Stöðulýsing á heilbrigðisupplýsingum
Eitt af verkefnum heilbrigðisyfirvalda er stefnumótun, áætlana- og skýrslugerð í heilbrigðismálum. Til að geta sinnt þessu hlutverki er mikilvægt að hafa góðar tölfræðilegar upplýsingar sem lýsa ástandi mála á hverjum tíma. Þá hafa yfirvöld skyldum að gegna við miðlun heilbrigðisupplýsinga til erlendra aðila sem eykur enn frekar þörf fyrir slíkar upplýsingar. Samanburður á heilbrigðisupplýsingum getur komið að gagni við stefnumótun heima fyrir.
- Stöðulýsing á heilbrigðisupplýsingum - lágmarkskröfur til gagnagrunna og upplýsingakerfa