Hoppa yfir valmynd
19. nóvember 2001 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Skýrsla starfshóps um kostnaðarmat

Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út skýrslu starfshóps um fyrirkomulag mats á áhrifum laga og annarra stjórnvaldsákvarðana á fjárhag sveitarfélaga. Í skýrslunni eru tillögur starfshópsins um fyrirkomulag slíks mats ásamt ítarlegri greinargerð með viðaukum.

Starfshópurinn var skipaður af félagsmálaráðherra þann 3. janúar 2001 í kjölfar niðurstöðu tekjustofnanefndar en í skýrslu hennar, sem kom út í október árið 2000, var bent á mikilvægi þess að mat af þessum toga færi fram.

Eftirtaldir aðilar skipuðu starfshópinn:

  • Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri, Sambandi ísl. sveitarfélaga
  • Leifur Eysteinsson, viðskiptafræðingur, fjármálaráðuneyti
  • Garðar Jónsson, viðskiptafræðingur, félagsmálaráðuneyti sem jafnframt var skipaður formaður starfshópsins.

Skýrslu starfshópsins er hægt að nálgast hér:

Skýrsla starfshóps um kostnaðarmat (PDF, 180 KB)



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta