Samningur milli sjávarútvegsráðuneytisins og Fiskistofu - júní 2000
Samningur milli sjávarútvegsráðuneytisins og Fiskistofu
1. gr.
Tilgangur.
Samningurinn breytir í engu ábyrgð ráðherra gagnvart Alþingi á starfsemi stofnunarinnar eða þeim stjórnsýsluskyldum sem ráðherra og stofnun hafa lögum samkvæmt.
2. gr.
Hlutverk Fiskistofu.
Fiskistofa er sjálfstæð stofnun, sem heyrir undir sjávarútvegsráðuneytið. Fiskistofa starfar eftir lögum nr. 36 frá 27. maí 1992, um Fiskistofu, með áorðnum breytingum. Auk þess eru Fiskistofu falin verkefni í fjölmörgum öðrum lögum, s.s. í lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, lögum nr. 37/1992, um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla, lögum nr. 54/1992, um fullvinnslu botnfiskafla um borð í veiðiskipum, lögum nr. 55/1998, um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, lögum nr. 92/1994, um Þróunarsjóð sjávarútvegsins, lögum nr. 93/1995, um matvæli, lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar og lögum nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands.Hlutverk Fiskistofu.
Helstu verkefni Fiskistofu eru í samræmi við ofangreind lög. Hún sér um að framkvæma lög um stjórn fiskveiða, hefur eftirlit með fiskveiðum og annast í því skyni öflun upplýsinga. Þá hefur Fiskistofa með höndum álagningu gjalds vegna ólögmæts sjávarafla og innheimtu gjalds til Þróunarsjóðs sjávarútvegsins. Fiskistofa framfylgir lögum um meðferð sjávarafurða og annast leyfisveitingar og eftirlit vegna framleiðslu og dreifingar sjávarafurða sem matvæla.
3. gr.
Markmið og stefnumótandi áherslu.
Í samræmi við hlutverk sitt hefur Fiskistofa sett sér eftirfarandi meginmarkmið:Markmið og stefnumótandi áherslu.
1. Að afgreiðsla mála sé sanngjörn og þjónusta til fyrirmyndar.
2. Að úthlutun og flutningur veiðiheimilda einkennist af vandvirkni og hraða.
3. Að tiltækar séu á hverjum tíma nýjar og áreiðanlegar upplýsingar um afla-
- heimildir, afla fiskiskipa og framleiðslu fyrirtækja í sjávarútvegi.
5. Að eftirlit með gæðum afla og framleiðslu hans sé markvisst svo að tryggt sé að framleiðendur og útflytjendur sjávarafurða fari að opinberum kröfum um neytendavernd, gæði, heilnæmi og öryggi vörunnar.
6. Að stjórnsýsluúrræðum vegna brota á löggjöf á sviði sjávarútvegs verði beitt á
- skilvirkan hátt þannig að þau hafi tilætluð varnaðaráhrif. Mál sem vísa á til opinberrar málsmeðferðar verði undirbúin af kostgæfni og vísað áfram með skjótum hætti.
Fiskistofa vinnur nú að stefnumótun í anda árangursstjórnunar. Niðurstöður úr þeirri vinnu munu liggja fyrir á haustmánuðum árið 2000.
Fjármál
Lögð er áhersla á að Fiskistofa búi við traustan fjárhag sem byggist á framlögum ríkissjóðs á fjárlögum og sértekjum, svo sem veiðieftirlitsgjöldum og þjónustgjöldum.
Fiskistofa geri markvissar starfs- og fjárhagsáætlanir til þriggja ára í senn.
Stjórnun og starfsmannamál
Lögð er áhersla á að Fiskistofa sé eftirsóttur vinnustaður fyrir starfsfólk með fjölbreytta menntun, með góðri vinnuaðstöðu, aðgangi að upplýsingum og möguleikum á símenntun sem stuðlar að jákvæðri starfsþróun innan Fiskistofu.
Símenntun starfsmanna tengist starfsþróun og starfsmarkmiðum stofnunarinnar.
Lögð er áhersla á markvissa starfsmannastjórnun sem taki mið af þörfum stofnunarinnar og að Fiskistofa geti boðið starfsfólki sínu samkeppnishæf starfskjör.
Framkvæmdamál
Fiskistofa leggur metnað sinn í að stöðugt sé unnið að þróun aðferðafræði í verkefnastjórnun og tölfræðilegri úrvinnslu gagna. Haft verði að leiðarljósi hagkvæmni og skilvirkni í öllum framkvæmdum, skipulagi og rekstri stofnunarinnar.
Lögð er áhersla á að sérfræðingar stofnunarinnar fylgist vel með nýjum áherslum á sínum sviðum og tengi þau viðhorfum og þörfum viðskiptavina.
Upplýsingamál
Komið verði á markvissri söfnun, vörslu, úrvinnslu og dreifingu á efni og upplýsingum sem snúa að starfsemi stofnunarinnar.
Fiskistofa leggur áherslu á að hafa yfir að ráða öflugum og viðurkenndum gagnabanka sem viðskiptavinir stofnunarinnar og stjórnvöld geti sótt nauðsynlegar upplýsingar í.
Stofnunin nýti sér nýjustu upplýsingatækni á hverjum tíma.
4. gr.
Gagnkvæmar skyldur
Fiskistofa skal gera áætlun um rekstur sinn og viðfangsefni fyrir eitt ár í senn. Þessi áætlun skal taka mið af þriggja ára langtímaáætluninni og vera í samræmi við fjárlög og önnur fjárframlög. Einnig skal koma fram við hvaða mælikvarða er miðað við mat á árangri á árinu. Fjármálastjórn Fiskistofu á að vera í samræmi við Verklagsreglur fjármálaráðuneytis um framkvæmd fjárlaga, rekstur og stjórnun ríkisstofnana í A-hluta.
Fiskistofa skal skila ársskýrslu til sjávarútvegsráðuneytisins þar sem greint er frá starfseminni á síðasta ári og hvernig stofnuninni gekk að ná þeim markmiðum sem hún setti sér og ráðuneytið staðfesti. Fiskistofustjóri skal skila til ráðuneytisins ársáætlun og ársskýrslu fyrir 1. febrúar ár hvert. Breytist forsendur langtímaáætlunar ber að endurskoða hana og leggja fram á sama tíma og ársskýrslu.
5. gr.
Gildistími.
Samningurinn tekur gildi 2. júní 2000 og gildir til ársloka 2003. Hvor aðili um sig getur óskað eftir endurskoðun samningsins innan þess tíma. Vinna við endurnýjun samnings skal hafin a.m.k. þremur mánuðum áður en samningstíma lýkur.Gildistími.
Reykjavík, 2. júní 2000
F.h. sjávarútvegsráðuneytisins F.h. Fiskistofu
Árni M. Mathiesen Þórður Ásgeirsson
sjávarútvegsráðherra forstjóri
Árni M. Mathiesen Þórður Ásgeirsson
sjávarútvegsráðherra forstjóri