Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2002 Innviðaráðuneytið

Auðlindin Ísland

Eitt af markmiðum þessa verkefnis er að meta svæðisbundið helstu vaxtarmöguleika í ferðaþjónustu á Íslandi og móta framtíðarsýn sem hafa má hliðsjón af við uppbyggingu starfsgreinarinnar á næstu árum.

Helsta niðurstaða þessarar skýrslu er sú að mikilvægt sé að forgangsraða verkefnum í ferðaþjónustu með meira afgerandi hætti en gert hefur verið, þ.e. að velja fá verkefni sem telja má sérstök og einkennandi fyrir tiltekin svæði og fylgja þeim eftir af fullum þunga. Þetta val er að sjálfsögðu erfitt og allt orkar tvímælis þá gert er. Hins vegar má leiða að því veigamikil rök að ekki sé rétt að dreifa kröftunum þegar margt bendir til að ná megi betri árangri með því að taka minna fyrir í einu og ljúka því á ásættanlegum tíma.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta