Stefnumótun í upplýsingamálum innan heilbrigðiskerfisins
Ríkisstjórnin ákvað á árinu 1995 að leggja aukna áherslu á upplýsingamálin og mótun stefnu um upplýsingaþjóðfélagið. Mörkuð var sú stefna að Íslendingar verði í fremstu röð þjóða í þróun upplýsingasamfélagsins, bæði sem veitendur og neytendur. Í þessari stefnumörkun felst m.a. áhersla á að kostir upplýsingatækni verði að fullu nýttir til að efla hag þjóðarinnar, menningu, atvinnuvegi, stjórnsýslu og þjónustu hins opinbera.
- Stefnumótun í upplýsingamálum innan heilbrigðiskerfisins.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. 1998.