Hoppa yfir valmynd
31.10.2014 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra við stofnun Oceana - öndvegisseturs

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, flutti eftirfarandi ávarp við stofnun Oceana - öndvegisseturs í Hörpunni 31. október 2014.


Dear guests, ladies and gentlemen,

I intend here to say a few words about the memorandum that has been signed here today, to show the willingness of various partners to create a forum or a center of excellence, on technology in the marine sector. As this is a consortium of Icelandic partners I thought it was appropriate to have my statement in Icelandic - but I also want to say a few words in English, as we are here under the umbrella of the Arctic Circle, an international conference. 

In short, the Icelandic government and the Minister who stands here, are very positive on this idea and want to cooperate with other partners on this projects. Iceland is more dependent on the ocean and its resources than almost any other country. We need our fish stocks plentiful, our ecosystems healthy and our seas clean and free from pollution. We have a thriving fishing industry, and a growing marine technology sector. It is increasingly looking for low-carbon and clean solutions. This is good. We need greener technology for the blue sector. 

The driving force behind this idea and this event comes from the private sector, from innovative companies. They have hooked up with researches, universities and industry associations. The government supports this endeavour, as it fits nicely with policies on environmental protection and sustainable use of resources. We also hope to draw inspiration from the work of this forum - we have made much progress towards a healthier marine environment, but we must do even better. I believe we all share the same goal, and we will get there quicker with cooperation and good communication. So I am most happy to pledge my support and that of the Ministry for the Environment and Natural Resources to this project. I wish us all good luck!

And if you excuse me, I will now turn to Icelandic,

Góðir gestir,

Góðir gestir,Það er mér ánægja að fá að segja hér nokkur orð við þessa athöfn, þar sem skrifað er undir samkomulag um stofnun öndvegisseturs á sviði grænnar tækni sem tengist hafinu, siglingum og sjávarútvegi. 

Við Íslendingar erum háðir hafinu hvað velferð okkar varðar. Yfirráð yfir fiskimiðunum og nýting lifandi auðlinda hafsins skipti höfuðmáli á vegferð okkar frá fátækt til sjálfstæðis og hagsældar. Við reynum að nýta þessar auðlindir á sjálfbæran hátt með langtímasjónarmið í stafni. Margar þjóðir líta til dæmis til okkar hvað það varðar. Útfærslan á fiskveiðistjórninni er okkur reyndar gjarnan þrætubók, en fáir mæla hér glannalegri nýtingu fiskistofna bót, eins þótt hún kynni að færa okkur stundargróða í erfiðu árferði. 

Við Íslendingar leggjum einnig mikið upp úr hreinleika hafsins. Hafið er matarkista okkar og getur ekki nýst sem ruslakista að auki. Það var mér sérstök ánægja að veita Tómasi Knútssyni kafara með meiru nýlega náttúruverndarverðlaun Sigríðar í Brattholti fyrir starf varðandi hreinsun á ströndum og af hafsbotni. Sigríður sá verðmætin í fegurð Gullfoss þegar þau voru kannski ekki öllum ljós. Tómas og félagar hans í Bláa hernum sjá fegurð náttúrunnar neðansjávar og þeim ofbauð skeytingarleysi þeirra sem hentu rusli í hafið og hófu því hreinsunarátak á stöðum sem eru alla jafna fjarri sjónum okkar. Umgengni okkar um hafið hefur ekki alltaf verið góð, en hefur sem betur fer skánað nokkuð á sumum sviðum.

Íslensk stjórnvöld voru í fararbroddi á sínum tíma við að hvetja til alþjóðlegrar samvinnu til að draga úr mengun hafsins. Þar má segja að við höfum haft erindi sem erfiði. Alþjóðlegir samningar hafa verið gerðir til að draga úr mengun hafsins. 

Stokkhólmssamningurinn tekur á losun þrávirkra lífrænna efna í umhverfið, sem mörg enda í lífkeðju hafsins og finnast í miklu mæli víða á Norðurslóðum, þar á meðal í hvítabjörnum. Minamata-samningurinn, sem er glænýr af nálinni, tekur á kvikasilfri. Washington-áætlunin er heiti á samstarfi ríkja heims um að draga úr mengun hafs frá landi, en þaðan koma um 80% hennar; síðasti undirbúningsfundur hennar var haldinn á sínum tíma hér í Reykjavík. 

Að sumu leyti má segja að það reynist okkur erfitt að fylgja þessum árangri eftir. Það er mikið starf fyrir fámenna þjóð að taka virkan þátt í blómlegu alþjóðastarfi sem tengist vernd og sjálfbærri nýtingu hafsins og auðlinda þess. Það starf verður ekki auðveldara þegar hart er í búi eins og verið hefur eftir bankahrunið. Að sumu leyti höfum við dregist aftur úr, en þurfum að bæta okkur á ný. Hagsmunir okkar varðandi málefni hafsins eru svo ríkir að ekki dugir að rödd Íslands sé veik eða fjarverandi. 

Ný viðfangsefni blasa við, varðandi súrnun hafsins, siglingar á norðurslóðum og mengun af völdum rusls og plastagna, svo eitthvað sé nefnt.

Það gengur heldur ekki upp hjá fámennri þjóð að menn leggi ekki krafta sína saman til góðra verka. Því fagna ég því framtaki sem hér er sýnt og er að frumkvæði fyrirtækja í grænni tækni. Við það að nota minna eldsneyti og grænni tækni á hafi úti vænkast hagur bæði buddunnar og umhverfisins. Hugvit og nýsköpun í umhverfisvænni tækni skapar störf og býr í haginn fyrir komandi kynslóðir. Það er ánægjulegt verk fyrir sveitamann, sem hér stendur, að hlúa að grænum vaxtarbroddum.

Aflvélin í þessu starfi, sem hlotið hefur heitið Oceana, er hjá einkageiranum í samvinnu við háskóla og rannsóknarstofnanir. Markmiðið er að efla hvers kyns loftslagsvæna og græna tækni sem tengist hafinu. Ég tel rétt og gott að stjórnvöld komi að þessu starfi og sýni því stuðning eftir því sem þarf. 

Öll viljum við hið sama, hreint haf með heilbrigðu lífríki, sem við getum sótt lífsbjörg og auð í, sem styður við velferð okkar allra. Þeir aðilar sem leggja hér nafn sitt við yfirlýsinguna sinna ólíkum þáttum þess starfs, en sýna hér vilja sinn til að stefna að sama marki og herða róðurinn í þágu góðs málstaðar. 

Ég vil þakka þeim sem áttu frumkvæði að þessu framtaki og öðrum sem leggja því lið. Ég vonast til að Oceana muni leggja lóð á vogarskálar betra umhverfis og hreinna hafs. 

Takk fyrir,

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta