Áhrif aðildar Íslands að ESB á ríkisfjármálin
29. maí 2002
Í bréfi dagsettu 9. maí 2002 fór forsætisráðuneyti Íslands fram á það við Hagfræðistofnun að sérfræðingar hennar:
- Endurreikni og uppfæri mat á hreinum framlögum Íslands til Evrópusambandsins sem Hagfræðistofnun reiknaði árið 1994 að beiðni utanríkisráðuneytisins og birtist í skýrslu fjögurra stofnana Háskóla Íslands til ríkisstjórnar Íslands árið 1995.
- Leggi mat á hvað hrein framlög Íslands samkvæmt 1. lið gætu breyst við fyrirhugaða stækkun bandalagsins til austurs.
Þessu verki er nú lokið og sendist ráðuneytinu hér með umbeðin greinargerð.
Greinargerð Hagfræðistofnunar um áhrif aðildar Íslands að ESB á ríkisfjármálin (48kb)