Heilbrigðisþing 1999
Í þessu riti er að finna erindi sem flutt voru á heilbrigðisþingi 1999 en það var haldið 25. mars á því ári.
Til heilbrigðisþings var boðað í samræmi við ákvæði laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 97/1990. Þar segir m.a.: „Heilbrigðisþing skal haldið eigi sjaldnar en fjórða hvert ár. Verkefni heilbrigðisþings skulu vera ráðgjafar- og umsagnarstörf á sviði heilbrigðismála. Til heilbrigðisþings skal boða fulltrúa hinna einstöku þátta heilbrigðisþjónustunnar og einstöku heilbrigðisstétta.“ Undirbúningur heilbrigðisþings 1999 var að mestu í höndum áætlana- og þróunarskrifstofu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins.