Hoppa yfir valmynd
15.10.2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum veitt viðurkenning fyrir lofsvert lagnaverk 2009

 

15. október 2010, Keldur

„Lofsvert lagnaverk 2009“

Það er mér mikill heiður að fá að afhenda hér í dag Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum viðurkenningu fyrir lofsvert lagnaverk 2009. Það er Lagnafélag Íslands sem veitir viðurkenninguna fyrir lagnir af ýmsu tagi, hönnun, smíði og uppsetningu þeirra.

Segja má að í því verki sem viðurkenning er veitt fyrir sameinist ýmsir þættir hönnunar, innsæis og handverks. Þar fá að njóta sín útsjónarsemi, fágun og hagleikur iðnaðarmannsins. Þegar það fer saman með nákvæmni og gæðakröfum stofnunarinnar sem pantaði verkið er varla von á öðru en að útkoman verði snilldarleg.

Öryggisrannsóknarstofa Tilraunastöðvarinnar mun gegna mikilvægu hlutverki í framtíðinni við rannsóknir á hvers kyns óværu sem herjar á okkur mennina og því mikilvægt að vel sé að verki staðið við uppbygginguna þegar í byrjun.

Ég vil leyfa mér að óska öllum hlutaðeigandi innilega til hamingju með vel unnið verk og veiti viðurkenninguna í þeirri fullvissu að hér er að öllu staðið eins og best verður á kosið.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta