Hoppa yfir valmynd
9. mars 2001 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ný verkefnaáætlun í rafrænni menntun

Úr fréttabréfi menntamálaráðuneytis.

Menntamálaráðherra kynnti nýja verkefnaáætlun menntamálaráðuneytisins í rafrænni menntun 2001-2003, Forskot til framtíðar, á UT2001 ráðstefnunni þann 9. mars sl. Við það tækifæri opnaði hann vefinn menntagatt.is.

Menntagatt.is

Menntagatt.is er gagnagrunnur með upplýsingum um námsefni. Þar verður stuðlað að miðlun og viðskipum með námsefni og lögð áhersla á tengingu milli námsefnis og markmiða í námskrá. Þar geta nemendur og kennarar nálgast efni, kennsluleiðbeiningar, myndir, gagnvirk próf og fleira. Menntagatt.is verður vettvangur fyrir erlend og innlend samskipti. Við uppbyggingu menntagáttar verður lögð áhersla á samvinnu við fyrirtæki um að þróa og kynna nýjungar á sviði kennsluhugbúnaðar og skólaþróunar. Menntagáttin er í þróun en áhugasamir geta farið inn á vefinn þar sem nýtt efni verður kynnt eftir því sem verkefninu vindur fram.

Aðgerðaáætlunin

Framtíðarsýn menntamálaráðuneytisins felst í því að nýta möguleika Netsins sem upplýsingaveitu fyrir skólastarf. Þar verði námsefni miðlað markvisst og samskiptum komið á milli nemenda, kennara, skólastjórnenda, foreldra, atvinnurekenda og allra sem tengjast menntun. Í þessari sýn felst að hefðbundnir kennsluhættir þróist yfir í það sem kalla má dreifmenntun og nemendur stundi þá nám í dreifskólum.

Aðgerðaáætlunin skiptist í fjóra kafla:

  • Nám og kennsla
  • Námsefni
  • Búnaður
  • Menntagáttir

Í hverjum kafla koma fram helstu áherslur ráðuneytisins ásamt lýsingu á markmiðum og leiðum. Útdráttur úr áætluninni hefur verið gefinn út í bæklingnum Forskot til framtíðar og ítarleg lýsing á íslensku, ensku og dönsku er að finna á vefsíðunni.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta