Skýrsla nefndar um leigumarkað og leiguhúsnæði
Félagsmálaráðherra skipaði í ágúst 1998 nefnd til að vinna að úttekt á leigumarkaði og kanna þörf fyrir leiguíbúðir. Skipun nefndarinnar byggir á 9. bráðabirgðaákvæði í lögum nr. 44/1998 um húsnæðismál þar sem kveðið er á um ofangreint verkefni nefndarinnar og það skuli unnið í samráði við fulltrúa sveitarfélaga, aðra félagslega byggingaraðila, ASÍ og BSRB.
Á grundvelli samstarfs þessara aðila skal síðan lögð fram framkvæmdaáætlun sem framlög ríkisins og sveitarfélaga skulu taka mið af í framtíðinni. Nefndinni var ætlað að kanna aðstæður á leigumarkaði og jafnframt meta nauðsyn þess að breyta húsaleigulögum nr. 34/1994. Jafnframt var nefndinni ætlað að gera tillögu að þriggja ára framkvæmdaáætlun um byggingu leiguíbúða.
Nefndin hefur skilað áliti sínu og tillögum til félagsmálaráðherra, ásamt viðauka sem hefur að geyma könnun meðal sveitarfélaga og félagasamtaka um þörf fyrir leiguhúsnæði.
Skýrsla nefndarinnar er hér aðgengileg í heild sinni á PDF formi.
Nefnd um leigumarkað og leiguhúsnæði. Greinargerð og tillögur.
Könnun á þörf fyrir leiguhúsnæði.