Skýrslur og rannsóknir sem fylgja framkvæmdaáætlun 2017-2022
Sigrún K. Jónasdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, vann greinargerð um algilda hönnun þar sem eftirfarandi spurningum er meðal annars svarað: a) hvað er algild hönnun? b) til hvaða þátta tekur algild hönnun? c) af hverju er algild hönnun mikilvæg? d) hvaða þættir geta mögulega hindrað eða ýtt undir innleiðingu? og e) hvað er þegar til af opinberum gögnum og fræðsluefni á Íslandi um algilda hönnun? Í greinargerðinni er fjallað um stöðu algildrar hönnunar á Íslandi og einnig tekin dæmi frá öðrum löndum.
Gallup framkvæmdi rannsókn þar sem kannað var hvernig almennur vinnumarkaður og opinberar stofnanir mæta ólíkum þörfum fatlaðs starfsfólks og hvaða hindranir stæðu í vegi fyrir atvinnuþátttöku þess.
Rannsókn unnin af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem markmiðið var að fá upplýsingar um heilbrigði fatlaðs fólks á Íslandi á meðan á COVID-19 faraldrinum stóð, en rík ástæða þótti til að fylgjast vel með áhrifum faraldursins á hópinn. Sjá einnig
Fötlun og heilsa 2021 - viðauki.
Meginmarkmið með rannsókninni var að fá greiningu á stöðu fatlaðs fólks á vinnumarkaði sem íslensk stjórnvöld geta notað til að móta stefnu til framtíðar í málaflokknum.
Aðgengi að biðstöðvum og aðgengi í sumum almenningsfarartækjum hentar ekki öllu fötluðu fólki og þá sér í lagi þeim sem notast við stoð- og hjálpartæki, s.s. hjólastóla og er ein ástæða þess að aðrir fararkostir verða frekar fyrir valinu. Þótti ástæða til að framkvæma könnun á aðgengi að strætisvögnum og biðstöðvum.
Meginmarkmið með könnuninni var að afla upplýsinga um aðstæður fólks og barna sem nota þjónustu sveitarfélaganna sem ætluð er fötluðu fólki. Lagt var upp með að könnunin yrði endurtekin þegar tímabili framkvæmdaráætlunarinnar lyki þannig að hægt yrði að bera saman svör og meta breytingar sem orðið hafa á þjónustunni og aðstæðum fatlaðs fólks á tímabilinu.
Öryrkjabandalag Íslands, ÖBÍ, tók að sér að gera úttekt á almenningssamgöngum um land allt en úttektin var tvíþætt: a) taka út biðstöðvar í sveitarfélögum um land allt og b) skoða hlutfall almenningsvagna með hjólastólaaðgengi.
Markmiðið með rannsókninni var að fá upplýsingar um aðgengi og þjónustu við fatlað fólk og fjölskyldur fatlaðra barna.
Markmiðið með rannsókninni var að meta breytingar á þjónustu og aðstæðum fatlaðs fólks á tímabili framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks 2017-2021. Um er að ræða endurtekningu á könnun sem unnin var árið 2018.