Notkun geðdeyfðarlyfja og þunglyndisraskanir
Tilkoma nútíma geðlyfja á sjötta áratugnum gjörbreytti meðferðarmöguleikum og batahorfum geðsjúkra. Á síðasta aldarfjórðungi hefur sala geðlyfja sveiflast upp og niður, en síðan 1989 hefur hún aukist stöðugt, aðallega vegna tilkomu nýrra geðdeyfðarlyfja, SSRI lyfjanna (Selective Serotonin Reuptake Inhibitors). Þau eru dýr svo að kostnaður vegna geðdeyfðarlyfja hefur rúmlega ferfaldast á meðan lyfjakostnaður í heild hefur aukist um rúm 43%.