Jafnréttissjóður Íslands - umsókn um styrk
Jafnréttissjóður Íslands var stofnaður með samþykki þingsályktunar 13/144 í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli íslenskra kvenna. Megintilgangur sjóðsins er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Jafnréttissjóður Íslands nýtur framlaga af fjárlögum í fimm ár, 100 milljónir króna á ári, frá ársbyrjun 2016 til ársloka 2020. Úthlutað verður úr sjóðnum 19. júní ár hvert.
Umsóknareyðublað
Sótt er um styrki á eyðublaðavef Stjórnarráðsins - „Mínar síður“.