Gæðaáætlun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis
Skipuleg gæðastjórnun og gæðatrygging hafa rutt sér til rúms í heilbrigðisþjónustu á undanförnum árum. Margar heilbrigðisstofnanir hafa sett sér viðmið í gæðamálum, fagfélög hafa unnið óeigingjarnt grasrótarstarf og á vegum Gæðastjórnunarfélags Íslands starfar heilbrigðishópur. Landlæknisembættið og einstök fagfélög hafa fylgst með starfi og starfsaðstöðu heilbrigðisstétta og að uppfylltar séu faglegar kröfur í heilbrigðisþjónustunni.