Hönnunarstaðall fyrir Stjórnarráð Íslands

Merki ráðuneytanna
Stjórnarráð Íslands notar skjaldarmerki Íslands sem merki sitt. Merkið skal notað í öllu efni sem kemur frá Stjórnarráðinu.

Letur
Aðalletur ráðuneytisins er FiraGo. Það er notað í fyrirsagnir, titla og meginmál. Letrið hentar bæði vel fyrir skjá- og prentmiðla.

Litur og myndir
Aðallitur Stjórnarráðsins er himinblár. Hann er til í nokkrum tónum. Þegar þarf, skal nota hárauðan sem áherslulit.

Bréfsefni og nafnspjöld
Á umslögum og bréfsefnum er Skjaldarmerkið ávallt í efra vinstra horninu og nafn ráðuneytis er ávallt í neðra vinstra horninu.

Kynningar
Kynningar geta verið í öllum litapallettum ráðuneytisins en fylgja ávallt einni pallettu. Litapallettum er ekki blandað saman.

Rit og skýrslur
Rit og skýrslur geta verið í öllum litapallettum ráðuneytisins en fylgja ávallt einni pallettu. Litapallettum er ekki blandað saman.

Auglýsingar og annað kynningarefni
Auglýsingasniðmát má nálgast hjá viðkomandi ráðuneyti. Dagblaðaútgáfur gefa upplýsingar um sniðmát en þau eru einungis til fyrir InDesign.

Gögn fyrir sendiskrifstofur
Sendiskrifstofur utanríkisþjónustunnar fylgja hönnunarstaðli Stjórnarráðsins fyrir nafnspjöld, umslög og annað kynningarefni.
Hönnunarstaðall Stjórnarráðsins
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.