Kæra til félags- og vinnumarkaðsráðherra á grundvelli laga nr. 9/2014, um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta
Kærur til félags- og vinnumarkaðsráðherra á grundvelli laga nr. 9/2014, um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta eru rafrænar og er kærublaðið sótt á eyðublaðavef Stjórnarráðs Íslands.
Kærufrestur
Kærufrestur er þrír mánuðir frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðun.
Málsmeðferð
Eftir að erindi berst ráðherra er óskað eftir greinargerð frá embætti umboðsmanns skuldara um kæruna. Kæranda er síðan send greinargerðin og honum gefinn frestur til athugasemda. Þegar allar upplýsingar eru taldar liggja fyrir er málið tekið til úrskurðar.
Úrskurðir ráðherra fela í sér endanlega stjórnvaldsákvörðun.
Kostnaður
Málsmeðferð er aðilum máls að kostnaðarlausu.
Fylgigögn
Æskilegt er að með kæru fylgi afrit af þeirri ákvörðun sem kærð er.
Innskráning - þrjár leiðir:
- Auðkenning með rafrænum skilríkjum á vef Island.is
- Auðkenning með Íslykli á vef Island.is
- Notandi velur flipann Nýskráning og skráir sig á vefinn á kennitölu sinni, gefur upp fullt nafn, heimilisfang og netfang og ákveður síðan lykilorð. Athugið að vefurinn er tengdur við Þjóðskrá þannig að eingöngu er mögulegt að skrá sig inn á kennitölu einstaklings.
Hafi notandi sótt um áður á Mínum síðum velur hann flipann Innskráning og skráir sig inn með kennitölu og lykilorði eða með öðrum ofangreindum aðferðum.
Athugið að vefurinn er tengdur við Þjóðskrá þannig að eingöngu er mögulegt að skrá sig inn á kennitölu einstaklings.
Eyðublöðin er unnt að vista á vefsvæði eyðublaðavefsins án þess að lokið sé við útfyllingu þeirra og halda áfram með þau síðar. Þess ber að gæta að eyðublöðin berast ekki úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála fyrr en þau hafa verið send. Því er mikilvægt að ýta á Senda innan tilsetts tímaramma.