endurgreiðir. Viðhalda á auknum stuðningi við nýsköpunarfyrirtæki sem jókst mikið í heimsfaraldri Covid-19 þegar gerðar voru tímabundnar breytingar á lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki.
  5. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 2.105 m.kr. Þar af eru 2.000 m.kr. til þess að draga úr útgjaldavexti styrkja til nýsköpunar­fyrirtækja, m.a. með auknu eftirliti með endurgreiðslum til nýsköpunarfyrirtækja.
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum