Heilbrigðisálætlun til ársins 2010
Heilbrigðisáætlun til ársins 2010
Tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisáætlun til ársins 2010 var lögð fyrir á 126 löggjafarþingi, 2000 - 2001. Um er að ræða endurskoðun þeirrar heilbrigðisáætlunar sem samþykkt var árið 1991. Nefnd á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem vann að endurskoðuninni lagði í vinnu sinni aðaláherslu á langtímamarkmið sem miða að því að bæta heilsufar þjóðarinnar. Í skýrslu nefndarinnar eru sett fram skilgreind markmið um árangur, m.a. á sviði áfengis- og vímuefna- og tóbaksvarna, slysvarna, krabbameinsvarna og hjarta og heilaverndar. Einnig eru þar sett fram markmið sem snúa sérstaklega að börnum og ungmennum og öldruðum og áhersla er lögð á geðheilbrigðismál. Þá er í skýrslunni leitast við að leggja mat á fjárhagslegan ávinning samfélagsins, náist þau markmið sem að er stefnt.
Tillaga til þingsályktunar >
Heilbrigðisáætlun til ársins 2010 - Langtímamarkmið í heilbrigðismálum >
Pdf-skrá (1,05 MB)