Hoppa yfir valmynd
27. mars 2003 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Áfangaskýrsla um þjóðgarð norðan Vatnajökuls


Nefnd um þjóðgarð norðan Vatnajökuls var skipuð af umhverfisráðherra 14. október 2002 en í nefndinni sitja alþingismennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir tilnefnd af Sjálfstæðisflokki, Magnús Stefánsson tilnefndur af Framsóknarflokki, Steingrímur J. Sigfússon tilnefndur af Vinstrihreyfingunni - grænu framboði og Össur Skarphéðinsson tilnefndur af Samfylkingunni ásamt Magnúsi Jóhannessyni ráðuneytisstjóra sem er formaður nefndarinnar. Með nefndinni starfa Ingibjörg Halldórsdóttir lögfræðingur, Matthildur Bára Stefánsdóttir jarðfræðingur og Sigurður Á. Þráinsson líffræðingur en þau eru öll starfsmenn umhverfisráðuneytisins.

Hlutverk nefndarinnar samkvæmt skipunarbréfi er að fara yfir og skoða þá möguleika sem til greina koma til stofnunar þjóðgarðs eða verndarsvæða fyrir norðan Vatnajökul m.t.t. þeirra áætlana um landnýtingu á svæðinu sem Alþingi hefur fyrir sitt leyti fallist á. Nefndinni var falið að vinna tillögur að umfangi verndarsvæðis og verndarstigi að höfðu samráði við viðkomandi sveitarfélög, landeigendur þ.m.t. ferðaþjónustuaðila og umhverfissamtök.

Í skýrslunni er að finna yfirlit yfir helstu þætti náttúrufars á svæðinu, lýsingu á starfi nefndarinnar hingað til og áætlun um næstu skref í starfi nefndarinnar. Nánar...

Nefndin hefur látið Náttúrufræðistofnun Íslands taka saman um ítarlegt yfirlit yfir helstu þættina í náttúrufari svæðisins norðan Vatnajökuls og er skýrsla Náttúrufræðistofnunar "Náttúrufar og verndargildi náttúrufyrirbæra norðan Vatnajökuls" viðauki við áfangaskýrslu nefndarinnar.

Fréttatilkynning nr. 6/2003
Umhverfisráðuneytið

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta