Skýrsla félagsmálaráðherra til Alþingis um þing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar 2000
Á 88. Alþjóðavinnumálaþinginu var m.a. fjallað um skýrslu forstjóra alþjóðavinnumála skrifstofunnar þar sem gerð er grein fyrir starfi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar á árunum 1998-99. Þá var fjallað um skýrslu um framkvæmd grundvallarréttinda ILO um félagafrelsi og um réttinn til að gera kjarasamninga, sbr. samþykktir nr. 87 frá 1948 og 98 frá 1949.
Í skýrslunni er m.a. farið yfir framkvæmd ríkja á samþykktunum og leitast við að gefa heild stæða mynd af stöðu þessara grundvallarréttinda um heim allan. Skýrslan var lögð fyrir fyrir Alþingi á 126. löggjafarþingi 2000-2001.