Líffæraflutningar - skýrsla um árið 1997
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið skipaði nefndina þann 22. janúar 1997, í framhaldi af því að gerður var þríhliða samningur ráðuneytisins og Tryggingastofnunar ríkisins annars vegar og Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn hins vegar um líffæraflutninga. Nefndinni er ætlað að hafa umsjón með töku ígræðslulíffæra hér á landi og að annast samskipti við fulltrúa Ríkisspítalans um ígræðslulíffæri og halda skrá um töku ígræðslulíffæra hér á landi.