Gögn fyrir sendiskrifstofur
Sendiskrifstofur utanríkisþjónustunnar fylgja hönnunarstaðli Stjórnarráðs Íslands. Það á meðal annars við um leturgerð (FiraGo), liti, mynstur, myndheim og uppsetningu á efni.
Merki sendiskrifstofa
Sendiskrifstofur nota skjaldarmerki Íslands sem merki sitt. Því skal sýnd virðing í hvívetna. Sömu reglur gilda um merki sendiskrifstofa og merki ráðuneyta innan Stjórnarráðs Íslands.
Lóðrétt lína aðskilur merki og nafn. Nafn sendiskrifstofu er ætíð hægra megin við skjaldarmerki.
Merkið er til í eftirfarandi útgáfum:
- Í lit fyrir skjái (RGB: PDF og PNG skrár).
- Í lit, einungis fyrir prent (CMYK: PDF skrár).
Í merki stendur heiti sendiskrifstofu efst og nafn borgar undir. Á íslensku er nafn borgar ritað í þágufalli. Í sumum tilfellum gegna sendiskrifstofur tvíþættu hlutverki (t.d. Genf, sem bæði gegnir hlutverki fastanefndar og sendiráðs) og skulu þá vera til taks tvö merki á hverju tungumáli, en þó aldrei fleiri.
Sendiráð Íslands, Fastanefnd Íslands og Aðalræðisskrifstofa Íslands eru rituð með stórum staf þar sem þau standa ein og sér. Annars staðar eru heiti sendiskrifstofa rituð með litlum staf nema í upphafi setningar.
Þegar heiti sendiskrifstofu er ritað á erlendu tungumáli skal fylgja rithætti viðkomandi lands (Dæmi: Fastanefnd Íslands ritað á ensku er „Permanent Mission of Iceland“).
Dæmi um uppsetningu merkja og notkunarreglur er að finna á síðunni „Merki ráðuneyta“.
Fyrir verkefni í samstarfi við ráðuneyti skal notast við „Government of Iceland“ eða sambærilegt á viðeigandi tungumáli (aðgengilegt á ensku, frönsku og skandinavískum málum). Vegna kynningar á þróunarsamvinnu Íslands erlendis er notast við sérmerki á ensku „Government of Iceland, International Development Cooperation“.
Skrár með merkjum sendiskrifstofa
Hér að neðan má nálgast merki sendiskrifstofa á PDF-sniði fyrir bæði skjái og prent, á mismunandi tungumálum. Þetta er einkum gert fyrir auglýsingastofur og prentsmiðjur sem vinna með merkið. SVG-útgafur af öllum merkjunum eru í einni Zip-skrá.
Upplýsingar um skjaldarmerkið og notkun þess er að finna á öðrum síðum hér á vefnum, þar er meðal annars skjaldarmerkið eitt og sér fyrir prent- og skjámiðla.
Aðalræðisskrifstofur
Fastanefndir
Brussel Atlantshafsbandalagið
Strassborg / UTN Evrópuráðið
Sendiráð
Berlín
- _ BER_DE_SCREEN.png
- _ BER_EN_SCREEN.png
- _ BER_IS_SCREEN.png
- _ BER_PL_SCREEN.png
- BER_DE_PRINT_CMYK.eps
- BER_DE_PRINT_CMYK.pdf
- BER_DE_SCREEN_RGB.pdf
- BER_EN_PRINT_CMYK.pdf
- BER_EN_PRINT_CMYM.eps
- BER_EN_SCREEN_RGB.pdf
- BER_IS_PRINT_CMYK.eps
- BER_IS_PRINT_CMYK.pdf
- BER_IS_SCREEN_RGB.pdf
- BER_PL_PRINT_CMYK.pdf
- BER_PL_SCREEN_RGB.pdf
Brussel
- _ BRU_EN_SCREEN.png
- _ BRU_EN_SCREEN_MI.png
- _ BRU_FR_SCREEN.png
- _ BRU_IS_SCREEN.png
- _ BRU_NL_SCREEN.png
- BRU_EN_PRINT_CMYK.pdf
- BRU_EN_PRINT_CMYK_MI.pdf
- BRU_EN_SCREEN_RGB.pdf
- BRU_EN_SCREEN_RGB_MI.pdf
- BRU_FR_PRINT_CMYK.pdf
- BRU_FR_SCREEN_RGB.pdf
- BRU_IS_PRINT_CMYK.pdf
- BRU_IS_SCREEN_RGB.pdf
- BRU_NL_PRINT_CMYK.pdf
- BRU_NL_SCREEN_RGB.pdf
Helsinki
Kampala
Lilongwe
London
Freetown
- STJ_sendirad_FREE_ENG_2L__skjald_CMYK.pdf
- STJ_sendirad_FREE_ENG_2L_RGB_blatt.png
- STJ_sendirad_FREE_ENG_2L_RGB_blatt.svg
- STJ_sendirad_FREE_ENG_2L_skjald_RGB.pdf
- STJ_sendirad_FREE_IS_2L__skjald_CMYK.pdf
- STJ_sendirad_FREE_IS_2L_RGB_blatt.png
- STJ_sendirad_FREE_IS_2L_RGB_blatt.svg
- STJ_sendirad_FREE_IS_2L_skjald_RGB.pdf
- STJ_sendirad_sRGB_merki_HS_0423 copy_STJ_sendirad_FREE_IS_2L_.eps
- STJ_sendirad_sRGB_merki_HS_0423_STJ_sendirad_FREE_ENG_2L_.eps
Nýja Delí
Ottawa
París
- _ PAR_EN_SCREEN.png
- _ PAR_ES_SCREEN.png
- _ PAR_FR_SCREEN.png
- _ PAR_IS_SCREEN.png
- _ PAR_IT_SCREEN.png
- _ PAR_PT_SCREEN.png
- _PAR_EN_SCREEN_PD.png
- PAR_EN_PRINT_CMYK.pdf
- PAR_EN_PRINT_CMYK_PD.pdf
- PAR_EN_SCREEN_RGB.pdf
- PAR_EN_SCREEN_RGB_PD.pdf
- PAR_ES_PRINT_CMYK.pdf
- PAR_ES_SCREEN_RGB.pdf
- PAR_FR_PRINT_CMYK.pdf
- PAR_FR_SCREEN_RGB.pdf
- PAR_IS_PRINT_CMYK.pdf
- PAR_IS_SCREEN_RGB.pdf
- PAR_IT_PRINT_CMYK.pdf
- PAR_IT_SCREEN_RGB.pdf
- PAR_PT_PRINT_CMYK.pdf
- PAR_PT_SCREEN_RGB.pdf
Peking
- _ PEK_EN_SCREEN.png
- _ PEK_IS_SCREEN.png
- _ PEK_ZH_SCREEN.png
- PEK_EN_PRINT_CMYK.pdf
- PEK_EN_SCREEN_RGB.pdf
- PEK_IS_PRINT_CMYK.pdf
- PEK_IS_SCREEN_RGB.pdf
- PEK_ZH_PRINT_CMYK.pdf
- PEK_ZH_SCREEN_RGB.pdf
Tókýó
Vín
- STJ_sendirad_VIN_ENG_2L_CMYK.pdf
- STJ_sendirad_VIN_ENG_2L_CMYK.png
- STJ_sendirad_VIN_ENG_2L_RGB.pdf
- STJ_sendirad_VIN_ENG_2L_RGB.png
- STJ_sendirad_VIN_ENG_2L_RGB.svg
- STJ_sendirad_VIN_IS_2L_CMYK.pdf
- STJ_sendirad_VIN_IS_2L_CMYK.png
- STJ_sendirad_VIN_IS_2L_RGB.pdf
- STJ_sendirad_VIN_IS_2L_RGB.png
- STJ_sendirad_VIN_IS_2L_RGB.svg
Önnur merki
Stjórnarráð Íslands
Nafnspjöld
Í utanríkisþjónustunni er notast við fjórar útgáfur af nafnspjöldum: fyrir eitt, tvö, þrjú eða fjögur tungumál. Aðalskrifstofa utanríkisráðuneytisins sér um vinnslu á nafnspjöldum fyrir allar sendiskrifstofur.
Almenna reglan fyrir nafnspjöld utanríkisþjónustunnar er að framhlið þess er á ensku en bakhlið á íslensku. Á sendiskrifstofum þar sem opinbert tungumál gistiríkis er annað en enska (eitt eða tvö), skal bakhlið nafnspjalds vera á bæði ensku á íslensku – Þá er jafnframt vikið frá meginreglu um merki sendiskrifstofu (heiti sendiskrifstofu í „Semi-Bold“ og nafn borgar beint á eftir í „Light“ – erlent tungumál í efri línu og íslenska í neðri línu).
- Nafnspjald á einu tungumáli (ensku) er einungis ætlað fyrir kjörræðismenn erlendis.
- Nafnspjöld á tveimur tungumálum (enska að framan, íslenska að aftan) notast á eftirfarandi sendiskrifstofum: Atlantshafsbandalagið, Brussel, Genf, Kampala, Lilongwe, London, New York, Nýja Delí, Róm, Sameinuðu þjóðirnar, Evrópuráðið, Vín, Washington D.C. og Winnipeg.
- Nafnspjöld á þremur tungumálum (tungumál gistiríkis að framan, enska og íslenska að aftan) notast á eftirfarandi sendiskrifstofum: Berlín, Kaupmannahöfn, Moskva, Ottawa, Osló, París, Peking, Stokkhólmur og Tókýó.
- Nafnspjöld á fjórum tungumálum (bæði tungumál gistiríkis að framan, enska og íslenska að aftan) notast á eftirfarandi sendiskrifstofum: Helsinki, Nuuk, Þórshöfn.
Texti er prentaður í bláum lit. Skjaldarmerkið er prentað í lit. Stærð 85×55 mm. Blár litur í CMYK 100—75—0—18. Nafnspjaldið er prentað á vandaðan pappír.
Umslög
Fyrir uppsetningu á umslögum gilda sömu leiðbeiningar og fyrir nafnspjöld sendiskrifstofa, þ.e. til eru útgáfur fyrir eitt, tvö, þrjú eða fjögur tungumál. Aðalskrifstofa utanríkisráðuneytisins heldur utan um sniðmát umslaga allra sendiskrifstofa.
Uppsetning er í samræmi við almennar leiðbeiningar fyrir Stjórnarráð Íslands: Skjaldarmerkið er prentað í lit. Blár litur í CMYK 100—75—0—18. Skjaldarmerkið og nafn ráðuneytis eru ávallt í efra vinstra horninu. Aðrar upplýsingar eru í einni línu, í sömu stærð og texti í nafni ráðuneytis og í línu við nafn ráðuneytis. Umslög eru til í stærðum C4, C5 og M65.
Almennar leiðbeiningar um uppsetningu bréfsefnis og nafnspjalda innan Stjórnarráðs Íslands má finna í „Bréfsefni og nafnspjöld“.
Almennt um uppsetningu efnis sendiskrifstofa
Sendiskrifstofur notast við glærugrunna á ensku, með merkinu „Government of Iceland“ án heitis ráðuneytis.
Á japönsku og kínversku skal notast við letrið Noto Sans TC fyrir merki, nafnspjöld og umslög.
Fyrir sendiskrifstofur gilda annars sömu leiðbeiningar hönnunarstaðals og gilda fyrir Stjórnarráð Íslands. Þær má finna í eftirfarandi köflum:
Hönnunarstaðall Stjórnarráðsins
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.